Feykir


Feykir - 05.09.2018, Side 1

Feykir - 05.09.2018, Side 1
33 TBL 5. september 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–8 BLS. 10 Sólborg Una Pálsdóttir svarar Rabb-a-babbi Virðist sú eina sem kann á þvottavélina á heimilinu BLS. 4 Margrét Petra Ragnarsdóttir í opnuviðtali Feykis Danskir tvíburar bera genin mín Séra Hjálmar fór holu í höggi í þriðja sinn „Þetta er víst draumur okkar kylfinganna“ Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Sl. sunnudag hófst vinna við að skipa út heyi í flutningaskipið MV Antje sem liggur nú við Sauðárkrókshöfn. Heyið fer til Noregs en þar varð uppskerubrestur í sumar vegna þurrka eins og kunnugt er. Í þessari ferð er áætlað að flytja um 5000 heyrúllur og 15 gáma af stórböggum eða um 1000 bagga. Að undanförnu hefur Ingólfur Helgason á Dýrfinnustöðum safnað heyi hjá fjölda skagfirskra bænda og frá tveimur bæjum úr Húnavatnssýslu. Hann segist eiga von á því að skipið komi a.m.k. tvisvar til Íslands aftur að sækja meira hey. „Skipið sækir hey til Akureyrar næst og ég á von á að það komi hingað aftur undir næstu mánaðamót,“ segir Ingólfur. Aðspurður um hans aðkomu að heysöfnuninni segir hann að „maður þekkir mann“ aðferðin hafi verið notuð. Hann var beðinn um það, af kunningja sínum í Noregi, að athuga hvort þetta væri mögulegt og í kjölfarið vatt það vel upp á sig og sér eiginlega ekki alveg fyrir endann á því en stefnan er sett á að koma líka við á Hólmavík og taka hey hjá Stranda- mönnum. Hann segir að ágætlega gangi að koma heyinu í skipið en einhverjir byrjunarörðuleikar voru við að raða rúllunum í upphafi þar sem enginn í áhöfninni hafi reynslu af heyflutningum. „Menn eru að æfa sig í að raða í skipið og mér sýndist þetta allt vera að koma um miðnættið í gær,“ sagði Ingólfur er blaðamaður náði tali af honum sl. mánudag. Hann segir að þessi ferð segi mikið til um framhaldið. Flutningaskipið er engin smásmíði en að sögn Dags Þ. Baldvinssonar, hafnar- stjóra, er Antje með stærstu skipum sem lagst hefur að bryggju á Sauðárkróki, um 130 metra langt og 7000 brúttótonn. /PF Íslenskir bændur koma kollegum sínum til hjálpar í Noregi Antje mætt til að flytja hey til Noregs Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Frá uppskipun sl. sunnudagskvöld. MYND: PF Antje er með stærstu skipum sem lagst hefur að bryggju á Sauðárkróki, um 130 metra langt og 7000 brúttótonn. MYND: KÁRI HEIÐAR

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.