Feykir


Feykir - 05.09.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 05.09.2018, Blaðsíða 2
Ég er hugsi yfir því, og leiður, að allt í einu varð ég að vera á varðbergi fyrir þjófum og óþjóðalýð sem gera sig heimakomna hjá fólki og spyrja um gistingu. Aumingja túrhestarnir sem hafa eitthvað misskilið upplýsingar fá nátt- úrulega bara bros frá fólki sem benda þeim á næsta gistihús. En þessir bíræfnu ferðamenn eru alls ekki að leita að gistingu heldur verðmætum fólks. Það hefur nefnilega víða tíðkast í sveitum og minni stöðum á landsbyggðinni að fólk læsi ekki húsum sínum því ekki hefur verið talin þörf á því enda flestir sem eiga trygga og trúa nágranna. Þessu hafa þeir komist að, feðgarnir sem voru gripnir um daginn. Höfðu þeir farið inn í hús hjá fólki þar sem ólæst var og ef einhver var heima báðu þeir um gistingu. Ef enginn var heima var snuðrað eftir verðmætum. Einu sinni voru flestir bílar ólæstir á Sauðárkróki og jafnvel með lyklum í kveikilás. En það er liðin tíð. Það kom nefnilega fyrir að aðkomukónar þurftu að bregða sér bæjarleið og tóku fararskjóta traustataki. Nú eru breyttir tímar, atvinnuþjófar fara um héruð og ræna verðmætum, peningum og skarti en ef ekkert slíkt er í boði ræna þeir sakleysi hjá hrekklausu fólki. Bara það að vita af ókunnugum snuðrandi um húsið, ofan í skúffum og skápum, setur hroll að fólki. Enginn vill lenda í því. Við verðum líklega að sætta okkur við það að einhverjir af þeim fjölda ferðamanna sem sækir landið heim hagi sér ekki eins og við helst kjósum. Ég veit ekki hvort það er hægt að kenna einhverjum um en þjófahyskið sem náðist við iðju sína um daginn var sett í farbann og sleppt lausum tímabundið. Hvað gerðist? Þeir, sem hér um ræðir, stigu upp í bíl sinn, fluttu sig um set og héldu áfram að „leita að gistingu“. Hefði betur farið að setja viðkomandi í steininn og klára málið þar. Ég er farinn að læsa mínu og mér líður ekkert vel með það því ég hefði viljað sakleysið áfram. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Þegar sakleysinu var rænt Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum 45 bátar lögðu upp á Skagaströnd í síðustu viku og var samanlagður afli þeirra rúm 263 tonn. Á Sauðárkróki var rúmum 447 tonnum landað af tólf skipum og bátum og fjórir bátar lönduðu rúmum fjórum tonnum á Hofsósi. Heildarafli vikunnar var 714.652 kíló. /FE Aflatölur 26. ágúst – 1. september 2018 á Norðurlandi vestra Málmey með 148 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Alda HU 112 Lína 7.000 Arndís HU 42 Handfæri 237 Auður HU 94 Handfæri 2.238 Auður HU 94 Landbeitt lína 736 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 622 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 1.730 Blíðfari HU 52 Handfæri 960 Blær HU 77 Landbeitt lína 1.210 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 1.686 Bragi Magg HU 70 Handfæri 292 Daðey GK 777 Lína 22.904 Dísa HU 91 Handfæri 1.620 Dóra ST 225 Handfæri 1.682 Dúddi Gísla GK 48 Handfæri 1.996 Dúddi Gísla GK 48 Lína 14.680 Elín ÞH 82 Handfæri 265 Garpur HU 58 Handfæri 2.077 Geiri HU 69 Handfæri 2.540 Greifinn SK 19 Handfæri 774 Guðbjörg GK 666 Lína 33.509 Guðmundur á Hópi HU 203Lína 8.676 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 853 Gyðjan HU 44 Handfæri 1.313 Hafdís HU 85 Handfæri 314 Hafrún HU 12 Dragnót 25.843 Hulda GK 17 Landbeitt lína 2.565 Hulda GK 17 Lína 1.486 Húni HU 62 Handfæri 2.121 Jenný HU 40 Handfæri 1.079 Kambur HU 24 Handfæri 2.095 Katrín GK 266 Landbeitt lína 7.340 Kári SH 78 Handfæri 4.147 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 27.652 Loftur HU 717 Handfæri 927 Loftur HU 717 Landbeitt lína 621 Lukka EA 777 Handfæri 592 Magnús HU 23 Landbeitt lína 8.065 Már HU 545 Handfæri 232 Onni HU 36 Dragnót 15.889 Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 1.220 Smári HU 7 Handfæri 1.316 Steinunn SF 10 Botnvarpa 48.120 Svalur HU 124 Handfæri 536 Sæunn HU 30 Handfæri 946 Víðir EA 423 Handfæri 681 Alls á Skagaströnd 263.387 SAUÐÁRKRÓKUR Bryndís SK 8 Handfæri 618 Drangey SK 2 Botnvarpa 134.076 Fannar SK 11 Handfæri 1.611 Kaldi SK 121 Þorskfiskinet 985 Kristín GK 457 Lína 64.028 Maró SK 33 Handfæri 1.617 Málmey SK 1 Botnvarpa 147.854 Már SK 90 Handfæri 3.739 Sighvatur GK 357 Lína 67.298 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 22.682 Vinur SK 22 Handfæri 1.397 Ösp SK 135 Handfæri 1.245 Alls á Sauðárkróki 447.150 HOFSÓS Geisli SK 66 Línutrekt 1.286 Skáley SK 32 Handfæri 860 Skotta SK 138 Handfæri 685 Þorgrímur SK 27 Lína 1.284 Alls á Hofsósi 4.115 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Þróa nýja matvælabraut við FNV Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mætir þörfum atvinnu- lífsins í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Sóknaráætlun landshluta sem hafa gert með sér samning um stuðning SSNV við þróun nýrrar matvælabrautar við skólann. Verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar fyrir árið 2018. Á heimasíðu skólans kemur fram að á síðustu árum hefur FNV lagt kapp á að bregðast við þörfum atvinnulífsins fyrir menntað starfsfólk. Skólinn stóð fyrir gerð námsbrautar fyrir slátrara og farið var af stað með kennslu á þeirri braut vorið 2016. Þá hefur skólinn boðið upp á nám í fisktækni um nokkurra ára skeið. Komið hafa fram óskir um nám fyrir fólk sem starfar við mjólkuriðnað. Hugmyndin með námsbrautinni er að þar geti starfsmenn fyrirtækja í mjólkuriðnaði fengið kennslu í raun- og tæknigreinum sem nýtist í þeirra störfum Allt nám á matvælasviði inniheldur ákveðinn sameigin- legan grunn og því mun skólinn þróa grunnnám fyrir framan- greindar greinar og síðan framhaldsnám fyrir fólk í mjólkuriðnaði. Fyrirtæki í mjólkuriðnaði hafa lýst yfir vilja til að koma að samvinnu um gerð námsbrautar á þessu sviði. Anna Hlín Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri verkefnisins hjá FNV. Hennar hlutverk verður að halda utan um og stýra samstarfi fagaðila sem að náminu koma. Jafnframt mun hún vinna skipulag náms- brautarinnar og ritun brautar- og áfangalýsinga í námskrár- grunn. Unnur Valborg Hilmars- dóttir framkvæmdastjóri SSNV segir starf FNV ákaflega mikil- vægt fyrir Norðurland vestra í heild og mikilvægt að þar verði áfram rými til þróunar náms- brauta sem henta atvinnulífinu hverju sinni. „Það er ánægjulegt að geta með þessum hætti stutt við áframhaldandi nýsköpun innan skólans um leið og stuðlað er að eflingu atvinnu- lífsins á svæðinu,“ er haft eftir Unni á fnv.is. /PF Frá vinstri: Þorkell skólameistari, Unnur Valborg framkvæmdastjóri SSNV og Anna Hlín verkefnisstjóri. MYND: FNV.IS Eldislax í Vatnsdalsá? Stangveiði Líkur eru taldar á að eldislax hafi veiðst í Hnausastreng í Vatnsdalsá sl. föstudag. Greint er frá þessu á mbl.is á laugardag og rætt við Björn K. Rúnarsson, leigutaka og staðarhaldara í Vatnsdalsá. Laxinn sem um ræðir er 70 sm hrygna og segir Björn að ummerki á laxinum bendi til þess að augljóslega sé um eldislax að ræða. „Þessi fiskur er ugga- skemmdur. Bakugginn er ónýtur, eyruggarnir eru skemmdir og sporðurinn snjáður. Snoppan er líka skemmd á honum. Ekki neitt illa en þetta er alveg greinilega eldislax,“ segir Björn. Nánar má lesa um málið í frétt á Feykir.is. /FE 2 33/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.