Feykir


Feykir - 05.09.2018, Side 3

Feykir - 05.09.2018, Side 3
Sérfræðikomur í september 2018 www.hsn.is 10. OG 11. SEPTEMBER Sigurður Albertsson alm. skurðlæknir 17. OG 18. SEPTEMBER Haraldur Hauksson alm./æðaskurðlæknir 20. OG 21. SEPTEMBER Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir 24. - 27. SEPTEMBER Bjarki S. Karlsson bæklunarskurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4022. Frá lesendum Skín á dag í austurátt Gunnar Oddsson í Flatatungu hafði samband við Feyki og langaði að koma á framfæri tilurð vísu sem birt var í vísnaþætti Morgunblaðsins fyrir nokkru en var rangfeðruð og ekki rétt með farin. Þrátt fyrir að vera búinn að senda inn erindi á Moggann hefur leiðrétting ekki birst. „Vísan er eftir Gunnar Egilsson sem átti heima í Geitagerði í Staðarhreppi en flutti síðar austur á land. „Mér finnst vísan góð og langar að leiðrétta rangfærsluna. Finnst að nafni eigi það skilið,“ sagði Gunnar við blaðamann Feykis. Vísan varð til er þeir nafnar voru að koma af balli úr Húnaveri fyrir margt löngu og stoppuðu við Arnarstapa og litu fegurð náttúrunnar augum. Vísan er svona: Skín á dag í austurátt öll sig lagar jörðin. Upp með brag og ökum dátt ofan í Skagafjörðinn. /PF Frá Arnarstapa. MYND: PIB Fimm nafnar og frændur hittust á Króknum Náðust loksins saman á mynd Á dögunum hittust á Sauðárkróki Bjarnar fimm sem allir bera nafn Bjarna Magnússonar, járnsmiðs á Sauðárkróki (f. 18.9. 1867). Lengi hefur staðið til að ná þeim frændum og nöfnum saman á mynd og tókst það loksins síðasta laugardag. Komu þeir saman hjá kaup- manninum síkáta, Bjarna Har á Sauðárkróki. Þegar búið var að mynda í búðinni hjá Bjarna var farið að Lindargötu 11, þar sem Bjarni járnsmiður bjó lengst æfi sinnar, og önnur mynd tekin af þeim nöfnum. Var þeim síðan boðið inn að skoða hvernig húsnæðið lítur út í dag, en það er mikið breytt frá því járnsmiðurinn bjó þar. Bjarni Magnússon, járn- smiður á Sauðárkróki, móðurafi Bjarni Har, var bróðir Guðrún- ar Magnúsdóttur móðurömmu Bjarna Sigurvins Jónassonar, en móðir hans hét Steinunn Sigur- jónsdóttir húsfreyja í Hátúni og maður hennar Jónas Jón Gunn- arsson frá Keflavík í Hegranesi. Bjarni Sigurvin, sem hefur búið í Reykjavík frá 16 ára aldri, og Bjarni Har eru því þremenn- ingar. Sonur Bjarna Sigurvins er Bjarni Þór Bjarnason, sóknar- prestur í Seltjarnarneskirkju og dóttursonur hans er Bjarni Páll Hauksson, rafmagnsverkfræð- ingur, búsettur í Kaupmanna- höfn. Þá er einn eftir, Bjarni Rúnar Lárusson, barnabarn B. Har. en hann er grunnskóla- kennari í Síðuskóla á Akureyri og leikur körfubolta með Þór. /PF Bjarni Rúnar Lárusson, Bjarni Haraldsson, Bjarni Sigurvin Jónasson, Bjarni Þór Bjarnason og Bjarni Páll Hauksson í búðinni hjá Bjarna Har. Fyrir framan þá eru myndir af Bjarna Magnússyni, járnsmið, og Kristínu Jósefsdóttur, konu hans. MYND: PF Enn aukum við gæðin & þjónustuna Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Nýverið tók Nýprent í notkun nýjan risaprentara, Canon imagePROGRAF PRO-4000S, sem skilar frábærum gæðum og gerir okkur kleift að auka enn þjónustuna við viðskiptavini okkar. Á þennan vandaða bleksprautuprentara prentum við strigamyndir, auglýsingaskilti og plaggöt í hinum ýmsu stærðum og gerðum á hinar fjölbreytilegustu gerðir pappírs. Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Þá getum við einnig plastað/laminerað það sem prentað hefur verið út og/eða límt á foam- eða álplötur. Leitaðu ekki langt yfir skammt – kíktu í Nýprent! STRIGAPRENTUN AUGLÝSINGASKILTI PLAGGÖT LAMINERING LJÓSMYNDAPRENTUN PLÖSTUN ÁLÍMING ný pr en t e hf / 0 32 01 8 Hver um sig fær 100.000 kr. Styrkir úr Húnasjóði afhentir Byggðarráð Húnaþings vestra fjallaði um umsóknir um styrki úr Húnasjóði á fundi sínum þann 31. júlí sl. Að þessu sinni bárust sjö umsóknir um styrk en fimm þeirra uppfylltu skilyrði til úthlutunar. Styrkirnir voru afhentir þann 16. ágúst sl. á kaffihúsinu Hlöð- unni og var það Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður byggðar- ráðs, sem sá um afhendinguna. Þeir sem hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni, hver um sig kr. 100 þúsund, eru eftirtaldir: Albert Jóhannsson, nám til Bs í viðskiptafræði. Guðrún Lára Magnúsdóttir, nám til diploma í jákvæðri sálfræði. Ingunn Elsa Rafnsdóttir, félagsliðanám. Jóhannes Geir Gunnarsson, nám í búfræði. Unnur Jóhannsdóttir, nám til Bs í búvísindum. /FE 33/2018 3

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.