Feykir


Feykir - 05.09.2018, Page 4

Feykir - 05.09.2018, Page 4
Draumahögg hvers golfara er að fara holu í höggi en ekki tekst það hjá öllum. Á vef Einherjaklúbbsins, sem heldur utan um skráningu þeirra sem fara holu í höggi, segir að einungis 1% kylfinga nái þessum áfanga árlega. Frá fyrstu skráningum, árið 1936, hafa um 3.000 drauma- högg íslensks kylfingsins verið skráð og af 40.000 kylfingum á Íslandi ná einungis um 130 að fara holu í höggi á ári hverju. 6. holan á Korpúlfsstaðavelli er sú hola sem oftast hefur verið farin á holu í höggi á síðustu tíu árum. 17. holan í Grafarholti og „Bergvíkin“ 3. holan á Hólms- velli eru þær holur sem virðast vera hvað erfiðastar viður- eignar, og minnstar líkur á að fara holu í höggi. Sumir eru heppnari en aðrir og má segja að Hjálmar Jónsson, fv. prófastur á Sauðárkróki og síðar Dóm- kirkjuprestur, sé einn þeirra en hann náði þeim stórmerka áfanga að fara holu í höggi í þriðja sinn sl. mánudag. „Þetta er víst draumur okkar, kylfinganna. Fyrst hitti ég svona vel fyrir fimm árum en núna með hálfs mánaðar millibili. Öll skiptin á Urriðavelli í Garðabæ en hann er minn heimavöllur og ég leik hann oftast. Við hjón búum í Urriðaholtinu svo að það er stutt að fara,“ segir Hjálmar. Aðspurður um afrek mánu- dagsins segir hann að þegar þeir félagarnir gengu upp á 8. teiginn var hann að tala um að aðstæður væru nákvæmlega eins og þegar hann fór holu í höggi á þessari braut. „Þétt- ingsvindur og holustaðsetning- in eins. Sló líka núna með sandjárninu, þetta 105 metra högg. Hár bolti, sem lenti u.þ.b. þrjá metra fyrir framan holuna og rann svo áfram ljúft og fallega sína leið.“ Hjálmar byrjaði að leika golf á Sauðárkróki, á gamla Skarðsvellinum sem var undanfari Hlíðarendavallar og fór upphaflega nokkrar holur með Friðrik lækni og Steinari Skarp. „Friðrik Jens var góður læknir og barðist t.a.m. gegn smitsjúkdómum. En hann lagði sig fram um að smita mig af golfbakteríunni. Hún blund- aði þarna þangað til fyrir tíu árum en þá var ég beðinn um að tala á herrakvöldi hjá Golfklúbbnum Oddi. Undir miðnættið það kvöld var ég tekinn inn í klúbbinn.“ Hjálmar segir að gamlir vinir og fermingardrengir af Krókn- um hafi verið honum hjálp- legir með tilsögn, Örn Sölvi Halldórsson og Sigurpáll Geir Sveinsson. Sigurpáll var reyndar fluttur til Akureyrar á fermingaraldrinum. „Já, golfið hefur svo margt. Það er útivistin, alhliða líkams- rækt, frábær félagsskapur, nátt- úrufegurð, ákveðnar leikreglur, agi, samhæfing, nákvæmni. Golfið hefur þetta allt.“ Nú hallar sumri, þótt enn sé vonandi að vænta einhverra blíðudaga. Því er ráð að bregða að nýju niður penna og birta pistil hér í Feyki. Í síðasta pistli mínum fyrir sumarhlé sem birtist í Feyki 27. júní sl. fjallaði ég um sýningu Söguseturs íslenska hestsins; Íslenski hesturinn á fullveldisöld, sem áformað var að yrði uppi á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík sem stóð fyrir dyrum dagana 1. til 8. júlí. Gekk það allt eftir og var sýningin uppi allan móts- tímann en opnuð formlega fimmtudaginn 5. júlí í tengslum við setningu mótsins, rétt eins og sýningin; Uppruni kostanna, var opnuð formlega á landsmótinu á Hólum 2016 í tengslum við setningu þess móts. Fjöldi mótsgesta skoðaði sýninguna á landsmótinu og vitaskuld mikið fleiri en gátu skoðað sýninguna 2016 þar sem hún var einungis uppi í sýningarhúsnæði SÍH á Hólum í Hjaltadal en sýningin í sumar var á mótssvæðinu sjálfu. Á þeim tíma sem liðinn er frá landsmótinu 2016 hefur sýningin; Uppruni kostanna, jafnframt verið gerð aðgengileg á heimasíðu Sögusetursins, sjá: http://www.sogusetur.is/static/files/pdf/1- upprunikostanna_upphaf_42x30sm.pdf (upphafsspjaldið) og http://www.sogusetur.is/ static/files/pdf/2-upprunikostanna_16_netid. pdf (sýningin sjálf). Þar er einnig að finna hvoru tveggja enska og þýska útgáfu sýningarinnar, sjá http://www.sogusetur.is/is/ gagnabanki Núna er framundan að finna sýningunni; Íslenski hesturinn á fullveldisöld, verðugan stað hér í Skagafirði auk þess að gera hana aðgengilega á heimasíðu setursins. Hvað stærð sýningarinnar varðar er um að ræða sagnarefil eins og greint var frá í pistlinum sem birtist í blaðinu þann 27. júní sl., refillinn er í margfeldinu (x10; hæð / lengd), best kemur hann út í stóru sýningarrými í stærðinni 1,5 x 15m en er læsilegur og kemur vel út í minna rými, allt niður í málsetninguna 0,5 x 5m. Hvað sýninguna; Uppruni kostanna, varðar var hún að auki að hluta til uppi á landsmótinu í Reykjavík en nokkur af sýningaspjöldunum höfðu það hlutverk að afmarka gönguleið frá almenna sýningarsvæðinu upp á svæðið þar sem kynbótadómarnir fóru fram. Nú þegar er viss hugmyndavinna hafin varðandi það sem SÍH kemur til með að fitja upp á næsta landsmóti en ekki veitir af að hefja undirbúning komandi landsmóts um leið og því fyrra lýkur! Sumaropnun Sögusetursins lauk nú í ár föstudaginn 31. ágúst og stóð hún yfir frá júní byrjun. Opið var alla daga vikunnar nema mánudaga frá kl. 10 til 18. Gekk starfsemin vel, þegar þetta er ritað hefur gestafjöldinn ekki verið tekinn saman en virðist þó fljótt á litið halda nokkuð í við fyrri ár. Mætti gestafjöldinn vitaskuld vera meiri en raunin er, en hér er um sameiginlegt vandamál að ræða fyrir rekstraraðila utan suðursvæðis landsins, þar sem ferðamenn eru langflestir. Auðsætt er þó því miður, að sala í safnversluninni er minni en undanfarin ár og er það nokkuð sem ég hef heyrt frá fleirum sem eru með sambærilega starfsemi og SÍH. Hér í lokin vil ég svo koma því á framfæri að þótt sumaropnuninni sé lokið þetta árið er vitaskuld hægt að komast inn á sýningar setursins með hópa en til þess þarf að panta fyrirfram með því að senda tölvupóst á netfangið sogusetrid@gmail.com eða á persónulegt netfang forstöðumanns khuga@ centrum.is eða hringja einfaldlega í gsm. 891 9879. Kristinn Hugason HESTAR OG MENN Kristinn Hugason forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins Örlítið um starfsemi Söguseturs Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal. Mynd tekin sumarið 2016. MYND: KH „Þetta er víst draumur okkar kylfinganna“ Hjálmar á fjórðu flöt á Urriðavelli í Garðabæ fyrir hálfum mánuði. MYND AF FB Séra Hjálmar fór holu í höggi í þriðja sinn VIÐTAL Páll Friðriksson 4 33/2018

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.