Feykir


Feykir - 05.09.2018, Side 5

Feykir - 05.09.2018, Side 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is 2. deild karla :: Leiknir Fáskrúðsfirði – Tindastóll 8-0 Flengdir í fýluferð til Fjarðabyggðar Tindastólsmenn héldu austur á Reyðarfjörð um helgina þar sem þeir mættu liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði. Leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni og var um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið í fallbaráttu 2. deildar. Ljóst var fyrir leikinn að sökum fjölda leikbanna og meiðsla mátti ekki mikið út af bregða hjá okkar mönnum. Því miður fór allt á versta veg og uppskeran flenging í boði Fáskrúðsfirðinga. Lokatölur 8-0. Feykir hafði samband við Bjarka Má Árnason, spilandi þjálfara Tindastóls, og spurði hann út í Leiknis-leikinn og framhaldið: „Í leiknum [...] fór flest úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis og var þetta mjög lélegur leikur af okkar hálfu. En þetta eru bara þrjú töpuð stig og ætlum við ekki að dvelja lengur við þennan leik heldur horfa fram á veginn og bæta okkur og læra af þessum leik. Framundan eru þrír hörkuleikir þar sem við þurfum að berjast fyrir lífi okkar í deildinni. Þar sem ég veit að ég er með alvöru íþróttamenn í höndunum þá munu strákarnir sýna sitt rétta andlit í næsta leik gegn Fjarðabyggð á laugardaginn kemur,“ sagði Bjarki. /ÓAB 2. deild kvenna :: Tindastóll – Augnablik 1-1 Svekkjandi silfurjafntefli á Króknum Meistaraflokkur kvenna Tindastóls lék sinn síðasta leik þetta tímabilið í 2. deild Íslandsmótsins í fótbolta sl. sunnudag en um hreinan úrslitaleik var að ræða gegn Augnabliki. Ekkert nema sigur dugði Stólunum meðan jafntefli nægði stelpunum í Augnabliki til að krækja í deildarbikarinn sem þær og gerðu. 1-1 og bikarinn suður. Stólarnir byrjuðu leikinn af krafti og ætluðu sér greinilega sigur í þessum leik. Náðu þær strax að ógna gestunum, léku vel, börð-ust af hörku og uppskáru mark strax á 9. mínútu er Murielle Tiernan laumaði boltanum fram hjá Ana Luciu N. Dos Santos, eða Ditu fv. markmanni Tindastóls. Þrátt fyrir að Dita fengi á sig þetta mark átti hún sannarlega eftir að bjarga sínu liði frá tapi með góðri frammi-stöðu. Augnablik er hörkulið og átti sín færi þó ekki væru þau mörg né öll hættuleg en eitt dauðafæri varði Margrét Ósk Borgþórs- dóttir, markmaður Stólanna, einn á móti einum en þar skall hurð nærri hælum. Margrét stóð sig gríðarlega vel í markinu og er klárlega framtíðarleik- maður þrátt fyrir að aðeins eru tvö ár síðan hún byrjaði að æfa fótbolta. Baráttan var ekki síðri í seinni hálfleik, alltaf líklegra að Stólar bættu við sig marki en þvert á allar væntingar jafnaði Bergþóra Sól Ásmundsdóttir með dúndurskoti utan vítateigs sem Margrét varði en náði ekki að halda boltanum sem aulaðist í netið. Ekkert við því að gera og svekkjandi fyrir þennan frábæra markvörð að sjá á eftir boltanum í netið. Stólarnir gáfust ekki upp, héldu áfram að sækja og sköpuðu sér mörg góð færi, þ.á.m. 3-4 dauðafæri sem gestirnir björguðu naumlega á línu. Einnig komst Murr ein á móti markmanni en náði ekki að setja í netið. Niðurstaðan svekkjandi silfurjafntefli og Augnablik deildarmeistari með betra markahlutfall en Stólar. /PF Sigurvegarar 2.deildar, Augnablik frá Kópavogi, hampa deildarbikarnum, MYND: PF Körfubolti Fyrsti æfingaleikur Stólanna á Hvammstanga Nú er undirbúningur fyrir komandi körfuboltavertíð kominn af stað en fyrsti æfingaleikur Tindastóls fyrir komandi keppnistímabil verður haldinn í Íþróttahúsinu á Hvammstanga nk. föstudag 7. september kl 19:00. Liðið mætir þar Skallagrími sem mun leika í Dominosdeild karla í vetur. Fyrsta æfing tímabilsins var þann 1. september en á Fésbókarsíðu körfubolta- deildar segir að ekki hafi þó verið um fullskipaðan hóp að ræða þar sem Pétur Rúnar og Danero Thomas voru með landsliðinu og báðir Helgarnir fengu „Helgar- frí“. Urald King, Dino Butorac, Ólafur Björn Gunnlaugsson og Brynjar Þór Björnsson voru allir á sinni fyrstu æfingu fyrir Tindasól og voru þeir boðnir velkomnir í Síkið. Allir stuðningsmenn Tindastóls eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og hvetja strákana til sigurs. /PF Strembnast að ná almennilegum svefni í miðnætursólinni Stefan Lamanna veður upp völlinn. MYND: ÓAB [ ERLENDIR TUÐRUSPARKARAR ] oli@feykir.is Stefan Lamanna / frá Toronto í Kanada / markaskorari í Tindastóli Stefan Lamanna hefur verið sprækastur leikmanna Tindastóls í sumar við þá mikilvægu iðju að skora mörk en þessi eldsnöggi og lipri vængmaður frá Kanada hefur skorað átta mörk fyrir liðið það sem af er. Stefan er 23 ára gamall og kemur frá Toronto í Ontario-fylki í Kanada þar sem foreldrar hans búa. Hann á eina systur. Stefan stundar nám við háskól- ann í Vermont í Bandaríkjunum þar sem hann leggur stund á hagfræði. Ástæðan fyrir því að hann dúkkaði upp á Króknum er sú að hann var að spila í háskóladeildinni úti og þar voru nokkrir samherjar hans frá Íslandi og leika með íslenskum liðum yfir sumarið. Þeir hvöttu hann til þess að finna sér lið á Íslandi og sjá til hvernig gengi. Hvað hefur komið þér mest á óvart síðan þú komst til Íslands? „Dagsbirta á miðnætti var UPPÁHALDS SNAKKIÐ: Íslensk kjötsúpa. LAG SUMARSINS: Aldrei heim [með Aroni Can]. SKRÍTNASTI MATURINN SEM ÞÚ HEFUR BRAGÐAÐ Á ÍSLANDI: Þorramatur. UPPÁHALDS FÓTBOLTALIÐIÐ ÞITT: Manchester City. eitthvað sem ég hafði ekki reiknað með.“ Hvernig finnst þér að vera hluti af liði Tindastóls? „Það er ljómandi fínt. Liðið er vel stutt af samfélaginu og samstaðan innan liðsins er meiri en vanalega í liðum sem koma frá stærri bæjum.“ Hver er uppáhalds liðsfélaginn þinn? „Það er Santiago [mark- vörður], því við erum einu erlendu leikmenn liðsins sem hafa verið hér frá því í byrjun leiktíðarinnar.“ Hvaða væntingar hafðirðu til sumarsins á Íslandi? „Ég von- aðist til þess að mér færi fram sem leikmanni hér á Íslandi og ætti síðan möguleika á að spila í efri deild eftir að hafa hjálpað liði Tindastóls að ná mark- miðum sínum.“ Hvaða leikmaður hefur verið þín helsta fyrirmynd? „Sergio Aguero [Manchester City], vegna þess að hann hefur verið aðalmaðurinn í upprisu uppá- halds fótboltaliðsins míns og hann er hinn fullkomni atvinnumaður.“ Hvað gerirðu á Króknum annað en að spila fótbolta? „Minn típ- íski dagur inniheldur nokkrar ferðir á N1, halda mér í formi og æfa með liðinu, ég les mér til í náminu og spila FIFA við herbergisfélaga mína.“ Hvað hefur verið erfiðast við að dvelja á Íslandi? „Það hefur verið strembnast við Íslands- dvölina að ná almennilegum svefni þegar sólin skín enn um miðjar nætur!“ stutta spilið Frá fyrstu æfingu Tndastóls sl. laugardag. MYND AF FB-SÍÐU KÖRFUBOLTADEILDAR TINDAST. 33/2018 5

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.