Feykir


Feykir - 05.09.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 05.09.2018, Blaðsíða 6
velur mig fái smá hugmynd um hvernig barnið gæti litið út því það gæti verið að það yrði líkara mér en sæðisgjafanum. Ég hef líka heyrt að fólk tengi meira við ef það á barn fyrir ef maður lítur eitthvað svipað út.“ Nú tók við u.þ.b. árs bið hjá Margréti þar til hún fékk, í byrjun árs 2017, tölvupóst frá Karen, starfsmanni stofnunarinnar, um að hún hefði verið valin af danskri, einstæðri konu og var hún innt eftir því hvort hún væri tilbúin að gefa. Margrét segist hafa rætt málið við fjölskyldu sína því þrátt fyrir að þetta hafi alfarið verið hennar ákvörðun hafi hún viljað að allir vissu hvað hún væri að fara að gera. „Ég samþykkti svo að gefa og þá velur sú sem þiggur eggin stað eða „klíník“. Þessi samtök eru í samstarfi við nokkrar svona stofnanir í heiminum og konan velur hvar þetta verði gert. Þessi kona valdi Kýpur þannig að ég fór þangað í maí og hitti teymið sem er í samskiptum við samtökin þar. Þar var allt tip top. Á flugvellinum tók ljósmóðir á móti mér og hún sá um mig í gegnum allt ferlið. Ég fékk að taka einhvern með mér og mamma fór með í þessa ferð.“ Hormónasprautur tvisvar á dag Áður en Margrét fór til Kýpur þurfti hún að fara í gegnum mánaðarlanga meðferð sem fólst í því að hún þurfti að sprauta sig með hormónum tvisvar á dag, fyrst með hormónum sem bældu kerfið niður, svo með örvandi. „Ég fer á blæðingar þegar verið er að bæla kerfið og svo fer ég að örva eggbúin. Helstu tvö lyfin voru þessi og ég þurfti að sprauta mig tvisvar á dag í mánuð, klukkan sjö á morgnana með einu hormóni og klukkan sjö á kvöldin með öðru og það mátti ekki skeika miklu í tíma. Ég þurfti líka að fara reglulega í blóðprufu á Íslandi þannig að ég þurfti að finna mér kvensjúkdómalækni hér sem gæti verið með mér í ferlinu. Það sem ég gæti helst sett út á er að það væri betra ef samtökin gætu verið með sitt teymi hér en Ísland er auðvitað svo lítið. Þannig að ég var bara með minn kvensjúkdómalækni og sá Margrét Petra Ragnarsdóttir er ósköp venjuleg ung kona sem leggur nú stund á mastersnám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún er búsett í Hafnar- firði en fædd og alin upp að mestu á Sauðárkróki. Móðir hennar er Dóra Ingibjörg Valgarðsdóttir en faðir hennar Ragnar Pétur Pétursson. Á síðasta ári ferðaðist Margrét Petra í tvígang til annarra landa í þeim tilgangi að gefa egg til kvenna sem þurftu á eggjagjöf að halda. Feyki fór þess á leit við Margréti að hún segði okkur aðeins frá ferlinu í kringum eggjagjöfina og hvernig hennar upplifun af því væri. Fyrsta spurningin til Margrétar var að sjálfsögðu hvernig það hefði upphaflega komið til að hún ákvað að gerast egggjafi. „Þetta byrjaði á þeirri frægu síðu, Beauty Tips, þá póstaði ein stelpa þar inn að hún vildi segja sína sögu en hún hafði verið í þessu ferli, að gefa egg, og vildi kynna samtökin sem að þessu standa og segja frá því hvað þau gera fyrir konur og pör sem eru að leita sér þjónustu þarna. Ég greip þetta einhvern veginn bara og hugsaði um þetta í langan tíma, las póstinn hennar mjög oft og hugsaði um þetta, örugglega í fjóra mánuði, áður en ég fór að gera eitthvað í þessu. Svo sendi ég upplýsingar um mig til þessarar stofnunar, Global Egg Donation. Sú sem á hana er búsett í St. Barbara í Californiu. Ég fékk svo svar: „Ef þú vilt halda áfram með umsóknina þá sendi ég ítarlegan spurningalista.“ Ég samþykkti það og listinn var mjög langur, ég þurfti að gefa upp mína sögu, fjölskyldusögu, sjúkdóma í fjölskyldu, hvort ég hef upplifað þunglyndi, á hvaða lyfjum ég hef verið o.s.frv. Ég hef sjálf prófað að nota þunglyndislyf í u.þ.b. mánuð og ég tók það fram í umsókninni. Svo þegar ég var valin vildi fólkið vita hvort þetta hefði verið eitthvað alvarlegt en í rauninni var það ekkert þannig og ég útskýrði það svo að það var allt á yfirborðinu. Þannig að ég kláraði þetta ferli og var þá komin inn í svona gagnabanka. Ég þurfti líka að senda inn fullt af myndum af mér, frá því ég var lítil, þegar ég var tíu ára, þegar ég var unglingur, alveg hvernig ég leit út í gegnum tíðina. Þetta er til að fólkið sem VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Í hugum margra er það að eignast barn afskaplega sjálfsagður hlutur og spurningin um það hvenær sé von á fjölgun er trúlega ein sú algengasta sem ung pör fá. Staðreyndin er hins vegar sú að ófrjósemi er vandamál sem sífellt fleiri eiga við að glíma og eru ástæðurnar margvíslegar svo og úrræðin sem bjóðast. Meðal þeirra úrræða sem hægt er að reyna er að fá egg- eða sæðisfrumur frá öðrum aðila, eitthvað sem við öll höfum heyrt um en kannski höfum við ekki leitt hugann neitt sérlega mikið að því hvaðan þessar frumur koma. Margrét Petra MYND: ELMA KAREN Margrét Petra Ragnarsdóttir Danskir tvíburar bera genin mín 6 33/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.