Feykir


Feykir - 05.09.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 05.09.2018, Blaðsíða 7
konunni sem lét setja upp tvo fósturvísa og eignaðist tvíbura í febrúar. „Ég fékk senda mynd af þeim,“ segir Margrét glöð í bragði. Þannig að þú ert í einhverju sambandi við þau? „Já, ég hakaði í þegar ég sótti um hvort ég vildi að börnin mættu leita til mín þegar þau væru orðin 18 ára. Og mér finnst það ekkert mál, ef foreldrarnir taka ákvörðun um það að allt sé uppi á yfirborðinu, sem er náttúrulega réttur barnsins, en maður hefur auðvitað heyrt um að það eru ekkert allir sem vita af svona. En ef barnið kýs það er það ekkert mál. Maður veit bara hvar mörkin liggja, ég er bara einhver sem aðstoðaði og ef barnið vill kynnast þeirri manneskju þá er það bara allt í lagi. Við höfum samskipti í gegnum Karen hjá Global Egg Donation og hún sendir skilaboðin á milli.“ Mismunandi viðbrögð fólks Aðspurð um hvort hún sé ekkert ung til að takast á við svona verkefni segir Margrét að það séu einmitt konur milli tvítugs og þrítugs sem séu kandídatar sem egggjafar en hún var sjálf 24 ára þegar hún gaf sín egg. Það kemur fram í máli Margrétar að fólk hafi mis- munandi skoðanir á þessu framtaki hennar. Hún segir að til dæmis sé hún mikið spurð að því hvort þetta inngrip í hormónastarfsemina auki ekki líkurnar á krabbameini. Hún segir að það hafi ýmsar rannsóknir verið gerðar á því og vissulega sé einhver fylgni milli gjafa og krabbameins en að sögn kvensjúkdómalæknisins hennar sé sú fylgni ekki marktæk þar sem aðrar breytur gætu haft áhrif á niðurstöðurnar. „En ég var auðvitað alveg búin að hugsa um þetta og ég tók bara þá ákvörðun að ég gæti bara ekki verið að hlusta á allt, ég yrði örugglega alveg geðveik ef ég ætlaði alltaf að vera að hugsa um eitthvert krabbamein. En þetta er auðvitað alltaf áhætta og inngrip í líkamann,“ segir Margrét Petra einbeitt. En voru margir í þínum nánasta hópi sem fannst beinlínis að þú ættir ekki að vera að þessu? „Jú, það voru alveg nokkrir sem forðuðust að tala um þetta og sögðu aldrei neitt en svo frétti ég að þeir væru ekkert Á klíníkinni í LA. mína hluti vel og vera með í ferlinu. En þarna upplifði ég svolítið að ég væri ekki með. En ég talaði um það við konuna sem sá um mig hvernig mér liði og hún náði að ýta þessum hugsunum frá mér.“ Þegar upp var staðið gekk eggheimtan samt vel og eins og í fyrra skiptið komu 15 egg og náðist að frjóvga sjö þeirra. En heppnin var ekki með ástralska parinu, uppsetningin tókst ekki og þau hafa ákveðið að reyna ekki aftur. Þau eiga samt sem áður þá fósturvísa sem afgangs urðu og ráða hvað þau gera við þá. Allt gekk hins vegar eins og í sögu hjá dönsku um að redda þessu sjálf en það er auðvitað greitt fyrir þetta allt. En maður kann eiginlega ekkert á þetta, ég fékk einhverjar leiðbeiningar eins og hvað þyrfti að mæla í blóðprufunni og það voru alltaf hormónin og svo þurfti að senda niðurstöðurnar út. En allra fyrst, áður en allt byrjaði, þurfti ég að fara í mjög miklar blóðprufur, það þurfti að kanna hvort ég væri t.d. með kynsjúkdóma og hvort ég væri góður kandídat í að gefa. Þá er einhvern veginn fundið út hvort frjósemin sé í lagi hjá mér þannig að það sé ekki verið að fara með mig í ferlið og svo gæti ég ekki einu sinni gefið,“ segir Margrét og rifjar upp að í upphafi hafi hún hitt heilsugæslulækni sem féllust bara hendur yfir öllum þeim prufum sem hún þurfti að fara í og lítið verið um svör hjá honum við þeim spurningum sem hún þurfti að spyrja. Daginn eftir komuna til Kýpur hitti Margrét lækninn sem framkvæmdi eggheimt- una og allt leit vel út. „Í rauninni fékk ég bara að vera eins og ég væri í fríi þarna á Kýpur þannig að þetta var mjög auðvelt, maður var kannski pínu þrútinn af hormónunum og líka af hitanum en við mamma vorum eiginlega bara svona túristar þarna.“ Þannig að þér hefur ekkert liðið neitt illa þó það hafi verið búið að ráðskast dálítið með líkamsstarfsemina hjá þér? „Nei, í rauninni ekki, ég fann mjög lítið fyrir þessu, annað en að vera bara aðeins þrútnari og kannski bólgin á móðurlífssvæðinu. Aðeins þreytt en leið bara vel samt en hitinn spilaði þar inn í, ég er ekkert gefin fyrir of mikinn hita. En svo kemur að eggheimtunni sem var í rauninni næstsíðasta daginn sem ég var úti þannig að það var smá áhætta að ég væri að fara heim daginn eftir. En ég fer þarna og ljósmóðirin tekur á móti mér og þjónustan var ótrúlega fín þannig að mér leið aldrei eins og ég væri bara eitthvert kjötstykki. Maður hefur oft heyrt það, meira að segja hérna á Íslandi, að konunum finnist þær vera svo berskjaldaðar þegar er verið að sækja eggin en mér leið ekkert illa og það var hugsað vel um mig. Ég var bara svæfð fyrir eggheimtuna og svo vaknaði ég á eftir og fann ekkert fyrir neinu, það var bara eins og ég væri að byrja á blæðingum. Ég var á klíníkinni í svona tvo tíma og fékk svo að fara og við mamma fórum bara upp á hótelherbergi. Ég svaf eitthvað og þegar ég vaknaði fórum við út að versla, þannig að ferlið var í raun mjög auðvelt fyrir mig. Ekkert sem gerðist eftir á en maður er bara mjög útblásinn þar til maður fer næst á blæðingar, þá losnar um þetta einhvern veginn.“ En svo ertu búin að fara aftur? „Já, ég var búin að hugsa með mér að þetta væri nú bara fínt, að gefa einu sinni. En ég gaf aftur í september 2017 svo það leið ekki langur tími þarna á milli. Þá var það par frá Ástralíu sem valdi mig og ég fékk aftur tölvupóst um hvort ég væri tilbúin til að gefa. Og ég fór bara aftur í sama ferlið, fór og talaði við fjölskylduna mína því þó þetta væri auðvitað mín ákvörðun á endanum vildi ég heldur hafa alla með mér.“ Fannst mikilvægt að skila sínu hlutverki vel Í þetta skiptið fór aðgerðin fram í Los Angeles og fór yngri systir Margrétar með henni út. Ferlið var að þessu sinni talsvert frábrugðið hinu og segir Margrét að greinilega séu til mismunandi leiðir. Í þetta skiptið stóð sprautumeðferðin aðeins tólf daga í stað mánaðar áður og skammturinn af örvandi hormónunum var miklu hærri en í fyrra skiptið. „En ég fann samt engan mun á mér,“ segir Margrét, „ég virðist finna litlar aukaverkanir af hormónunum.“ Að þessu sinni tók engin ljósmóðir á móti Margréti, heldur kona sem sér um eggjagjafana. Margrét segir að meðferðin hafi verið öðruvísi og það virtist vera að líkami hennar tæki ekki eins vel við þessari styttri meðferð. „Ég fann það alveg að læknirinn var eitthvað smá hræddur um að ég væri ekki tilbúin og ég fann svolítið fyrir því að hann hafði áhyggjur og þar upplifði ég í fyrsta skipti að ég væri bara eitthvert dýr sem væri að framleiða fyrir einhvern annan. Það var enginn þarna að pæla í mér og ég man að ég fór þarna út í smá tilfinningarússi. Því þó ég sé bara að gefa en ekki sjálf að ganga í gegnum ófrjósemina, sem er náttúrulega mjög stór partur af ferlinu hjá konunum, þá vil ég samt sem áður gera Systurnar Margrét Petra og Halla Sigríður í LA. MYNDIR ÚR EINKASAFNI Klíníkin í LA. Ledra street, aðalverslunargatan á Kýpur. 33/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.