Feykir


Feykir - 05.09.2018, Qupperneq 8

Feykir - 05.09.2018, Qupperneq 8
voðalega hlynntir þessu en ég fékk aldrei svör um hvers vegna. Þá þurfti ég að ýta því frá mér af því að ég var búin að ákveða að ég ætlaði ekki að taka það með mér að einhverjir væru á móti en það var mikið sjaldgæfara. En auðvitað voru miklar pælingar í gangi eins og „Já, er ég bara að verða afi einhverra barna úti í heimi?“ „Jú, jú, þetta eru þín gen.“ Og svo hlógu þau bara. En ég er alveg búin að aftengja mig frá því að ég sé einhver móðir, það er náttúrulega ekki það sem ég er, en auðvitað hugsar maður stundum, vá það eru til einhverjir einstaklingar með mín gen,“ segir Margrét og bætir við að hún hafi líka fengið viðbrögð frá einstaklingum sem þekktu til fólks sem hefði t.d. misst börn eða gat ekki átt börn og fannst þetta bara ótrúlega fallega gert af því að þá væri þetta til sem möguleiki fyrir fólkið þeirra að gera eitthvað svona. „Það var mikið algengara en einhverjar neikvæðar raddir,“ segir hún. Eins og áður hefur komið fram þykir mörgum tilhugsunin um að eiga afkomendur úti í heimi nokkuð furðuleg. En væri alveg hugsanlegt að egggjafinn hefði ekki hugmynd um hvort aðgerðin hefði tekist eða ekki? „Í öllum tilfellum sem ég þekki til þá hafa konurnar fengið að vita það og líka hversu mörg egg voru tekin og hversu mörg frjóvguðust,“ segir Margrét. „Ég held það sé partur af ferlinu, við höfum rétt á ýmsu þó að það sé kannski takmarkað út frá því sem foreldrarnir vilja en við höfum alltaf þessi grunnréttindi, hversu mörg egg voru tekin, hversu mörg frjóvguðust og hvort þetta tókst. Af því að það er partur af þessu, alla vega hjá mér, tilfinningin að fá smá endurgjöf frá fólkinu, þó þetta tækist ekki eins og það gerði í seinna skiptið, fókið var mjög ánægt en ætlaði ekki að reyna aftur. Og svo hitt, að vita að þetta hafi tekist og að fá mynd af börnunum, það er mjög skrýtið, alveg magnað,“ segir Margrét Petra um leið og hún sýnir blaðamanni mynd af dönsku tvíburunum og það er alveg greinilegt að hún er stolt af sinni hlutdeild í tilveru þeirra. Með þessum skrifum langar mig að minna fólk á þá slysahættu sem fylgir oft notkun hreinsiefna. Við notum þau oft daglega án þess að spá mikið í hvernig réttast sé að meðhöndla efnin. Ég vona að með þessum pistli geti ég komið í veg fyrir slys, því það var einmitt það sem henti mig þegar ég var að nota One Shot stíflueyði – tegundin skiptir svo sem ekki miklu máli þar sem stíflueyðir inniheldur alltaf hættuleg efni. Björgvin Jónsson skrifar Stíflueyðir Veistu hvað innihaldið er eitrað? Margar gerðir eru til af stíflueyði og er One Shot ein þeirra. MYNDIR: BJ En þann 15. júlí síðastliðinn var ég að opna brúsa af stíflueyði, sem ég hef svo oft gert og notað í gegnum árin án sérstakrar fyrirhyggju. En það vildi svo óheppilega til að þegar ég opnaði brúsann þá einfaldlega gaus upp úr flöskunni, sem varð til þess að ég slasaði mig töluvert mikið. Áverkar voru þriðja stigs sýrubruni á læri og minni bruni á handarbaki og svo urðu miklar skemmdir á baðherberginu. Ég er samt mjög heppinn að hafa ekki fengið efnið í augun, að börnin mín hafi ekki verið nálægt þegar slysið átti sér stað og hversu snögg viðbrögð sjúkraflutningamanna og lög- reglumanna voru. Ég hvet því fólk eindregið að fara ofur varlega með þessi efni. Efnið sem ég notaði inniheldur t.d. 91% brenni- steinssýru og aftan á brúsanum stendur að við notkun skuli viðkomandi vera í hönskum. Já, bara í hönskum! Að mínu mati er það ekki nóg, heldur þyrfti að vera í alvöru gúmmíhönskum, með plast Dagur tvö.Svona lítur efnabruni út. Fyrsta myndin sem er tekinn. Þarna er efnið ennþá að brenna á degi eitt Þarna er búið að skera það allt í burtu sem brann.Dagur þrjú. Búið að rimpa saman rétt fyrir neðan hné.Búið að sauma saman fyrir neðan hægra hné. svuntu, með öryggisgleraugu og vera í skóm því það getur skipt gríðarlega miklu máli. Munum að geyma efnin í læstu rými eða það ofarlega að börn nái ekki til þeirra. Ég hvet einnig verslunareigendur til að huga að þessum málum, þar sem þessi efni eru alltof oft í opnum hillum eða rekkum þar sem börn ná auðveldlega til. Gleymum okkur ekki, var- kárni og varúð varnar slysum. Vil ég þakka neyðarverð- inum hjá 112, lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutninga- mönnum og öllu yndislega starfsfólkinu á Landspítalan- um, á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og á Akureyri. Ég læt nokkrar myndir fylgja því þær sýna greinilega hversu hættuleg þessi efni eru. Mæðgurnar Dóra Ingibjörg og Margrét Petra. 8 33/2018

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.