Feykir


Feykir - 05.09.2018, Page 10

Feykir - 05.09.2018, Page 10
Hvernig slakarðu á? Sötra kaffi, smjatta á súkkulaði og les eitt- hvað gáfulegt. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Eiginlega get ég misst af öllu í sjónvarpinu og legg mig sérstaklega fram við að missa af öllum spurningakeppnum. Besta bíómyndin? Hvernig í andskotanum á maður að svara þessu ... ætla að segja bara allt sem kemur frá Coen bræðrum – þeir eru snillingar. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Gunnari á Hlíðarenda – afburðarmaður. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Það virðist sem ég sé sú eina sem kann á þvottavélina og brjóta saman þvottinn. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Tel mig nokkuð sleipa í grillinu og þá gjarnan kusukjöt úr foreldrafjósi. Hættulegasta helgarnammið? Dökkt súkkulaði og rommkúlur. Ekkert hættulegt, frekar lífsnauð- synlegt. Hvernig er eggið best? Í eggja- köku, með tómötum og mozzarella osti, algjört jömmí. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Frestunarárátta (skilaði t.d. þessum svörum degi of seint). Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki og baknag. Hver er elsta minningin sem þú átt? Er ansi gleymin sem er óheppilegt í mínu fagi en ég held að elsta minningin sé tengd einhverju bústússi með foreldrum mínum og Þórði bróðir. Þetta var fyrir tíma leikskólanna, kýr og kindur pössuðu okkur Þórð, sem útskýrir nú kannski ýmislegt í okkar fari svona þegar ég fer að pæla í því. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Hef enga sérstaka löngun til að verða fræg svo pass við þessu. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Get ekki gert upp á milli Njálu og Skugga- baldurs (eftir Sjón) en þær eiga það sammerkt að segja margt í fáum orðum. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Ég þurfti að spyrja samstarfsfólk mitt að þessu. Ég nota víst enga sérstaka frasa en bölva þeim mun meira. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ég væri nú alveg til í að hitta Trump kallinn og fara aðeins yfir nokkur atriði sem snúa að lofts- lagsbreytingum. Hann mætti alveg taka Pútín vin sinn með sér og kannski væri rétt að bjóða Xi Jinping í kvöldverðinn líka. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Það er nú erfitt að spyrja sagnfræðinginn/ fornleifafræðinginn að þessu ... en ætli ég myndi ekki skreppa til ársins 874 og athuga hvort hér var búið að nema land – spurning sem brennur auðvitað á öllum þessa dagana. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Skrambinn! Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu… Markmiðið var að komast til Kúpu áður en Castro væri allur en það er auðvitað of seint. Maður verður bara að vera sveigjanlegur og laga sig að breyttum aðstæðum. Nú er markmiðið að komast til Kúpu áður en ég drepst. Hvernig nemandi varstu? Mér fannst ég alveg frábær nemandi en það er ekki öruggt að kennarar og foreldrar séu mér alveg sammála. Við skulum segja að árangur og ástundun hafi verið sveiflukenndur, fór og fer þó heldur batnandi eftir því sem ég eldist. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Man eigin- lega bara eftir bleika dressinu og hárgreiðslunni. Hlýt að hafa misst meðvitund út af stórkostlegu magni hárlakks. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Um 5-6 ára aldurinn var ég mjög ákveðin í því að verða ballerína og stundaði stífar æfingar í stofunni heima en þetta var auðvitað fyrir tíma YouTube svo sjálfsnám í ballet var bara of erfitt. Svo kom tímabil þar sem ég hneigðist til starfsgreina sem höfðu eitthvað með farartæki að gera því ég hafði snemma mjög gaman að því að “skreppa” eitthvert. En á unglingsaldri fór svo hugurinn að leita til fortíðar og þar hefur hann verið. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Tuskudúkkan Bíbí en hún var skírð í höfuðið á mætri konu sem átti heima á Blönduósi. Á síðasta aldursskeiði tuskudúkkunar var hún meira tuska en dúkka en mér þótti alltaf jafn vænt um hana. Besti ilmurinn? Nýslegin tún og hestalykt (já ég er sveitastelpa). Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Hér gæti komið langur listi af nokkuð dimmri og þunglyndislegri tónlist en þegar við vinkonurnar vorum að fara á sveitaball í Miðgarði og áttum langa leið fyrir höndum þá var ósjaldan sett í spóla (held það hafi ekki verið búið að finna upp geisladiska) með Meatloaf, Queen og Creedence Clearwater Revival og Janis Joplin. Þetta var kannski pínu púkó en okkur var alveg sama – við vorum í stuði! NAFN: Sólborg Una Pálsdóttir. ÁRGANGUR: 1971. FJÖLSKYLDUHAGIR: Gömul var ég gefin Einari Eðvald Einarsyni og saman eigum við eina snót, hana Eddu Björgu. BÚSETA: Syðra-Skörðugili. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Alin upp í Austur- Húnavatnssýslu og er reglulega minnt á það hér í Skagafirði. Foreldrar eru þau Páll Þórðarson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, stórbændur á Sauðanesi. STARF / NÁM: Héraðsskjalavörður Skagfirðinga. Er sagnfræð- ingur og fornleifafræðingur. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Verður maður ekki að haska sér í tjald- útilegu með fjölskyldunni [svarað um mánaðamótin júlí/ ágúst]. Er búin að fresta þessu í allt sumar vegna veðurs – nú kemst ég líklega ekki upp með þetta öllu lengur. Þetta sumar er klárlega ekki fyrir kuldaskræfur. Sólborg Una og Edda Björg á góðri stundu. MYND ÚR EINKASAFNI ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Sólborg Una Bryndís Lilja ráðin mannauðsstjóri HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur ráðið Bryndísi Lilju Hallsdóttur í starf mannauðsstjóra. Bryndís er með B.S. gráðu í sálfræði frá HÍ og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá sama skóla. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Bryndís hefur unnið hjá Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2015 sem verkefnastjóri og mannauðsstjóri. Hún býr í Skaga- firði og verður með starfsaðstöðu á Sauðárkróki. Bryndís mun hefja störf hjá HSN 1. janúar 2019 að loknu fæðingarorlofi. /PF Bryndís Lilja Hallsdóttir. MYND: HSN Flutningabíll valt á Siglu- fjarðarvegi Bílvelta í Fljótum Flutningabíll með rækjuskel innanborðs valt á Siglufjarðar­ vegi, skammt frá Ketilási um klukkan 12 á hádegi í fyrradag. Samkvæmt heimildum Feykis var bílstjórinn fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur en hann mun vera talsvert slasaður. /FE Sem sjá má er bíllinn illa farinn eftir veltuna. AÐSEND MYND 10 33/2018

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.