Feykir


Feykir - 05.09.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 05.09.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 33 TBL 5. september 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Helgistund í friðlýstri kirkju Sjávarborgarkirkja í Skagafirði Sigfús tekur við lyklavöldum Formleg lyklaskipti í Ráðhúsinu á Sauðárkróki Formleg lyklaskipti fóru fram í Ráðhúsinu á Sauðárkróki sl. mánudag þegar Ásta Pálmadóttir, fráfarandi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, afhenti nýjum sveitarstjóra, Sigfúsi Inga Sigfússyni lyklana. Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar segir að oddvitar meirihlutans, Stefán Vagn Stefánsson og Gísli Sigurðsson, hafi þakkað Ástu vel unnin störf og óskað henni velfarn- aðar á komandi tímum og buðu þeir nýjan sveitarstjóra velkominn til starfa. /PF Sunnudaginn 26. ágúst sl. var haldin helgistund í Sjávarborgarkirkju í Skagafirði þar sem léttir sálmar voru sungnir af söfnuðinum við harmonikkuundirleik Rögnvaldar Valbergssonar organista. Prestur var séra Sigríður Gunnarsdóttir. „Þetta var helgistund, ég reyni að hafa messu eða helgistund á hverju sumri á Sjávarborg. Kirkjan er gömul og falleg og skemmtilegt að koma þangað. Kirkjan er friðlýst og í umsjón Þjóðminjasafnsins, hún er ekki sóknarkirkja eins og flestar kirkjur. Borgarbæirnir nota kirkjuna gjarnan fyrir athafnir í fjölskyldunni, þar var t.d fermingarmessa sl. vor. Annars er hún ekki mikið notuð,“ segir Sigríður. Á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands segir að Sjávar- borgarkirkja standi á Borg, klettahöfða skammt frá Sauðárkróki, og rís hátt upp frá sléttlendinu í kring. Þarna var kirkjustaður að minnsta kosti frá því á 14. öld. Kirkjan er úr timbri, byggð af Ólafi Guðmundssyni frá Húsey árið 1853, og stóð húsið upphaflega rétt norðan gamla torfbæjarins. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega kl. 8-18 og eru gestir vinsamlegast beðnir um að ganga vel um. Finnur Friðriksson á Sauðárkróki var meðal kirkju- gesta og tók meðfylgjandi myndir. /PF Baldvin Kristjánsson meðhjálpari í kirkjudyrunum. MYNDIR: FF Miðapantanir í síma 453 5216 Ath. Eingöngu er tekið við miðapöntunum í gegnum síma. Góða skemmtun! við Skagfirðingabraut Fylgist með okkur á Facebook Ósóttar miðapantanir eru seldar 10 mín. fyrir auglýstan sýningartíma (nema um annað sé samið) SUNNUDAG 9. SEPT. KL. 16 HOTEL TRAN- SYLVANÍA 3 Sumarfríið MÁNUDAG 10. SEPT. KL. 20 LOF MÉR AÐ FALLA FIMMTUDAG 13. SEPT. KL. 20 THE HAPPYTIME MURDERS FIMMTUDAG 6. SEPT. KL. 20 THE MEG...mynd með Ólafi Darra í stóru hlutverki 1612 SUNNUDAG 9. SEPT. KL. 20 MAMMA MIA: Here we go again ÍSL. TAL 12 LOKASÝNING Séra Sigríður í prédikunarstól. Rósa Róars, Jóhanna Björns og Finnur Alexander Lazar. 9. mars 1947: Sveinn Sveinsson bóndi í Enni í Viðvíkursveit hlaut byltu af hestbaki“og fór úr liði á honum öxlin“. 1847: Guðmundur Jónsson var skipaður hreppstjóri í Lýtingsstaðahreppi ásamt Jónasi Jónssyni á Syðra- Vatni. Áður höfðu Páll Magnússon á Ytri-Mælifellsá og Gunnlaugur Hinriksson á Tunguhálsi haft þann starfa með höndum. – Ólafur Ólafsson í Sólheimum var hreppstjóri í Akrahreppi eftir Jónatan Þorfinnsson á Uppsölum. /PF Skagfirskur annáll Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947 Í gamla daga... Lyklarnir skipta um hendur. MYND: SKAGAFJORDUR.IS Vonast eftir vatni í nýtanlegu magni Borað eftir köldu vatni á Nöfum Á næstu dögum mun Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hefja borun á könnunarholu fyrir kalt vatn á Nafa­ brúnum ofan við Lindargötu. Holan er staðsett á landi í eigu Sveitarfélagsins og er staðsetning holunnar ákveðinn í samráði við sérfræðinga hjá ÍSOR, Íslenskum Orkurannsóknum. Á heimasíðu Skagafjarðarveitna kemur fram að áætlað sé að bora niður á um 50m dýpi. Ef neysluhæft vatn finnst í nýtanlegu magni í holunni er áætlað að tengja holuna við stofnlögn vatnsveitu sem liggur frá Sauðárgili og að vatnstönkum á Gránumóum. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.