Feykir


Feykir - 12.09.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 12.09.2018, Blaðsíða 5
og nýjan Kana. Þá eru þrír nýir faktorar í mörgum liðum. Þannig að við rennum blint í sjóinn með það hvernig þessir leikmenn koma út og fitta í íslensku deildinni. Dino Butorac er okkar Bosmanleikmaður og segir Ingólfur hann hafa að mörgu leyti komið vel út í leiknum á Hvammstanga. „Hann alla vega virðist falla vel inn í hópinn. Hann er ekki tekinn inn sem byrjunar- liðsmaður en hann hefur reynslu, hefur unnið sænsku deildina tvisvar og spilað í sterkum deildum í Evrópu. Hann er reynslubolti,“ segir Ingólfur. Það tóku margir andköf þegar fréttist að annar reynslu- bolti, Axel Kára, hefði ákveðið að taka sér frí frá körfubolta í bili. Hvað finnst formanninum um það? „Það voru vonbrigði. Það vilja allir hafa einn Axel í sínu liði. Við höfum rætt málin og hann er velkominn aftur hvenær sem hann finnur löngun til að mæta á ný.“ Kvennaboltinn af stað Það eru spennandi tímar framundan í körfuboltanum því meistaraflokkur kvenna er líka farinn í gang en hann hefur ekki verið starfræktur í nokkur ár. Ingólfur segir að spennandi ungur hópur myndi liðið auk þess sem nokkrar eldri ætli sér að koma heim aftur. Þar mætti m.a. nefna þær Kristínu Höllu, Rakel Rós og Lindu Róberts sem kemur eftir áramót. „Við erum spennt að sjá hvernig liðið kemur út í vetur. Það kemur Kani til þeirra núna um miðjan september, sem er að klára sumardeildina í Bandaríkjunum, Tess Ondra Williams. Þær hafa fengið ungan litháenskan þjálfara, Arnoldas Kuncaitis, en hann hefur háskólamenntun í körfu- boltafræðum. Þetta er tekið af alvöru, stór hópur, erlendur leikmaður og flottur erlendur þjálfari,“ segir Ingólfur. Stjórnin mun halda utan um báða meistaraflokka en verið er að vinna í því að setja upp meistaraflokksáð, bæði karla og kvenna. Þá er bara að láta sér hlakka til en fyrsti alvöru leikurinn hjá strákunum verður sunnudag- inn 30. september er leikið verður um titilinn meistarar meistaranna í DHL höllinni í Reykjavík gegn KR en þá mætast ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Dominos- deildin hefst svo 4. október en stelpurnar leika í 1. deild og eiga þær sinn fyrsta leik á útivelli gegn Fjölni þann 6. október. Ingólfur segir aðspurður um væntingar að Tindastóll verði á fullri ferð áfram að halda sér í toppbaráttu hjá körlunum og byggja upp góðan grunn hjá stelpunum. Áfram Tindastóll! F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Knattspyrnudeild Tindastóls Bjarka sagt upp Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls ákvað eftir leikinn gegn Fjarðabyggð á laugardag að segja upp samningi Bjarka Más Árna- sonar sem þjálfað hefur meistaraflokk karla á þessu tímabili. Stjórn knattspyrnu- deildar sendi út fréttatill- ynningu þar sem Bjarka er þakkað framlag hans. „Stjórnin vill koma á framfæri þökkum til Bjarka fyrir starf hans fyrir félagið innan vallar og utan. Hann er einn leikjahæsti leikmaður Tindastóls í sögunni og spilaði sinn 200 leik fyrir félagið í sumar. Í honum fer drengur góður og óskum við honum alls hins besta í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur. Sigurður Halldórsson mun stýra liðinu út tímabilið, ásamt Jóni Stefáni Jónssyni og Guðna Þór Einarssyni.“ Undir yfir- lýsinguna skrifar Rúnar Rúnarsson, formaður knatt- spyrnudeildar Tindastóls. Feykir setti sig í samband við Bjarka Má sem hafði þetta um málið að segja: „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með þessum frábæru strákum og ég hef svo sannarlega gert mitt besta og fannst frábært að vinna með Guðjóni. Og veit ég að strákarnir koma til með að halda sér í deildinni. Er ég bara þakklátur [fyrir] öll þau ár sem ég fékk hjá þessum dásamlega klúbbi, er ég Tindastólsmaður út í gegn, áfram Tindastóll!!!“ Bjarki á að baka ríflega 200 leiki með liði Tindastóls og var valinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2008. Hann tók við liði Tindastóls fyrir þetta tímabil ásamt Guðjóni Erni Jóhannssyni sem nýverið lét af störfum. /PF & ÓAB Meistaraflokkar kvenna og karla í baráttunni í vetur Ingólfur Geir, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. MYND: PF Ingólfur Jón Geirsson / formaður körfuboltadeildar Nú er körfuboltinn farinn að rúlla og fyrsti æfingaleikur Tindastóls að baki en leikið var gegn Skallagrími í íþróttahúsinu á Hvamms- tanga sl. föstudag. Þar völtuðu Stólar yfir Borgnes- inga auðveldlega 91-66. Tindastóll var ekki með fullskipað lið þar sem Danero var í landsliðsverkefni en stífar æfingar hafa verið frá fyrsta degi september- mánaðar. Ingólfur Jón Geirsson, for- maður körfuboltadeildar Tindastóls segir áherslurnar hafa komið skemmtilega í ljós í leiknum með meiri hraða og grimmd og lofi góðu upp á framhaldið. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á liði Tindastóls en helst má nefna að Arnar, Björgvin og Hester eru farnir, Axel Kára ákvað að taka sér frí en komnir eru þeir Danero Thomas, Urald King og Dino Butorac að ógleymdum Brynjari Þór Björnssyni. Oft hafa Kanamálin verið í ólestri hjá íslensku liðunum í upphafi tímabils en nú eru Stólar í góðum málum með Urald King, að mati Ingólfs. „Já, mikill sprengikraftur hjá honum, hefur reynslu af að spila í deildinni og var frákastahæstur í fyrra. Hann þekkir íslensku deildina og veit nákvæmlega hvað hann er að fara út í og fittar vel inn í liðið,“ segir Ingólfur og bætir við að hann sé fljótari en Kani síðasta árs [Hester]. King kemur frá Val og lék með þeim sl. tvö ár. Danero kemur hins vegar frá ÍR, er með íslenskt ríkisfang og íslenska landsliðið sér ástæðu til að hafa hann innan sinna vébanda. Getur þú spáð í hvernig deildin verður í vetur? „Nei, rennum alveg blint í sjóinn. Nú er búið að tvöfalda lotteríið. Áður var Kanalotterí og nú bætist Bosmanlotterí við. Lið eru að taka einn og jafnvel tvo Bosmanleikmenn VIÐTAL Páll Friðriksson 2. deild karla :: Tindastóll – Fjarðabyggð 1-0 Vonin lifir hjá Stólunum Tindastóll og Fjarðabyggð mættust í 20. umferð 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu sl. laugardag á Sauðárkróksvelli. Leikurinn var jafn og ágæt skemmtun en það voru þó gestirnir sem voru skeinuhættari og fengu stundum of langan tíma til að athafna sig fyrir framan vítateig Stólanna. Eftir þetta hertu Stólarnir sóknar- leikinn og fengu tvö bestu færi leiksins í sömu sókninni sem var lagleg. Eftir skot úr teignum sem gestirnir komust fyrir fékk Lamanna boltann fyrir opnu marki en settann framhjá þegar auðveldara virtist að skora. Staðan var 0-0 í hálfleik. Á 68. mínútu fékk Páll Hróar Helgason, leikmaður Fjarða- byggðar, að líta sitt annað gula spjald eftir að Óskar Smári henti honum út af vellinum. Sennilega hafa það verið viðbrögð kappans sem kostuðu hann spjaldið. Sigurmark leiksins kom á 85. mínútu en þá fékk Arnar Ólafs boltann eftir að Benni hafði lent í samstuði við vinstra vítateigs- horn gestanna. Stólarnir vildu víti en dómarinn ákvað að sleppa því og Arnar lék aðeins inn á miðjuna og sveiflaði síðan hægri fætinum og dúndraði boltanum í fjær hornið. Fallbaráttan er nú í algleym- ingi og eru það lið Tindastóls, Hattar og Leiknis sem berjast um að halda sér uppi en lið Hugins Seyðisfirði féll um helgina. Næsti leikur verður einmitt á Seyðisfirði. /ÓAB Bjarka Má, spilandi þjálfara Tindastóls, var sagt upp að leik loknum. MYND: ÓAB 34/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.