Feykir


Feykir - 12.09.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 12.09.2018, Blaðsíða 10
Skotfélagið Markviss Fagnar 30 árum Skotfélagið Markviss fagnaði 30 ára afmæli á laugardaginn, þann 2. september, en félagið hefur starfað óslitið frá því það var stofnað af nokkrum áhugamönnum á Hótel Blönduósi þann 2. september 1988. Í grein sem Guðmann Jónasson, gjaldkeri félagsins, ritar og birtist á Húni.is á afmælisdaginn er farið í grófum dráttum yfir sögu félagsins. Þar kemur m.a. fram að meðal fyrstu verkefna félagsins var að finna hentuga aðstöðu fyrir skotæfingar og fékk félagið að lokum úthlutað svæði austan félagarnir höfðu ýmist dregið sig í hlé eða flutt úr byggðar-laginu. Frá aldamótum hefur hins vegar verið jöfn og þétt uppbygging í félaginu og eru félagar duglegir við að byggja og bæta aðstöðu sína. Auk þess eru árlega haldin Landsmót STÍ á svæðinu. Eitt af virkustu aðildar- félögum STÍ „Skotfélagið Markviss er í dag eitt af virkustu aðildarfélögum STÍ og á keppnisfólk í fremstu röð bæði í hagla- og kúlu- greinum. Félagið er eitt af fyrirmyndarfélögum Íþrótta og Ólympíusambands Íslands og var fyrst aðildarfélaga USAH til að hljóta þá nafnbót árið 2016,“ segir í grein Guðmanns á Huni. is. Núverandi stjórn félagsins skipa: Jón Brynjar Kristjánsson, formaður, Guðmann Jónasson, gjaldkeri og Snjólaug M. Jóns- dóttir, ritari. Meðstjórnendur eru Einar Stefánsson og Þorsteinn Hafþórsson. Svo skemmtilega vildi til að Snjólaug María Jónsdóttir, ritari Markviss, fagnaði afmælinu með því að verja bikarmeist- aratitil sinn á Bikarmóti STÍ í leirdúfuskotfimi en mótið fór fram á velli Skotfélags Reykja- víkur á Álfsnesi um helgina. Snjólaug María sigraði í kvenna- flokki á mótinu og er því bikarmeistari, Þórey Inga Helga- dóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur varð í öðru sæti og Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur í þriðja sæti. /FE mt... s. MYND: F?!?! flugvallarins þar sem það hefur haft aðstöðu síðan. Starfsemi félagsins var kraft- mikil fyrstu árin en undir aldamótin hafði dofnað mjög yfir henni eftir að virkustu Hjá Dagdvöl aldraðra á Sauðárkróki hafa, undanfarið ár, verið haldnar söngstundir vikulega fyrir þá sem nýta sér dagdvölina svo og heimilisfólk á Hjúkrunar- og dvalarheimili HSN. Blaðamaður Feykis leit þar við í gær og hitti að máli sr. Gylfa Jónsson sem er umsjónarmaður stundanna. Aðspurður um hver hafi verið kveikjan að þessum stundum segir Gylfi að hann hafi í rauninni verið að spila og syngja með fullorðnu fólki síðan hann hóf sinn prestskap austur á Höfn í Hornafirði árið 1974 þar sem hann söng með heimilisfólki öldrunarheimilisins og svo síðar á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. „Svo varð ég heimilisprestur á Hrafnistu í Hafnarfirði og þar fór ég fyrst að sjá viðbrögðin við söng. Þannig er að við mitt helgihald hef ég bara spilað sjálfur og ég fór að taka eftir því að fólkið gat sungið svo ótrúlega mikið og vel jafnvel þó að t.d. Alzheimier sjúkdómurinn væri búinn að valda því málstoli,“ segir Gylfi sem fór að skoða málið og komst að því að oftast er það söngurinn og brautirnar úr þeim hluta heilans sem upplifunin er geymd sem síðast hverfur hjá Alzheimiersjúklingum, ekki málið heldur upplifunin eins og söngurinn. „Í fræðunum segir að þó þú getir kannski ekki beðið um vatnsglas getur þú sungið það. Og þessi söngur varðveitist þarna í þeim hluta heilans sem tilfinningarnar eru geymdar og þegar fullorðið fólk er að syngja þessi gömlu lög, sem það man vel og kann mikið til, þá kemur aftur, oft á tíðum, sú góða tilfinning í líkamann sem það átti í gamla daga þegar það var að syngja þessi lög og var upp á sitt besta. Og þess vegna hafa þessi gömlu dægurlög og textar svona ljúf áhrif á fólk,“ segir Gylfi. Það var svo eftir að Gylfi kom í samveru á Dagdvöl aldraðra með Kvenfélagi Hólahrepps í fyrra að Elísabet Pálmadóttir, þáverandi forstöðumaður, fór þess á leit við hann að hann kæmi þangað og væri með nokkrar tónlistar- stundir. Upp frá því hefur Gylfi komið því sem næst vikulega og sungið með fólkinu og segist hann njóta þess mjög. Milli laga fer Gylfi oft með vísur og gamanmál, t.d. gamansögur af prestum sem nóg er til af. Einnig hefur hann stundum haft með sér gesti, til dæmis kom Jóhann Már Jóhannsson í Keflavík og söng með honum nýlega og líka hefur Helga Rós Indriðadóttir komið í heimsókn. Þá hefur Geirmundur Valtýs- son leyst Gylfa af ef hann hefur verið vant við látinn. Gylfi segir mætinguna hafa verið mjög góða og hafi allt að 40 manns verið samankomnir á söngstund. Fljótlega fyllist salurinn af fólki og Gylfi sest við hljóðfærið. Að þessu sinni hefur hann tekið saman á blað nokkra texta við lög Sigfúsar Halldórssonar og fólkið tekur hraustlega undir. Það er augljóst að fólk kann að meta svona stund og ánægjan skín úr andlitunum. Hlakkar til alla vikuna Meðal heimilisfólksins á öldrunar- deildinni er Sigrún Ásgrímsdóttir frá Tjörnum í Sléttuhlíð. Sigrún var á sínum tíma liðtækur harmonikkuleik- ari og það er gaman að fylgjast með henni syngja af innlifun og handa- hreyfingarnar benda til þess að stundum finnist henni sem harmonikkan væri komin í fangið á henni aftur. Sigrún segir að það sé nú reyndar liðin tíð og líklega muni hún gefa barnabörnunum nikkuna. Aðspurð að því hvort hún kunni ekki vel að meta söngstundirnar segir Sigrún. „Jú, alveg hreint, ég lifi á þessu, ég hlakka til söngtímanna alla vikuna. Svo mikið að ég gleymdi að fara í peysu utan yfir mig, slíkur var asinn,“ bætir hún við og hlær innilega. Sigrún, sem er 94 ára gömul, segist alla tíð hafa haft yndi af söng og hafa farið að syngja í kirkjunni um fermingu, jafnvel fyrr. Hún var lengi í kirkju- kórnum á Hofsósi og einnig í Söngfélaginu Hörpunni sem starfaði á sínum tíma út að austan í Skagafirði. Sigrún spilaði mikið á dansleikjum á sínum yngri árum. „Óskaplega mikið, stundum fannst mér bara handleggurinn ekki vera á mér,“ segir hún. „Já, það var svo gaman,“ segir hún aðspurð um hvort hún upplifi gömlu sveitaballa- stemningun á söngstundunum, „þau voru nú skemmtileg, það er ekki hægt að neita því, þar voru allir, ungir og aldnir. Það var mjög gaman.“ Oftast er það söngurinn sem síðast hverfur Söngstundir á Sauðárhæðum VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Sigrún Ásgrímsdóttir frá Tjörnum.Gylfi við hljóðfærið. MYNDIR: FE Sungið á Sauðárhæðum. 10 34/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.