Feykir


Feykir - 12.09.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 12.09.2018, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Lok. Feykir spyr... Hvert er skemmtilegasta eða skrítnasta nafn á kind sem þú hefur heyrt? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Skemmtilegasta og jafnframt skrítnasta nafn er örugglega nafnið á kindinni sem ég og Aðalsteinn bróðir áttum saman en við skírðum hana Jónsmessu Kótilettu.“ Agnes Bára Aradóttir „Brosleit.“ Einar Örn Hreinsson „Það eru mörg einkennileg nöfn og oft svolítið skondin, sem dæmi má nefna Þumalína og nafnið Bolla á hreinræktaða forystu kind er kannski ekki alveg í samhengi.“ Ásdís Ósk Elvarsdóttir „„Kolla með skemmda eyrað“ Hjörleifur Kristinsson á Gilsbakka orti um í kvæðinu. Óþekku ærnar þjóta óspart þær neyta fóta, ég elti þær alltaf og blóta, að því kominn að skjóta. Ég ætla bráðum með Árna, engan þarf hest að járna, að elta útigangs kindur, enda sé lítill vindur. Landið er giljótt og geirað, gamlir lækir og fleira að, svo hvergi er hægt að keyra að, Kollu með skemmda eyrað.“ Frosti Frostason KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Hluta af mér grunar að ég sé algjör aumingi en hinn hlutann að ég sé Guð almáttugur. – John Lennon Su do ku RÉTTUR 1 Lambahjörtu fyrir 4 – sótt á allskonar.is 6-8 hjörtu 4 msk hveiti salt og pipar 1 tsk cayenne pipar 1 msk ólífuolía 1 msk smjör 150 g sveppir, skornir í tvennt 1 epli, flysjað og skorið í bita 1 laukur í sneiðum 1 hvítlauksrif, marið 1 msk Worchestershire sósa 1 tsk timian, þurrkað 1 tsk rifsberjahlaup 2½ dl rjómi salt og pipar Aðferð: Hreinsið hjörtun af allri fitu og himnum, skerið þau í strimla eða litla bita. Blandið saman á disk hveiti, salti, pipar og cayenne pipar og veltið hjörtunum upp úr blöndunni. Hitið smjör og olíu á pönnu við meðalhita og steikið hjörtun í 3-4 mínútur. Bætið lauknum út í og steikið í 4-5 mínútur eða þar til hann er glær. Steikið nú sveppina og eplin með. Hellið Worchestershire sósu yfir, bætið timian i og hrærið vel. Ef þetta festist of mikið við pönnuna má setja smá slettu af vatni. Bætið rjómanum og rifsberja- hlaupinu út í og blandið vel, látið malla í 1-2 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Með þessum rétti er gott að bera fram kartöflur eða kartöflu- stöppu og ferskt salat. Einnig má bera fram soðið pasta með réttinum. RÉTTUR 2 Pottréttur úr lambahjörtum sótt á lambakjot.is 1 kg lambahjörtu 100 g beikon í sneiðum 1 lárviðarlauf ½ tsk timjan, þurrkað ½ tsk basilíka, þurrkuð nýmalaður pipar 300 ml kjötsoð eða vatn 200 ml rauðvín (eða meira soð) 25 g smjör 2-3 gulrætur, skornar í litla bita 200 g perlulaukur, afhýddur 250 g sveppir 300 g strengjabaunir 3-4 msk söxuð steinselja Aðferð: Hjörtun fituhreinsuð og himnudregin og skorin í litla bita. Beikonsneiðarnar eru skornar í litla bita og steiktar í þykkbotna potti þar til fitan er runnin, tekið upp úr með gataspaða. Hjörtun sett í pottinn og steikt í beikonfeitinni þar til þau eru vel brúnuð. Þá er beikonið sett aftur út í ásamt lárviðarlaufi, timiani, basiliku og pipar. Soði og víni hellt yfir og hitað að suðu. Hitinn lækkaður og látið malla við vægan hita í um 1½ klst. Fylgjast þarf með þegar líður á suðutímann og bæta við soði eða vatni ef uppgufun verður of mikil. Smjörið brætt á pönnu og gulrætur, perlulaukur og sveppir látin krauma í því í nokkrar mínútur en síðan hellt í pottinn og hrært. Látið malla í 10-15 mínútur til viðbótar. Strengjabaununum bætt út í, hitað að suðu og látið sjóða í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til baunirnar eru meyrar. Lárviðar- laufið fjarlægt. Hellt í skál og steinselju stráð yfir. Borið fram með t.d. tagliatelle eða hrís- grjónum. RÉTTUR 3 Lifur að arabískum hætti sótt á lambakjot.is 1 lambalifur 3 msk hveiti eða maísmjöl nýmalaður pipar salt 2-3 msk ólífuolía 2 hvítlauksgeirar 1 tsk kumminfræ (cummin) 1 msk paprikuduft ½ tsk chilipipar 1 stíróna Aðferð: Skerið lifrina í ræmur eða þunnar sneiðar og veltið þeim upp úr hveiti, krydduðu með pipar og salti. Hitið olíuna á pönnu. Saxið hvítlaukinn og setjið hann á pönn- una ásamt kumminfræjunum. Setjið lifrina á pönnuna og steikið hana við góðan hita í 1-2 mínútur á hvorri hlið eða þar til hún er rétt tæplega steikt í gegn. Setjið hana á hitað fat. Blandið saman papriku- dufti og chilipipar og stráið svolitlu af blöndunni yfir lifrina en berið fram afganginn í lítlli skál ásamt sítrónubátum til að kreista yfir. Verði ykkur að góðu! Góðgæti úr hjörtum og lifur Nú er sláturtíð hafin og rétt eins og á sama tíma í fyrra ætlar Feykir að taka saman nokkrar uppskriftir úr innmat en líklega er mat- reiðsla úr honum á talsverðu undanhaldi meðal þjóðarinnar. Það er í rauninni mikil synd þar sem hér er um að ræða sérlega hollan og næringarríkan mat. Það er líka hægt að útbúa virkilega fjölbreytta rétti úr þessu ódýra og ljúffenga hráefni. Hér birtast þrjár spennandi uppskriftir að réttum úr hjörtum og lifur. Lifur að arabískum hætti. MYND: LAMBAKJÖT.IS ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) frida@feykir.is 34/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Operation Desert Shield eða Persaflóastríðið var háð á milli bandalags sambandsþjóða Sameinuðu þjóðanna með Bandaríkin í fararbroddi og Íraks og stóð frá 2. ágúst 1990 til 28. febrúar 1991. Stríðið var háð sem svar við innrás Íraks í Kúveit. Ótrúlegt, en kannski satt, þá var „Rock the Casba“ með Clash, fyrsta lagið sem útvarp hersins lék eftir innrásina. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Okkur fylgir veisla á vorin. Í vegi fyrir þjófunum. Blóðguð soðin, borðuð skorin. Bíðum þín á endanum. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.