Feykir


Feykir - 19.09.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 19.09.2018, Blaðsíða 7
TORSKILIN BÆJARNÖFN palli@feykir.is Rannsóknir og leiðréttingar Margeirs Jónssonar Ábær í Austurdal Ábær í Austurdal. Elzta heimild um þetta bæjarnafn er Landnáma. Hún segir þannig frá: „Önundr víss, hét maðr, er land nam frá Merkigili, enn eystra dal alt fyrir austan; enn þá er Eiríkur vildi til fara at nema dalinn allan alt fyrir vestan, þá feldi Önundr blótspán til, at hann skyldi verða víss, hvern tíma Eiríkr mundi til fara at nema dalinn, ok varð þá Önundr skjótari ok skaut yfir ána með tundröru ok helgaði sér svá landit fyrir vestan, ok bjó milli á“. (Land- náma, bls. 142). Eldhylur kallast í Jökulsá og Eldhylsklettur, þar sem Önund- ur skaut örinni, segja munnmæli. Frásögn þessi er býsna merkileg. Af henni virðist mega ráða, að Önundur hafi reist bústað sinn austan Jökulsár (eystri), því eftir orðunum að skilja, hefir liðið tími frá því að hann nam dalinn að austan og þar til hann helgaði sjer landið að vestan. Mjer þykir ólíklegt, að hann hefði fært bústað sinn vestur fyrir ána, enda getur ekki Landnáma um það. Ennfremur ber frásögnin með sjer, að höfundur hennar þekkir ekki bæjarnafnið. Veit það aðeins, að Önundur „bjó milli á“. Og það er hárrjett, hafi Önundur búið á Ábæ, því Ábæjará fellur að norðan, en Tinná að sunnan við bæinn, þó ekki allnærri. Hefði Önundur búið vestan ár, gat frásögnin síður staðist, því milli Jökulsánna liggur hár háls eða fell, og mjög langt milli ánna, enda var Jökulsá vestari í landnámi annars manns. Jeg hygg líka, að bústaður Önundar hafi upphaflega heitið Bær, og höfundur Landnámu hafi heyrt getið um bæ Önundar, en ekki varað sig á því, að það væri sjerheiti bæjarins. Þetta styðst líka við orðalag í „Ábæjarbrjefi“ svonefndu. (Nafnið síðar. Utan á brjefinu er skrifað: ábæ, en það er með hendi frá 17. öld.) Brjefið er frumritað á skinn, ársett 1499 og er til heilt og óskaddað, Í því segir, að „Jón Jónsson lukti heilagri Hólakirkju jörðina alla á Bæ, er liggur í Dölum í Skagafirði“ (Dipl. ísl. V. b., bls. 422). Orðalag þetta sýnir, að sagt hefir verið á Bæ, en ekki í Bæ, sem mun vera málvenja um aðra Bæjar-bæi landsins (sbr. í Bæ í Borgarfirði - sjá Sturlungu, og í Bæ á Höfðaströnd, í Bæ í Hrútafirði o.s.frv.). Af þessu má álykta, að forsetningin á festist smámsaman við Bæ og þá mynd bæjarheitið Ábær. Ef bærinn hefði verið kendur við á, hlaut bærinn að heita Árbær, og þekkjast þau heiti í Rangárvalla-, Árnes-, Gullbringu- og Kjósar- og Ísafjarðarsýslu. Heitið „Ábær“ er einstætt í þessari mynd og styður það líka tilgátu mína. Árna Magnússyni hefir fundist bærinn rjettnefndari „Árbær“, því þannig ritar hann nafnið í Jarðbók sinni (sjá Safn t.s. Ísl. IV. B., bls. 421 og 423), og er það auðvitað eignarfalls- myndin ár af á, en uppruna nafnsins hefir hann misskilið, og ekki fellt sig við „Ábær“, ef bærinn dró nafn sitt af á, sem líka var rjett athugað. Ekki verður sagt með vissu hvenær heitið Bær breytist í „Ábær“. Í Sigurðarregistri stendur Ábær (Dipl.Ísl. IX, b., bls. 301) árið 1525, og í eignaskrá Hólastóls 1550 (Dipl. XI., bls. 861). Í máldagaskrá Ólafs biskups Rögnvaldssonar, sem talin er frá árunum 1461 - 1510, finst ritað Ábær, en skráin er víða máð á frumbrjefinu, og hefur því verið farið eftir yngri afskriftum af brjefinu á pörtum við prentun þess. Hefir það því ekki fult sönnunargildi í þessu efni (Dipl. V., bls. 247-251. Sjá hinar fróðlegu athugasemdir dr. Jóns Þorkelssonar um skrána). Enn skal þess getið, að í próv- entubrjefi Sveins Guðmunds- sonar árið 1464 er ritað á ábæjar . . . (Dipl. V., bls. 434). Mætti af þessu ætla, að Ábæjarnafnið hefði náð festu á 15. öldinni, en almennt verið nefnt á Bæ fram að þeim tíma (sbr. Ábær „á millum á“, Dipl. II, b., bls. 463). Ábæjarkirkja á eyðibýlinu Ábæ í Austurdal í Skagafirði. Kirkjan var byggð 1922 en bærinn hefur verið í eyði síðan 1941. MYND: KIRKJUKORT.NET 35/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.