Feykir


Feykir - 19.09.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 19.09.2018, Blaðsíða 8
við erum þá með 80-90 hesta í heildina, jafnvel fleiri ef við erum að fara langt. Ég er sjálfur með svona 40-50 hesta í þessu og svo fæ ég lánað hjá vinum og nágrönnum til viðbótar, það eru allir rosalega liprir og liðlegir við mann.“ Eru menn hér á svæðinu yfirleitt hestamenn? „Já, það eru langflestir sem eiga hesta og nota þá svona heima á búunum og sér til skemmtunar líka. Það eru náttúrulega nokkrir bæir hérna sem eru í þessu líka í atvinnuskyni, að rækta og temja og selja og hafa verið í þessu lengi. Svo eru þetta mikil sauðfjárbú sem eru hérna líka og menn hafa nú hesta í kringum það, í sína vinnu, til að smala og þannig. Aðspurður um ferðirnar í kringum stóðréttirnar segir Haukur að þær ferðir hafi verið mjög vinsælar lengi, bæði hjá Íslendingum og útlendingum. „Þetta eru stórir hópar yfirleitt sem taka þátt í smalamennskunum eins og við gerum, við erum með svona fjögurra til fimm daga ferðir í kringum þetta. Og hluta af því erum við að ríða með smölunum að sækja hrossin eins og núna um næstu helgi, þá ríðum við upp á Laxárdal, og þar erum við að fylgja þeim eftir á laugardeginum.“ Haukur leggur af stað með hópinn sinn um hádegisbil á fimmtudegi en hann segir suma hópa koma lengra að og leggja fyrr af stað. „Núna erum við að gera hestana klára og húsið og þess háttar. Svo ríðum við af stað á morgun, förum í Stóru-Giljá, og á föstudaginn rekum við hestana niður með Húnavatninu og upp með Laxá á Ásum, niður á Blönduós og svo ríðum við eins og fínt fólk í gegnum bæinn, oft fáum við lögregluna til þess að hjálpa okkur í gegnum umferðina. Og eins og fólk elskar nú náttúruna hérna þá finnst þeim alveg svaðalegt sport að ríða í gegnum bæinn í lögreglufylgd,“ segir Haukur hlæjandi. „Svo ríðum við fram Langadal og förum með hestana í Strjúgsstaði. Þaðan ríðum við upp Strjúgsskarð á laugardagsmorgni og allur dagurinn er inni á þessum fallega eyðidal, Laxárdal. Það er engin byggð þar nema rétt norðast í dalnum. Það er rosa upplifun og gaman að því.“ Í Hvammi í Vatnsdal býr Haukur Suska Garðarsson sem rekur þar ferðaþjónustu- fyrirtæki sitt Hestar og ferðir. Haukur er alinn upp í Reykjavík en segist hafa dvalið öll sumur í sveitinni hjá afa sínum og ömmu á Röðli, skammt frá Blönduósi. Árið 2001 keypti hann Hvamm ásamt þáverandi konu sinni og saman byggðu þau fyrirtækið upp. Haukur, sem segist búa nær eingöngu með hross og ferðamenn, hefur undanfarin ár farið með stóra hópa ferðamanna í stóðsmölun í tengslum við Skrapatungurétt og Víðidalstungurétt. Það var um miðja síðustu viku að blaðamaður tók hús á Hauki, sem þá var í óða önn að gera allt klárt fyrir hópferð í Skrapatungurétt, og fékk hann til að segja sér örlítið frá hestamennskunni og ferðunum sem hann býður upp á. Umhverfi sem býður upp á marga möguleika Haukur segir að umhverfið í kringum hann bjóði upp á frábærar reiðleiðir og hann fari mikið með hópana sína um sveitirnar í kring, yfir Hópið og Húnavatnið og út á Vatnsnes. Einnig er farið upp á heiðarnar í kring, s.s. Auðkúluheiði, Grímstunguheiði og Hauka- gilsheiði og stundum jafnvel alveg suður yfir heiðar. „Þetta er mikið gósenland í hestaferðum,“ segir Haukur, „og nóg af leiðum.“ Hann segir að flestir viðskiptavinirnir séu útlendingar og komi þeir víða að, allt frá Ástralíu. Mest sé þó um þýskumælandi fólk, frá Austurríki, Sviss og Þýskalandi, þar sem er mikil Íslandshestahefð, en einnig komi margir frá Skandinavíu. Sumir viðskiptavinirnir koma jafnvel aftur og aftur og eftirspurnin eftir ferðum fer vaxandi. Hóparnir sem farið er með eru oft í kringum 15 manns svo það hlýtur að þurfa talsvert marga hesta til lengri ferða. „Ég hef nú alltaf verið með dáldið marga hesta, það er svo gaman,“ segir Haukur. „Við erum oft svona fimm ríðandi með gestunum þannig að kannski eru þetta svona rúmlega 20 knapar og VIÐTAL Fríða Eyj´ólfsdóttir Ein af stærstu stóðréttunum á Norðurlandi vestra, Skrapatungurétt, er nú rétt nýafstaðin en framundan eru Laufskálarétt og Víðidalstungurétt. Árlega laða þessar réttir að sér þúsundir gesta, hjá sumum er þetta hluti af bústörfunum, að smala stóðinu af fjalli, aðrir koma til að sýna sig og sjá aðra því vissulega er hér um mikil mannamót að ræða. Svo eru þeir einnig til sem láta sig ekki muna um að ferðast landanna og jafnvel heimsálfanna á milli í þeim tilgangi að upplifa þá stemningu að þeysast á vökrum hesti um afréttina og fá að taka þátt í smalamennskunni og réttastörfunum sem fylgja. Hestur, hundur og maður. Haukur Suska Garðarsson og bestu vinir mannsins. MYND: FE Haukur Suska hestamaður í Hvammi í Vatnsdal „Ef þú vilt kynnast ekta dæmi á Íslandi þá mætir þú í stóðrétt“ 8 35/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.