Feykir


Feykir - 19.09.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 19.09.2018, Blaðsíða 11
Tillögur að friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar Umhverfisstofnun hefur hafið formlega kynningu á tillögum að friðlýsingu svæða í verndarflokki áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða sbr. ályktun Alþingis, nr. 13/141, frá 14. janúar 2013. Svæðin sem nú eru lögð fram til kynningar eru: 1. Suðurland - vatnasvið Tungnaár: 24 Tungnaárlón og 25 Bjallavirkjun 2. Suðurland - vatnasvið Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu: 32 Gýgjarfossvirkjun og 33 Bláfellsvirkjun 3. Suðurland - vatnasvið Hólmsár: 20 Hólmsárvirkjun við Einhyrning, með miðlun Kynningartími er þrír mánuðir eða til 14. desember 2018. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Umhverfisstofnunar: umhverfisstofnun.is. Athugasemdum skal skilað inn á vefsíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með bréfpósti; Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími: 591-2000 Fax: 591-2020 Netfang: ust@ust.is www.umhverfisstofnun.is Unnur, fráfarandi oddviti Húnaþings, skoraði á mig að skrifa eitthvað í Feyki og ég skorast ekki undan því frekar en öðru sem ég er beðinn um að gera. Ég er fæddur og uppalinn á Hvammstanga og flutti aftur heim fyrir 14 árum eftir námsdvöl á Suðurlandinu. En um hvað á ég að skrifa? Kannski ég tali bara um hvað það er gott að búa í Húnaþingi vestra og sérstaklega gott að ala upp börn, og hversu fjölbreytt afþreying er í boði á svæðinu. Eldri dóttir mín er að æfa knattspyrnu, fimleika og sund hjá Umf. Kormáki, samtals borga ég 10.000 krónur á önn í æfingagjöld eða 20.000 fyrir veturinn, sem er örugglega lægsta æfingagjald á landinu. Auk þess er hún að læra á píanó í tónlistarskólanum. Yngri dóttir mín er líka að læra á píanó, síðan er hún í íþróttaskóla og æfir blak, badminton og fimleika hjá Umf. Kormáki. Auk þess æfir hún hestafimleika og er á reiðnámskeiðum hjá Hestamannafélaginu Þyt. Það vantar ekki afþreyinguna fyrir ungt fólk í Húnaþingi vestra. Ekkert skutl og allt í rölt færi! Ásamt því að starfa sem íþróttakennari á Hvammstanga á ég sæti í sveitastjórn Húnaþings vestra. Í sveitastjórninni höfum við undanfarið borið gæfu til þess að vinna saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu í málum, sama í hvaða stjórnmálaflokki fólk er og erum ekkert að ulla hvert á annað eins þeir gera fyrir sunnan. Því mun betra er að standa saman en að vera í stöðugum innbyrðis illdeilum. Það er gott að búa í Húnaþingi vestra! - - - - - Ég skora á Sigurð Þór Ágústsson skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra að skrifa næsta pistil. ÁSKORENDAPENNINN Magnús Eðvaldsson Hvammstanga Gott að búa í Húnaþingi vestra UMSJÓN Páll Friðriksson Magnús fer yfir málin. MYND AÐSEND Leikfélag Sauðárkróks Komið með varanlegt húsnæði Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar fyrir helgi var lagður fram kaupsamningur á milli Leikfélags Sauðárkróks og sveitarfélagsins sem selur Leik- félaginu 50% óskiptan eignarhlut í fasteigninni Borgarflöt 17E, Sauðárkróki. Söluverð er 7.500.000 kr. Byggðarráðið samþykkti framlagðan kaupsamning sem undirritaður var daginn eftir af Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra og Sigurlaugu Dóru Ingimundardóttur, formanni LS. „Þessi aðstaða breytir mjög miklu fyrir Leikfélagið. Við fáum öruggt pláss fyrir dótið okkar og aðstöðu fyrir fundi, samlestur og samhristing. Húsnæðismál hafa verið í frekar miklu brasi undanfarin árin eða alveg síðan við urðum að flytja út úr Leikborg. Undan- farið hefur dótið okkur verið í það litlu rými að við getum ekki með góðu móti gengið um það. Þetta verður því mjög mikill munur.“ segir Sigurlaug Dóra. Æfingar eru hafnar á haustverkefni Leikfélagsins, Ævintýrabókinni, sem er skemmtileg sýning og hentar fyrir alla í fjölskyldunni. Sigurlaug Dóra segir að 25 leikarar stígi á svið í leikritinu en alls koma yfir 40 manns að sýningunni. „Það verður því mikil leikgleði í Bifröst á komandi vikum,“ segir hún. /PF Sigurlaug Dóra og Sigfús Ingi handsala samninginn sl. föstudag. MYND: PF 35/2018 11

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.