Feykir


Feykir - 19.09.2018, Blaðsíða 15

Feykir - 19.09.2018, Blaðsíða 15
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Lóð. Feykir spyr... Hvert er skemmtilegasta eða skrítnasta nafn á hrossi sem þú hefur heyrt? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Skrítnasta/skemmtilegasta nafn sem ég hef heyrt á hrossi er Perla.“ Perla Ruth Albertsdóttir „Kúbídós. Þetta nafn var auðvitað frá snillingnum Stebba heitnum á Keldulandi.“ Þorlákur Sigurbjörnsson „Björn bóndi á Hofsstöðum átti meri sem hét Hoppaló.“ Rósa María Vésteinsdóttir „Það er Ferminga- Skeifnarauður hans Agnars á Miklabæ.“ Friðrik Þór Jónsson KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Það er betra að lifa eitt ár sem tígrisdýr en hundrað ár sem kind. – Madonna Su do ku er því næst sett í fjórar skálar og látin standa í ísskáp þar til hún hefur stífnað. Borin fram með ferskum berjum og þeyttum rjóma. Verði ykkur að góðu! Við skorum á Ósk Jóhannsdóttur og Guðmann Valdimarsson. Ásdís Adda Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, og Sigurgeir Þór Jónasson, rafmagnsverkfræðingur, eru matgæðingar vikunnar, að þessu sinni. Þau búa á Blönduósi ásamt sonum sínum tveimur, þeim Arnóri Frey og Ísari Val en þangað fluttu þau fyrir ári síðan eftir níu ára búsetu í Danmörku við nám og störf. „Við ætlum að deila með ykkur uppskrift af humarpizzu sem er í algjöru uppáhaldi og fljótlegri og góðri súkkulaðimús í eftirrétt,“ segja þau. AÐALRÉTTUR Humarpizza Ef pizzasteinn er til á heimilinu mælum við eindregið með því að nota hann. 1 skammtur pizzadeig rjómaostur 1 dós tómatpúrra 350 g humarhalar 50 g smjör 4-5 fínt saxaðir hvítlauksgeirar paprika, skorin niður 1 poki af rifnum mozarella osti fersk basilika Aðferð: Humarinn er skelflettur og görnin hreinsuð úr, smjörið brætt og hvítlauknum bætt út í. Humarhölum velt upp úr bráðnu hvítlaukssmjörinu. Næst er pizzadeigið flatt út, rjómaosti og tómatpúrru blandað saman í jöfnum hlutföllum og smurt á pizzabotninn. Mozarella osti stráð yfir og paprikan sett á pizzuna. Pizzan sett í ofninn og bökuð þar til hún á nokkrar mínútur eftir, þá er humrinum bætt út á og látinn bakast með síðustu mínúturnar. Ferskri basiliku stráð yfir pizzuna áður en hún er borin fram. EFTIRRÉTTUR Súkkulaðimús (fyrir 4) 100 g suðusúkkulaði 2 eggjarauður 2½ dl rjómi Aðferð: Súkkulaði brætt yfir vatnsbaði og látið kólna aðeins áður en eggjarauðum er hrært saman við. Hrærið þar til blandan er orðin slétt. Rjómi þeyttur létt og blandað við súkkulaðiblönduna í litlum skömmtum með sleikju þar til allt hefur blandast vel. Súkkulaðimúsin Humarpizza og súkkulaðimús ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Ásdís Adda og Sigurgeir Þór matreiða Ásdís Adda og Sigurgeir Þór með synina. MYND ÚR EINKASAFNI Súkkulaðimús. MYND AF NETINU 35/2018 15 Ótrúlegt – en kannski satt.. Íslenski hesturinn var nefndur þarfasti þjónninn í gegnum aldirnar og ýmislegt við hann kennt, ekki síst graðhestana. Túrhestar, lestarhestar og hjólhestar eru þekktir og sumir hlægja eða borða eins og hestar. Graðhestaskyr var þekkt á árum áður og ótrúlegt, en kannski satt, þá var orðið graðhestatónlist fyrst notað til að lýsa tónlist Bítlanna í tímaritinu Fálkinn frá árinu 1964. Vísindavefurinn segir að greinin hafi fjallað um firmakeppni hesta. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Undir hús mig hafa þarf. Hef í tímamæli starf. Lítill partur punds ég er. Púðrið í því sem skráð er hér. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.