Feykir


Feykir - 03.10.2018, Qupperneq 1

Feykir - 03.10.2018, Qupperneq 1
37 TBL 3. október 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 8 Stefanía Sigurðardóttir á Sauðárkróki sér um áskorendapennann Að vera fjölburaforeldri BLS. 4 Helga Rós Indriðadóttir og Skagfirski kammerkórinn Ráðast í metnaðarfullt stórvirki Rúnar Björn Herrera Þorkelsson svarar Rabb-a-babbi Eggið er best í pönnuköku Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Aðgengi að Hrútey hefur verið bætt verulega í ár, segir Róbert Daníel Jónsson á Blönduósi, sem tók meðfylgjandi mynd með flygildi í gærmorgun. „Nú er bara að klára málið og gera gömlu Blöndubrúna að göngubrú út í Hrútey eins og til stóð.“ Róbert skrifar á fésbókarsíðu sína að Blönduósbær hafi fengið úthlutað 32 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess verkefnis að koma gömlu Blöndubrúnni frá 1897 á sinn stað og gera hana að göngubrú út í Hrútey. „Með þeirri framkvæmd batnar aðgengi að eynni samhliða því að elsta samgöngumannvirki á Íslandi verður varðveitt.“ Hrútey er skrautfjöður í hatti Blöndu- ósbæjar, umlukin jökulánni Blöndu, segir á heimasíðu Skógræktarfélags Hrútey við Blönduósbæ í alfaraleið Aðgengi mikið bætt Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Náttúruperlan Hrútey séð úr lofti en unnið hefur verið að bættu aðgengi undanfarið. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON Hofsós Rakelarhátíð á sunnudaginn Fjáröflunarskemmtun til styrktar Minningarsjóði Rakelar Pálmadóttur verður haldin í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi sunnudaginn 7. október kl. 14:00. Feðginin Ruth Ragnarsdóttir og Ragnar Þór Jónsson flytja ljúfa tóna, og nemendur Grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar sjá um fjölbreytt skemmti- atriði. Ræðumaður dagsins er sr. Halla Rut Stefásdóttir. Í tilkynningu kemur fram að miðaverð sé kr. 2000 fyrir fullorðna en frítt fyrir grunnskólabörn og yngri. /PF Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! Íslands. Eyjan skartar fjölbreyttum gróðri en mest ber á trjágróðri og lyngmóum. Birki og stafafura er áberandi en ýmsar aðrar trjátegundir þrífast ágætlega. Fjöldamargar aðrar tegundir plantna eru í eyjunni og fuglalíf auðugt og þar á gæsin griðland ásamt öðrum fuglum. Hrútey, sem friðuð var og gerð að fólkvangi árið 1975, er tilvalinn útivistar- og áningarstaður en þar eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum. Svæðið er opið almenningi en fylgja ber reglum um umferð og afnot og ber að geta þess að eyjan er friðuð fyrir allri umferð frá 20. apríl til 20. júní vegna varps fugla, einkum gæsa. /PF

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.