Feykir


Feykir - 03.10.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 03.10.2018, Blaðsíða 3
Margt að gerast hjá Farskólanum Ýmis námskeið í boði fyrir matvælaframleiðendur Nemendur á námskeiði í úrbeiningu ásamt leiðbeinanda. Vörusmiðja BioPol er einkar hentug fyrir hvers konar matvælaframleiðslu. MYND: HALLDÓR B. GUNNLAUGSSON Nýlega hófst á vegum Farskólans og námskeiðsröð í fullvinnslu ýmiss konar landbúnaðarafurða. Námskeiðin eru öll haldin í Matarsmiðju BioPol á Skagaströnd og eru styrkt og niðurgreidd af SSNV, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Fyrirhugað er að halda nokkur mismunandi dagsnámskeið og verður hægt að sækja stök námskeið eða alla nám- skeiðsröðina sé þess óskað. Nú þegar hafa nokkrir hópar farið í gegnum námskeið í úrbeiningu og er fullbókað á það næsta sem haldið er á morgun fimmtudag. Námskeiðin sem boðið er upp á eru: Úrbeining á kind, heit- og kaldreyking á villibráð, pate- og kæfugerð, fars-, pylsu- og bjúgnagerð, hrápylsugerð, söltun og reyking og að þurrka og grafa kjöt. Í fyrravetur stóð Farskólinn fyrir námskeiðinu „Matarsmiðja – Beint frá býli“ í Skagafirði. Námskeiðið mæltist mjög vel fyrir og nú á að endurtaka leikinn í Húnavatnssýslum. Á nám- skeiðið kemur fjöldi gestafyrir- lesara, farið verður yfir hrein- lætis- og örverufræði, úrbeiningu og vinnslu, geymsluþol, merk- ingar, vöruþróun, uppskrifta- gerð, gæðamál, lög og reglur og sölu- og markaðsmál. Mikil áhersla verður lögð á verklega þáttinn og farið yfir framleiðslu á vörum úr kindakjöti. Þá fá þátttakendur einn vinnsludag í Vörusmiðju BioPol á Skaga- strönd endurgjaldslaust. Námskeiðið verður haldið miðsvæðis í Húnavatnssýslum og er áætlað að það hefjist í lok október. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er tíu þátttakendur. SSNV er einnig bakhjarl þessa námskeiðs. /FE 60áraDanslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks 1957-1971 Langar þig í Salinn? Enn höldum við áfram með getraunaleikinn okkar um það hver sé á myndinni. Leikurinn er í samstarfi við tónleikahaldara danslaga- keppninnar á Króknum, sem slógu í gegn á Sæluvikunni á Sauðárkróki 2017 og síðasta vetur í Salnum Kópavogi. Verða þeir endurfluttir í Salnum Kópavogi 2. nóvember klukkan 20:30. Þeir voru margir sem þekktu kappann í síðasta blaði en þar var á ferðinni Gunnar Páll Ingólfsson sem spilaði með hljómsveit Hauks Þorsteins- sonar, var kjötiðnaðarmaður á Króknum og samdi trúlega eitt þekktasta lagið sem þátt tók í danslagakeppnum Kvenfé- lagsins, Útlagann, við texta Davíðs Stefánssonar. Dregið var úr réttum svörum og kom nafn Ingi- bjargar Jóhannesdóttur, Ketu í Hegranesi, upp úr hattinum. Getur hún komið á skrifstofu Feykis og nálgast tvo miða á tónleikana. Hver er konan? Nú spyrjum við á ný: Hver er konan á myndinni? Hún átti nokkur lög í keppn- unum, líkt og pabbi hennar, sem er kannski eitt af þekktari tónskáldum Skagafjarðar. Þessi kona átti sigurlag í keppninni, Júnínótt, og eftir að tilkynnt var hver væri höfundur, gekk sú saga um bæinn að það gæti bara ekki verið að hún ætti lagið, svo fallegt væri það - pabbi hennar hlyti bara að vera höfundurinn. En hún átti svo sannarlega lagið, og mörg önnur falleg í keppnunum, og verður m.a flutt lag eftir hana í Salnum þann 2. nóvember nk. Svör skulu berast eigi síðar en mánudaginn 8. október nk. á netfangið palli@feykir.is. /PF Hver er konan? Verið velkomin á KS daga 11. og 12. október 2018 Komdu og gerðu góð kaup! Hvatapeningar hjá Svf. Skagafirði Kanna samspil hvata- peninga og æfingagjalda Formaður félags- og tómstundanefndar Svf. Skagafjarðar og frístundastjóri kynntu niðurstöður fundar með formanni og framkvæmdastjóra UMSS um samspil hvatapeninga annars vegar og æfingagjalda íþróttafélaganna hins vegar á fundi nefndar- innar í gær. Málið verður unnið áfram og var samþykkt að leggja tillögu fyrir nefndina við seinni umræðu fjárhagsáætlunar en það er vilji nefndarinnar að gera betur í þeim málum er varða hvatapeninga til skagfirskra ungmenna. /PF 37/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.