Feykir


Feykir - 03.10.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 03.10.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Fótbolti.net gerir upp fótboltasumarið Fjórar Stólastúlkur í liði ársins Fótbolti.net gekkst fyrir vali á liði ársins í fótboltanum nú á dögunum og voru það þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem völdu listann. Tindastóll var með lið í báðum 2. deild- unum, karla og kvenna, og reyndust stúlkurnar heldur atkvæðameiri, enda komust þær upp um deild á meðan brekkan var meiri hjá strákunum. Fjórar stúlkur komast í átján manna hóp úrvalsliðsins en aðeins einn strákanna. Í lið ársins hjá stelpunum komust Bryndís Rut Haralds- dóttir, varnarmaskína,, Vigdís Edda Friðriksdóttir, kantari, og Murielle Tiernan, ofursenter, í byrjunarliðið en bakvörðurinn Laufey Harpa Halldórsdóttir fékk sæti á bekknum. Mur var einnig valin besti leikmaður 2. deildar og fékk þar fullt hús atkvæða en hún varð markahæst í deildinni með 24 mörk í 14 leikjum. Glæsilegur árangur. Hjá strákunum var það bara Stefan Lamanna sem komst í lið ársins en þessi eldsnöggi kantari varð þó að gera sér að góðu að fá sér sæti á varamannabekk úrvalsliðsins. /ÓAB Lið KR og Tindastóls mættust sl. sunnu- dagskvöld í DHL-höllinni í Vesturbæ Reykja- víkur í leik þar sem í ljós kom hverjir væru meistarar meistaranna. Það voru semsagt Íslandsmeistararnir sem tóku á móti bikar- meisturunum og það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda – Stólarnir voru mun betri og sigruðu 72-103 og fengu afhentan bikar af því tilefni. Bæði lið tóku smá tíma í að stilla miðið í byrjun leiks en eftir að Björn Kristjáns hafði komið KR yfir, 8-7, þá náðu Stólarnir yfir- höndinni og gerðu næstu níu stig leiksins. KR- ingum gekk afleitlega að spila boltanum gegn vörn Tindastóls og misstu hann ítrekað og þá voru Stólarnir að fara illa með Vesturbæingana í sóknarfráköstum. Það eru geysimörg vopn í vopnabúri Stólanna og heimamönnum gekk illa að stoppa þá. Staðan 15-24 þegar annar leikhluti hófst og þá setti Pétur tvo þrista og munurinn orðinn 15 stig. KR náði þó aðeins að krafsa sig inn í leikinn á meðan Friðrik Stefáns átti nokkuð skrautlega innkomu sem hann verður vonandi fljótur að hrista af sér. KR minnkaði muninn í tíu stig en körfur frá Brynjari og Butaric komu muninum upp í heilbrigð 16 stig. Í hálfleik var staðan 34-50. Lið KR kom betur stemmt til leiks í upphafi þriðja leikhluta og minnkaði muninn í ellefu stig, 41-52, en Urald King og Danero svöruðu fyrir Tindastól og skömmu síðar var munur- inn orðinn átján stig, 45-63. Heimamenn náðu öðru góðu áhlaupi með Julian Boyd í stuði og nú minnkuðu þeir muninn í níu stig en þá komu þrjár glæsitroðslur frá King og Tinda- stólsmenn náðu völdum á ný. Pétur bætti við fimm stigum undir lok leikhlutans og staðan 58-74 þegar síðasti leikhlutinn hófst. Pétur og Helgi Margeirs gerðu hvor sinn þristinn í upphafi fjórða og KR-ingar lögðu árar í bát. Stólarnir léku við hvern sinn fingur og munurinn jókst jafnt og þétt. Síðustu mín- úturnar voru það svo ungu mennirnir sem fengu að spreyta sig í báðum liðum, enda úrslitin löngu ráðin. Finnbogi stal boltanum og lagði í körfu KR-inga til að koma Stólunum í 100 stigin og Ragnar Ágústs kláraði leikinn með laglegum þristi. Stólarnir eru því komnir með einn nettan bikar eftir fyrsta alvöruleik haustsins og voru vel að sigrinum komnir. KR-ingum var (nánast) vorkunn að verjast byrjunarliði Stólanna með sínar fjórar frábæru skyttur (Pétur, Brilla, Dino og Danero) og sívinnandi skopparabolta (King) í teignum! Og ekki skemmdu þeir fyrir sem komu af bekknum. Viðars-vörnin er engu lík og Helgi Rafn virt- ist eiga ánægjulega stund í DHL-höllinni þetta kvöld. Þá komu þeir fínir inn Hannes Ingi, Helgi Margeirs og hinir. Atkvæðamestur Tindastólsmanna var Urald King með 27 stig og átta fráköst, Pétur gerði 19 stig og átti sex stoðsendingar, Brynjar Þór var með 17 stig og fimm stoðsendingar, Danero 12 stig og sex fráköst og Dino var með 11 stig. Leikmenn Tindastóls voru með 131 punkt í framlag á meðan lið KR var með 73 punkta. Næst fá Stólarnir Þór Þorlákshöfn í heim- sókn á Krókinn á morgun þegar alvara Dominos-deildarinnar hefst. /ÓAB Meistarar meistaranna 2018. Efri röð frá vinstri: Árný Lilja sjúkraþjálfari, Ingólfur Geirs formaður, Israel Martin þjálfari, Dino Butaric, Helgi Margeirs, Helgi Viggós, Danero Thomas og Urald King. Neðri röð f.v.: Ragnar Ágústs, Hannes Más, Pétur Birgis, Viðar Ágústs, Finnbogi Bjarna, Friðrik Stefáns og Brynjar Björns. MYNDIR AF SÍÐU KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR TINDASTÓLS / KARFAN.IS Tindastólsmenn fagna og Helgi Viggós fyrirliði þeytir bikarnum í loftið.Arnar Geir (fyrir miðju) ásamt félögum sínum. MYND AF NETINU Meistarar meistaranna : KR – Tindastóll 72-103 Stólarnir yfirmeistarar Murielle Tiearnan fór mikinn með Stólunum í sumar og var valin besti leikmaður 2. deildar kvenna. MYND: ÓAB Golfmót í Missouri USA Arnar Geir gerir gott mót Á heimasíðunni Kylfingur.is segir af því að þrír íslenskir kylfingar kepptu á Missouri Valley Fall Invitational á Marshall vellinum í Missouri dagana 24.-25. september en það vour þeir Arnar Geir Hjartarson, Birgir Björn Magnússon og Gunnar Blöndahl Guðmundsson. Króksarinn Arnar Geir og liðsfélagar hans í Missouri Valley stóðu uppi sem sigurveg- arar í mótinu á 16 höggum undir pari. Arnar lék mjög vel og endaði í 5. sæti í einstakl- ingskeppninni, höggi undir pari. Birgir Björn endaði í 4. sæti á höggi undir pari í einstaklings- keppninni en hann og Gunnar keppa fyrir hönd Bethany skólans sem varð í öðru sæti í liðakeppninni. Gunnar lék sam- tals á 10 höggum yfir pari og endaði í 19. sæti í einstaklings- keppninni. /ÓAB 37/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.