Feykir


Feykir - 03.10.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 03.10.2018, Blaðsíða 7
líka þekkt lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Jórunni Viðar, Emil Thoroddsen og ekki má gleyma lögum eftir Eyþór Stefánsson og Pétur Sigurðsson, okkar skagfirsku tónskáld. Lögin eru útsett sérstaklega fyrir þennan viðburð, þessa hljóð- færaskipan, þannig að það það mun breyta upplifun okkar af þeim sem eigum því að venjast að heyra þau með píanóundirleik og það er mjög spennandi. Eftir hlé flytjum við svo Magnificat sem er í sjö köflum, grípandi, fallegt og aðgengilegt verk með sól og birtu og suðrænum takti. Verkefnið fékk styrk úr fullveldissjóði og þetta er eitt af stærri verkefnunum hér norðanlands. Það má segja að þetta sé dæmi um hvað íslenskt kórafólk er að fást við núna miðað við hvernig íslenskt tónlistarlíf var statt fyrir 100 árum síðan.“ En hvaða gildi hefur það fyrir verkefnið að hafa fengið styrk úr fullveldissjóði? „Við gætum þetta ekkert annars. Það er fjöldi fólks sem kemur að þessu og mikil vinna sem liggur að baki. Það þarf að greiða laun og húsaleigu en til að svona viðburður verði að veruleika er fólk oft tilbúið að leggja ýmislegt á sig. Kórfólkið er að leggja fram bæði kost og húsnæði og ýmsa snúninga. Við erum svo heppin að formaður okkar kórs, Svanhildur Pálsdóttir, tók að sér framkvæmdastjórn en það er að mörgu að hyggja við skipulagningu svona stórs verkefnis þannig að allt gangi upp,“ segir Helga. „Fullveldisstyrkurinn skiptir sköpum. En það er líka mikill heiður að vera eitt af þessum verkefnum sem hljóta styrk úr Fullveldissjóði. En svo eru komnir fleiri styrkir í þetta eins og frá Tónlistarsjóði, Upp- byggingarsjóði Norðurlands vestra, Menningarsetrinu í Varmahlíð og Menningarsjóði KS og erum við afar þakklát fyrir það,“ bætir Helga við. „Við hlökkum mikið til og vonandi hrífast áheyrendur með okkur.“ Dagskráin verður flutt þrisvar sinnum. Í Miðgarði sunnudaginn 21. október klukkan 16:00, laugardaginn 27. október í Bíóhöllinni á Akranesi klukkan 16:00 og að síðustu sunnudaginn 28. október í Langholtskirkju klukkan 16:00. Miðasala er á miði.is og við innganginn. þessari suðrænu sól inn í verkið til sín. Og ég hugsaði með mér að þetta hentaði okkur bara alveg ágætlega sem erum náttúrulega hérna á norðurhjara, að fá svolitla sól og suðræna birtu inn í það sem við værum að takast á við.“ Mikil áskorun fyrir alla Æfingar á verkinu hófust í fyrrahaust, í september, meðfram öðrum föstum liðum sem eru á dagskrá kórsins. Í vor hafði kórinn opna æfingu á verkinu í Miðgarði og í haust hafa svo verið mjög þéttar æfingar. Helga segir að kórinn muni væntanlega telja um 40 manns þegar samstarfsaðilarnir úr Kammerkór Norðurlands hafi bæst við. Hljómsveitina, sem Guðmundur Óli hefur sett saman, skipa svo 15 manns. „Svo erum við svo heppin að hafa hann Thomas Higgerson sem hefur spilað á æfingunum með okkur,“ bætir Helga við. Helga segir að sér þyki alveg stórkostlegt hvað kórfólkið sé tilbúið að leggja á sig. „Sumir kunna engar nótur og læra þetta mest eftir eyranu á æfingunum. Þau undirbúa sig mjög mikið heima þannig að þau eru að taka mjög mikinn tíma í þetta. Og svo erum við líka að æfa um helgar, við erum t.d. með æfingu daginn eftir Laufskálarétt, þá er sameiginleg æfing með Kammerkór Norðurlands þannig að það er alveg heill sunnudagur og svo er helgin sem tónleikarnir verða haldnir alveg undir- lögð, föstudagskvöldið, allur laugardagurinn og sunnudag- urinn fram að tónleikunum. En þeim finnst þetta gaman, að takast á við nýtt og krefjandi verkefni, og það þykir mér líka. Það er rosalega gaman þegar þetta er allt að smella saman. Verkið er á latínu og þetta er oft mjög erfitt í takti, þannig að þetta er mikil áskorun fyrir okkur öll,“ segir Helga og það er auðheyrt að hún er hreykin af hópnum sínum. Tónleikarnir verða tví- skiptir, fyrir hlé verða flutt íslensk einsöngslög og dúett- ar, útsett fyrir undirleik hljóm- sveitarinnar. „Þar fengum við til liðs við okkur Kolbein Jón Ketilsson, tenórsöngvara, þannig að við verðum þar tvö,“ segir Helga. „Kolbeinn, sem býr í Noregi, er einn af okkar fremstu tenórsöngvurum, þó hann hafi ekki verið áberandi hérna upp á síðkastið en það er gaman að fá að heyra í honum. Við völdum falleg íslensk lög, samin á síðustu 100 árum. Við erum til dæmis með Sólsetursljóð eftir Bjarna Þorsteinsson og einn dúett úr Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson. Svo eru Frá æfingu kóranna í Miðgarði síðastliðinn sunnudag. Mjög skemmtilegt og gefandi verkefni Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi og útsetjari Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveitarstjóri, stjórnar á tónleikum Skagfirska kammer- kórsins og samstarfsaðila þeirra. Hann annast einnig útsetningar á einsöngslögunum sem flutt verða í dagskránni. Blaðamaður lagði leið sína í Miðgarð sl. sunnudag þar sem fram fóru strangar æfingar hjá Skagfirska Kammerkórnum og Kammerkór Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla sem þó gaf sér tíma til að setjast niður augnablik og segja okkur örlítið frá hans aðkomu að verkefninu. „Í fyrsta lagi er það mjög skemmtilegt og metnaðarfullt hjá Skagfirska kammerkórnum og Helgu að ráðast í svona stórt verkefni og mér fannst mjög gaman að þau skyldu hafa samband við mig um að vinna þetta með þeim. Þetta verk eftir Rutter er mjög skemmtilegt og gefandi verk, bæði fyrir áheyrendur og flytjendur. Þetta er ný músík en gengur beint inn í hjartað á fólki,“ segir Guðmundur. Aðspurður um einsöngs- og tvísöngslögin sem þau Helga Rós og Kolbeinn munu flytja segir Guðmundur Óli að hér sé um að ræða alþekkt lög sem nú verði flutt í nýjum búningi. „Það sem er óvenjulegt við þetta er að við flytjum þau með hljómsveit og ég er að vinna útsetningar á þessum lögum sem öll eru skrifuð út fyrir píanó og söngrödd og þannig þekkjum við þessi lög og höfum heyrt þau í gegnum tíðina. Það er mjög skemmtilegt og gefandi verkefni að nálgast þessi lög undir þessu sjónarhorni og þegar ég fer að skrifa þetta út fyrir hljómsveit þá heyrir maður alveg, í sumum tilfellum, að tónskáldin hafa ekkert endilega hugsað undirspilið sem píanómúsík. Músík er stundum skrifuð fyrir ákveðið hljóðfæri og fellur og nýtur sín fyrst og fremst með því og þegar þú ferð að yfirfæra það á annað hljóðfæri þá missir hún einhvern veginn karakterinn af því að hann liggur dálítið í því hvernig hljóðfærið virkar og hvað virkar á viðkomandi hljóðfæri. En sum af þessum lögum eru bara alls ekkert þannig, þau falla ekkert sérlega vel að píanóinu. Stundum er verið að leita að svona þykkum og þéttum og breiðum og liggjandi hljómi en það er akkúrat það sem píanóið getur ekki. Maður hefur þess vegna á tilfinningunni, með alla vega sum af þessum lögum, að þetta sé þeirra rétti karakter, hljómsveitarundirspil en ekki píanóundirspil.“ Guðmundur segist aðspurður ekki geta fullyrt neitt um það hvort lögin séu nú loks að klæðast í sinn rétta búning en óneitanlega kvikni hjá honum vangaveltur þar að lútandi. Sem dæmi nefnir hann lagið Í fögrum dal eftir Emil Thoroddsen sem skrifað er sem leikhúsmúsík með löngum forleik og eftirspili sem nær aldrei séu flutt. „En þegar ég er búinn að skrifa þetta út fyrir hljómsveitina þá hugsa ég, „já hann hefur hugsað þetta fyrir leikhúshljómsveit og síðan kemur söngurinn inn í þetta.“ Og það er svo gaman að geta hugsað með sér að kannski sé þetta í fyrsta sinn sem lagið hljómar eins og höfundurinn gæti hafað hugsað sér það. Það er gaman að nálgast þetta svona, þetta stækkar hljóminn og lögin. Sum þeirra fara jafnvel að hljóma eins og dramatískar aríur í óperu en maður heyrir það ekkert endilega þannig með píanóinu. Þannig að þetta er mjög skemmtilegt,“ segir hljómsveitarstjórinn og snýr sér aftur að kórstjórninni þar sem söngfólkið bíður spennt eftir að takast á við krefjandi verkefni dagsins. Guðmundur Óli stjórnar á æfingu. 37/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.