Feykir


Feykir - 03.10.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 03.10.2018, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Skeið. Feykir spyr... Hvað leikur þú? Spurt á leikæfingu í Bifröst á Ævintýrabókinni. UMSJÓN palli@feykir.is „Stígvélaða köttinn. Hann mjálmar og sveiflar sverði.“ Ingi Sigurþór Gunnarson „Ég er að leika Öskubusku. Hún mátar skó og þarf að hlusta á stjúpuna öskra á sig.“ Berglind Björg Sigurðardóttir „Ég er að leika dverg sem heitir Kútur. Hann er mjög feitur og skemmtilegur.“ Fannar Örn Pétursson „Ég er að leika dverg. Hann er mjög kátur og alltaf hress en er pínu vitlaus.“ Hlífar Óli Dagsson KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Tvo daga á ári getum við ekkert gert – gærdaginn og morgundaginn. – Mahatma Gandhi Su do ku 2 msk þeyttur rjómi 3-4 msk flórsykur Aðferð: Tertan skreytt með því að dreifa súkkulaðirúsínum ofan á. Við skorum á Steinunni Valdísi Jónsdóttur og Sigurð Inga Ragnarsson. Verði ykkur að góðu! Uppskriftir þessarar viku koma úr Skagafirðinum en það eru hjónin Hulda Björg Jónsdóttir og Konráð Leó Jóhannsson sem gefa okkur þær. Þau búa á Sauðárkrói og starfa bæði hjá FISK Seafood, Konráð sem viðhaldsmaður og Hulda er starfsmanna- og gæðastjóri Þau telja því vel við hæfi að gefa uppskrift af ljúffengum þorskhnökkum sem þau segja að vel sé hægt að nota spari líka og ekki saki að fá sér marengstertusneið í eftirrétt :) AÐALRÉTTUR Góðir þorskhnakkar 4 hnakkar 8 hvítlauksrif ½ rauð paprika ½ græn paprika 1 rauðlaukur, saxaður 1 fiskiteningur 1 kjúklingateningur ½ l vatn 2 tsk karrí 1 tsk cummen matreiðslurjómi Aðferð: Léttsteikið lauk, bætið í hvítlauk og papriku. Vatn látið út í og teningar og krydd. Veltið þorsk- hnökkunum upp úr hveiti og kryddið með salti og pipar og brúnið þá á pönnu. Hnakkar settir í eldfast mót og helmingur af grænmetisblönd- unni settur yfir. Eldið í ofni við 200°C í 20 mínútur. Hinn helmingurinn af grænmetisblöndunni er settur í pott og notaður í sósu sem er þykkt með matreiðslurjóma. Berið fram með til dæmis sætum kartöflum með rós- marín og fersku salati. EFTIRRÉTTUR Marengsterta með súkkulaðirúsínum 4 eggjahvítur 200 g sykur 2 bollar Rice Krispies Aðferð: Eggjahvítur og sykur er stíf- þeytt og Rice Krispies sett varlega saman við. Á milli botna: 1 peli rjómi 1 poki af ljósum súkkulaðirúsínum Krem ofan á tertu: 4 eggjarauður 100 g brætt suðusúkkulaði Góðir þorskhnakkar og marengsterta ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Hulda og Konni á Sauðárkróki matreiða Hulda og Konráð með börnunum sínum fimm sem eru á aldrinum 10 - 21 árs.. MYND Þorskhnakkar. Ekki er um sama rétt að ræða og í greininni. MYND AF NETINU 37/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Krossgátuspilið Skrafl er borðspil sem gengur út á að mynda orð úr stöfum sem dregnir eru af handahófi á leikborð sem skipt er í 15x15 reiti. Hver reitur gefur mismörg stig og hver stafur einnig og vinnur sá sem sem flest stig fær. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er uncopyrightable eina 15 stafa enska orðið þar sem hver stafur kemur bara einu sinni fyrir í stafsetningunni. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ég á þátt í munna að metta. Mynda haldgóð efni í klæði. Fákum hvöt úr spori að spretta. Spotti af löngum söguþræði. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.