Feykir


Feykir - 03.10.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 03.10.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 37 TBL 3. október 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Hér hvílir séra Marteinn prestur Vígsla sögutorgs í Höskuldsstaðakirkjugarði Miðvikudaginn 26. september heimsótti biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, Höskuldsstaðakirkju og var með helgistund í kirkjunni. Að henni lokinni var gengið út í elsta hluta kirkjugarðsins og vígði biskup þar sögutorg sem hlaðið var í sumar. Sögutorgið er hlaðið úr grjóti, klætt utan með grasþökum og hellulagt með náttúrugrjóti. Inni í sögutorginu er á stalli gamall rúnalegsteinn sem talinn er hafa verið settur yfir Martein Þjóðólfsson, prest á Höskulds- stöðum, dáinn 1383. Steinninn er stuðlabergssteinn og trúlega sóttur í Stafanúpinn fyrir ofan Höskulds- staði. „Á honum stendur með greinilegu rúnaletri Hér hvílir séra Marteinn prestur. Er rúnasteinsins getið í skýrslu til fornleifanefndar 1820 og einnig í vísitasíu 1910. Innan sögutorgsins verður hann vel sýnilegur í framtíðinni og aðgengi- legur þeim sem leggja leið sína í kirkjugarðinn. Helgi Sigurðsson, frá Ökrum í Blönduhlíð, sá um að hlaða sögutorgið en hönnuður þess er Guðmundur Rafn Sigurðsson, umsjónarmaður kirkjugarða,“ segir Björg Bjarnadóttir í sóknarnefnd Höskuldsstaðakirkju. Hún segir minningarsjóð hjón- anna frá Garði og Vindhæli og Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra hafa styrkt þetta verkefni myndarlega ásamt kirkjugarðasjóði. Fyrirhugað er einnig að koma tveimur 19. aldar minnismerkjum fyrir innan sögutorgsins en þau þarfnast nokkurrar viðgerðar. Sömuleiðis verður komið þar fyrir upplýsingaskilti um sögu Höskulds- staðakirkju og skýli yfir rúnastein- inn til að verja hann umhverfis- áhrifum. Bryndís Valbjarnardóttir, sókn- arprestur á Skagaströnd, segir í pistli á Húna.is að núverandi sóknarnefnd Höskuldsstaðasóknar hafi fyrst fyrir fjórum árum frétt af rúnasteininum í kirkjugarðinum. Ákveðið hafi verið að búa betur um steininn og gera hann sýnilegri með því að flytja hann sem næst þeim stað þar sem hans er fyrst getið í síðari tíma heimildum um 1820. /PF Sprækur sem lækur enn í dag Feykir.is 10 ára Í síðustu viku voru liðin tíu ár síðan Feykir.is fór formlega í loftið í fyrsta sinn. Margt manna mætti í kynningarhóf föstudaginn 26. september 2008 sem haldið var á Hótel Mælifelli en um kvöldið var síðan formlega opnuð á Laufskálaréttarskemmtun í reið- höllinni á Sauðárkróki. Ritstjóri Feykis og aðalhvatamaður að uppsetningu vefs- ins var Guðný Jóhannesdóttir sem nú starfar sem ferðaþjónustubóndi og kennari í Eyjafirði. Óhætt er að segja að viðtökur Feykis.is hafi verið góðar í gegnum áratuginn og samstarfið við íbúa Norðurlands vestra allt hið ágætasta. /PF Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. „Hér hvílir séra Marteinn prestur.“ Frá vígsludeginum í Höskuldsstaðakirkjugarði. MYNDIR: BJÖRG BJARNADÓTTIR Vilja skrifstofu matvæla og landbúnaðar Byggðarráð skorar á ráðuneyti að afturkalla ákvörðun sína Byggðarráð Svf. Skagafjarðar mótmælir þeirri ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að hætta við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu matvæla og landbúnaðar. Í fundargerð ráðsins kemur fram að ákvörðunin veki furðu þar sem á þriðja tug manna sótti um starfið, matsnefnd hefur verið að störfum, búið var að taka nokkra umsækjendur í viðtal og sérstök hæfnisnefnd var búin að skila ráðherra greinargerð, skv. heimildum fjölmiðla. „Ætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis er að sameina skrifstofuna, sem hefur verið ein þriggja fagskrifstofa sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undir skrifstofu alþjóðamála. Hættan á slíkum gjörningi er sú að vægi matvæla og landbúnaðar verði enn minna en þegar er sem er slæmt fyrir hagsmuni íslensks landbúnaðar,“ segir í fundargerðinni. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að afturkalla ákvörðun sína og ljúka því ráðningarferli sem var nær fullbúið. /PF Rakelarhátíð Fjáröflunarskemmtun til styrktar Minningarsjóði Rakelar Pálmadóttur verður haldin í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi sunnudaginn 7. október kl. 14:00. Feðginin Ruth Ragnarsdóttir og Ragnar Þór Jónsson flytja okkur ljúfa tóna. Ræðumaður dagsins er sr. Halla Rut Stefánsdóttir. Nemendur Grunnskólans og Tónlistarskólans sjá um fjölbreytt skemmtiatriði. Miðaverð: Fullorðnir kr. 2000,- Frítt fyrir grunnskólabörn og yngri. Kaffihlaðborð að dagskrá lokinni. Posi verður á staðnum. Grunnskólinn austan Vatna, Hofsósi Frá opnunarteiti Feykis.is fyrir 10 árum. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.