Feykir


Feykir - 10.10.2018, Side 2

Feykir - 10.10.2018, Side 2
Enn á ný er komið haust. Það er sama hvort við höfum orðið þess vör að það sé yfirhöfuð nokkurt sumar, haustið lætur ekki bíða eftir sér. Með haustinu breytist takturinn í lífinu. Sumir hlutir taka enda, aðrir eiga sitt upphaf með haustkomunni. Tíma bæjarh- átíðanna lýkur, hjólhýsi og tjaldvagnar hverfa af þjóð- vegunum og ferðamannastaðir loka eða draga stórlega úr starfsemi. En við taka aðrir hlutir. Margs konar félags- starfsemi sem legið hefur í dvala yfir sumartímann lifnar við og fólk tekur að sækja fundi og alls kyns samkomur, saumaklúbbarnir taka fram prjóna og nálar, bútasaumshelgarnar á Löngumýri hefjast, skólarnir taka til starfa og svo mætti lengi telja. Um síðustu helgi var ég svo heppin að fá að njóta tveggja viðburða sem fylgja haustinu hjá okkur hér í Skagafirðinum. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera boðið á lokaæfingu á Ævintýrabókinni hjá Leikfélagi Sauðárkróks þar sem hinar ýmsu persónur sem okkur eru öllum vel kunnar frá barnæsku bar fyrir augu í meðförum margra ungra, og nokkurra sem fremur mætti kalla síungra, leikara. Það er fullkomlega óhætt að mæla með þessari líflegu sýningu sem bæði börn og fullorðnir geta skemmt sér yfir. Ég fór líka á fjáröflunarsamkomu hjá Minningarsjóði Rakelar Pálmadóttur á Hofsósi. Að vanda var það hin notalegasta skemmtun og var hún afar fjölsótt að þessu sinni. Ræðumaður dagsins var sr. Halla Rut Stefánsdóttir og einnig flutti Pálmi Rögnvaldsson ræðu. Bæði gerðu þau að umtalsefni í ræðum sínum hve mikilvægt það er að halda í gleðina og jákvætt viðhorf í þeim verkefnum sem lífið færir okkur. Það er svo sannarlega gott veganesti inn í komandi vetur sem er árstíð sem mörgum reynist erfið, þrátt fyrir allt það félagsstarf og afþreyingu sem í boði er, vítt og breitt um landið. Ég nefndi það í upphafi að stundum yrðum við sumarsins lítið vör, rétt eins og margir landsmenn upplifðu síðasta sumar. Það sama á við um lífið sjálft, sumir fara í gegnum það án þess að sjá oft til sólar. Ástæðurnar geta verið margar og því miður eru það margir sem gefa sér lítinn tíma til annars en að borða, sofa og éta, eins og sagt er. Maðurinn er félagsvera og það að koma saman og gleðjast í góðra vina hópi er öllum nauðsynlegt. Leggjum okkur því fram um það að njóta alls þess skemmtilega sem haustið og veturinn hafa upp á að bjóða á komandi mánuðum. Njóta en ekki þjóta. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Maður er manns gaman Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Húnavallaskóli er kominn með nýja heima- síðu en unnið hefur verið að henni um nokkurt skeið. Eldri síðan þótti vera orðin barn síns tíma og tímabært að uppfæra hana í takti við nýja tækni í miðlun. Húnavallaskóli Ný heimasíða Háskólinn á Hólum Brautskráning að hausti Föstudaginn 5, október sl. hlutu tíu manns diplómugráðu frá Háskólanum á Hólum, af þremur mismunandi námsleiðum. Frá Ferðamáladeild brautskráðust fjórir með diplómu í viðburðastjórnun og tveir með diplómu í ferðamálafræði. Fjórir bættust í hóp diplómuhafa í fiskeldisfræði, frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Á heimasíðu skólans segir að athöfnin hafi farið fram heima á Hólum og hafist með ávarpi rektors, Erlu Bjarkar Örnólfs- dóttur. Að því loknu tóku deildarstjórarnir, Laufey Har- aldsdóttir og Bjarni Kristófer Frá brautskráningu Háskólan á Hólum. MYND: GBE Kristjánsson við, og brautskráðu sína nemendur. Við þetta tækifæri var Sigríði Bjarnadóttur veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í diplómunámi í ferðamálafræði. Öllum viðstöddum var síðan boðið til veglegs kaffisamsætis, í umsjón Ferðaþjónustunnar á Hólum. /PF Smíðakennsla í Blönduskóla Vilja uppbyggingu skólahúsnæðis Fræðslunefnd Blönduósbæjar krefst úrbóta í smíðakennslu við Blönduskóla. Leggur nefndin til að unnin verði 3ja-5 ára áætlun um uppbygg- ingu skólahúsnæðis með tilliti til þeirrar aðstöðu sem vantar í skólann og þarf að bæta. Um er að ræða aðstöðu til smíðakennslu og heimilisfræði, auk þess sem koma þyrfti upp betri aðstöðu fyrir textílmennt og myndmennt. Í fundargerð nefndarinnar er bent á að rétt væri að skoða samhliða frekari viðbætur við eldhús m.t.t. að þar yrði rekið fullbúið mötuneyti og stækkun skóladagheimili. Samhliða þessari áætlun krefst fræðslunefnd þess að komið verði upp kennsluaðstöðu í smíðum til bráðabirgða svo hægt verði að kenna smíðar meðan á uppbyggingu fyrr- greindar aðstöðu stendur. Minnt er á það í bókun að Blönduósbær hafi nú þegar fengið áminningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna skorts á smíðakennslu en á síðasta ári var úrbótum lofað sem ekki hefur enn verið staðið við. /PF Háskólinn á Hólum Eiríkur Rögnvaldsson hlaut heiðursverðlaun Skagfirðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson, sem starfaði lengi sem prófessor hjá Háskóli Íslands, hlaut heiðursverðlaun DV fyrir framlag til íslenskra málvísinda og tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti Eiríki heiðursverð- launin við hátíðlega athöfn sl. föstudag í höfuðstöðvum Frjálsrar fjölmiðlunar. Í umsögn dómnefndar sagði m.a. „Íslensk menning væri ekki til ef ekki væri fyrir tungumálið. Fáir ef nokkrir hafa eflt íslenska málvitund og hjálpað til við að halda tungumálinu lifandi og Eiríkur Rögnvaldsson. Eiríkur kenndi málvísindi og íslensku við Háskóla Íslands í 37 ár, 25 af þeim sem prófessor. Nú nýtur hann lífsins sem emerítus og getur stoltur litið til baka yfir farsælan feril. Auk kennslu hefur hann skrifað fræðigreinar og bækur um málfræði, hljóðfræði og annað sem tengist íslenskri tungu. Eiríkur er margverðlaunaður og hlaut meðal annars riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2017. Eiríkur hefur ávallt verið meðvitaður um að tungan verði að aðlagast til að lifa af. Hefur hann því til dæmis beitt sér fyrir eflingu tungumálsins í hinum stafræna heimi og tekið inn nýtt persónufornafn inn í beygingar-fræðina til að ná utan um fólk sem skilgreinir sig sem kynsegin. Framlag Eiríks til íslenskrar menn-ingar er því ómetanlegt.“ /PF Eiríkur ásamt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. MYND: DV.IS Á síðunni er sagt frá því að Jóhanna María Kristjánsdóttir, frá Húnsstöðum og fyrrum nemandi skólans hafi haft umsjón með verkinu á vegu Stefnu ehf. Næstu vikur verður unnið að því að setja meira efni inn á síðuna með það að markmiði að bæta upplýsingaflæði frá skólanum og einfalda upplýsingaleit fyrir nemendur, foreldra og aðra þá sem eiga samskipti við skólann. /PF 2 38/2018

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.