Feykir


Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 3
Fimmtán bátar lönduðu á Skaga- strönd í síðustu viku og var sam- anlagður afli þeirra rúm 252 tonn. Af þeim var Kristinn SH aflahæstur með tæpt 41 tonn. Á Hvammstanga landaði Harpa HU tíu og hálfu tonni og á Sauðár- króki lönduðu 14 skip og bátar rúmum 792 tonnum. Drangey SK var þeirra aflahæst með 184 tonn. Heildarafli vikunnar á Norður- landi vestra var 1.054.982 kíló. /FE Aflatölur 30. sept. – 6. okt. 2018 á Norðurlandi vestra Tæp 800 tonn á land á Króknum SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 2.514 Daðey GK 777 Lína 16.330 Dúddi Gísla GK 48 Lína 14.651 Fengsæll HU 56 Landbeitt lína 59 Guðbjörg GK 666 Lína 5.574 Hulda GK 17 Landbeitt lína 6.084 Hulda GK 17 Lína 35.973 Katrín GK 266 Landbeitt lína 5.196 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 40.998 Lilja SH 16 Lína 30.175 Magnús HU 23 Landbeitt lína 16.262 Onni HU 36 Dragnót 12.802 Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfiskinet 1.221 Óli á Stað GK 99 Lína 38.446 Sævík GK 757 Lína 25.746 Alls á Skagaströnd 252.031 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Þorskfiskinet 911 Dagur SK 17 Rækjuvarpa 16.993 Drangey SK 2 Botnvarpa 184.456 Fjölnir GK 157 Lína 69.016 Hafborg SK 54 Þorskfiskinet 7.591 Hafey SK 10 Handfæri 575 Jóhanna Gísladóttir GK 557 Lína 67.211 Kristín GK 457 Lína 68.717 Málmey SK 1 Botnvarpa 168.349 Onni HU 36 Dragnót 11.118 Páll Jónsson GK 7 Lína 79.755 Sighvatur GK 57 Lína 55.117 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 3.016 Þorleifur EA 88 Dragnót 59.614 Alls á Sauðárkróki 792.439 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 10.512 Alls á Hvammstanga 10.512 60áraDanslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks 1957-1971 Langar þig í Salinn? Þá er komið að síðustu getrauninni um hver sé á myndinni. Leikurinn er í samstarfi við tónleikahaldara Danslagakeppninnar á Króknum, sem slógu í gegn á Sæluvikunni á Sauðárkróki 2017 og síðasta vetur í Salnum Kópavogi. Verða þeir endurfluttir í Salnum Kópavogi 2. nóvember klukkan 20:30. Allmargir könnuðust við konuna á myndinni sem birtist í síðasta blaði en þar var á ferðinni Guðrún Eyþórsdóttir sem átti nokkur lög í keppnu- num líkt og pabbi hennar, Eyþór Stefánsson, eitt af þekktari tónskáldum Skaga- fjarðar og heiðursborgari Sauðárkróks. Eitt lag eftir hana verður flutt í Salnum þann 2. nóvember nk. Dregið var úr réttum lausnum og kom nafn Péturs Valdimarssonar á Sauðárkróki upp úr pottinum. Getur hann komið á skrifstofu Feykis og nálgast tvo miða á tónleikana. Þá spyrjum við á nú: Hver er konan á myndinni? Konan sem um er spurt stofnaði Danslagakeppnina á sínum tíma og hafði mikið fyrir því fyrstu árin að fá fólk til að senda inn lög. Svo snaraði hún fram textum ef vantaði og átti líka sjálf lög í keppnunum. Það eru til skemmtilegar sögur af því þegar það vantaði lög í keppnina, þá leitaði þessi kona hreinlega uppi fólk í bænum sem hún hélt að hugsanlega gæti samið lagstúf og snaraði svo fram textanum á staðnum þannig að hugsanlega á hún eitthvað í sumum lögunum. Svör skulu berast eigi síðar en mánudaginn 15. október nk. á netfangið palli@feykir.is. Hulda Jónasar, upphafsmaður tónleikanna sem nú fara fram í Salnum, segir allt útlit fyrir fullu húsi þann 2. nóvember. „Miðarnir hreinlega renna út þessa dagana á tónleikana okkar svo nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti á tónleikana,“ segir hún en hægt er að kaupa miða og nálgast upplýsingar á salurinn. is. /PF Hver er konan? Smellt'á okkur einum... Feykir.is Byggðastofnun – nýbygging Sauðármýri 2, Sauðárkróki JARÐVINNA ÚTBOÐ NR. 20843 Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Byggðastofnunar óskar eftir tilboðum í JARÐVINNU vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar Byggðastofnunar, Sauðármýri 2, Sauðárkróki. Byggingin mun verða 998 m² á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins. Helstu magntölur: Uppúrtekt 3.300 m³ Fyllingar 3.100 m³ Lagnaskurðir 240 m Brunnar á lóð 7 stk. Heildarverktímabil er áætlað um 4 mánuðir, en verkið skal unnið í áföngum í takt við byggingu hússins sem verður boðin út síðar. Útboðsgögn eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum, þriðjudaginn 23. október 2018 kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Mikið var umleikis í Sauðárkrókshöfn í síðustu viku. MYND: PF 38/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.