Feykir


Feykir - 10.10.2018, Síða 4

Feykir - 10.10.2018, Síða 4
Í Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið horft á nýjar leiðir í námsmati í samvinnu við skólana á Húnavöllum, Blönduósi og Skagaströnd. Þessi samvinna hófst haustið 2017 og eru skólarnir á öðru ári í þessari innleiðingu sem kallast leiðsagnarmat. Leiðsagnarmat er svo sem ekki nýtt fyrirbæri í sjálfu sér en kjarninn í þessari nálgun á námsmati er að nemandinn fær skýra sýn á markmið viðfangsefna og leiðsögn til að leysa þau sem best úr hendi. Leiðsagnarmat er námsmatsaðferð til þess að læra af og nýtist bæði nemendum og kennurum. Fyrir kennara nýtist hún til að bæta og ígrunda eigin kennslu, kennsluaðferðir og upplýsingagjöf. Fyrir nemendur felur matið í sér sjálfsskoðun í samvinnu við kennara eða samnemendur. Þeir fá tækifæri til þess að velta fyrir sér eigin námi, taka þátt í gagnkvæmri endurgjöf og skipuleggja nám sitt út frá sínum forsendum. Markmiðið er að nemandinn efli námsvitund sína, og skilji styrkleika og veikleika sína og þar með ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum. Til að setja þessa námsmatsaðferð í samhengi við kennslu sem flestir þekkja má segja að til dæmis smíðakennarar hafi notað þessa aðferð frá upphafi. Nemandinn fær efnivið og fyrirmæli um að úr honum eigi að koma gíraffi. Hann fær leiðbeiningar um hvernig á að saga hlutinn til, hvernig á að beita áhöldunum sem þarf til verksins og hefur fullbúna fyrirmynd sem dæmi hvernig hluturinn á að líta út að lokum. Nemandinn fær leiðbeiningar við vinnslu verksins hvar hann þarf að gera betur til að fá góða útkomu, hvar á að slípa betur og hvernig á að bera sig að. Nemandinn fær einnig tækifæri til þess að ræða verkefnið og setja sitt mark á hvernig lokaafurðin lítur út. Það er þetta ferli sem kennarar í skólanum tileinka sér markvisst í öllum námsgreinum, að finna áhugaverðar leiðir til að gera nemendur ábyrga og virka í námi í stað þess að klára tiltekna bók og taka próf í lokin og þá kemur kannski í ljós að lítið sat eftir. Það er nefnilega ekki alltaf staðreyndaþekking sem skiptir máli heldur hæfnin til að temja sér vinnubrögð sem skila árangri og hægt er að yfirfæra á næstu verkefni eða viðfangsefni daglegs lífs. Áhugaverð grein birtist í veftímaritinu Skólaþræðir þar sem einu svona leiðsagnarmatsverkefni í Grunnskóla Húnaþings vestra er lýst. Í því verkefni skipulögðu nemendur útivistarferðir í Húnaþingi vestra sem söluvöru og mörg önnur áhugaverð dæmi fyrir foreldra og kennara má finna á skolastofan.is undir flipanum þróunarverkefni. - - - - - Með þessum orðum skora ég á Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sveitarstjóra í Húnaþingi vestra að tvíhenda pennastöngina til upplyftingar fyrir lesendur Feykis. ÁSKORENDAPENNINN Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra Leiðsagnarmat UMSJÓN Páll Friðriksson Sigurður Þór Ágústsson. MYND AÐSEND Fyrir 56 árum kom Reynir Karlsson Frammari, landsliðsmaður í knattspyrnu, síðar íþróttafulltrúi ríkisins, á Krókinn að kenna til þjálfunar í yngri flokkum knatt- spyrnunnar. Reynir lauk knattspyrnu- þjálfaraprófi frá Íþróttaháskólanum í Köln 1960. Hann þjálfaði á árunum 1954 -1971 meistaraflokka Fram, ÍBA, ÍBK, Breiðablik og landsliðið um hríð. Við vorum fjórir sem hlutum eldskírnina hjá Reyni. Ástvaldur Guðmundsson, magnaður varnarmaður talinn jafnast á við Jón Stefánsson í Í.B.A. á Akureyri sem spilaði sömu stöðu í landsliði Íslands. Ástvaldur, eða Itti, stofnaði Radíó og sjónvarpsþjónustuna á Króknum um 1968 og endaði sem yfirmaður tæknimála í Ráðhúsinu í Reykjavík við Tjörnina. Baldi, Baldvin Kristjánsson, var magnaður millivegalengdar- hlaupari, góður knattspyrnu- maður, bakarameistari, m.a. með bakarí á Blönduósi og náði þar frábærum árangri í skák á þeim árum. Rak matvörubúðina á Króknum. Hefur kennt urmul af fólki á bíl, vinsæll bankamaður og frábær meðhjálpari í Sauðárkrókskirkju á síðari árum. Leifur Ragnarsson var eitilharður með snöggar, óvæntar, hreyfingar með hæfi- leika eins og George Best. Hefði prýtt landslið Íslands með sóma. Hann var skæðasti sóknarmaður um þvert Norðurland á sínum tíma. Leifur helgaði sig flugumsjón og málefni flugsins syðra. Sögumaður spilaði lengi vinstri kant og engar frægðarsögur af honum fyrr en Óli B. Jónsson, sem þjálfaði Keflvíkinga 1965 sagði sögumanni að hann ætti að spila miðvörð, jafnvígur á vinstri og hægri fót og góður skallamaður. Sögumanni var boðið það hlutverk hjá Keflvíkingum en Norðurlandið dró meira. Það var Óli B. Jónsson sem stýrði Völsurum til jafnteflis við Benfica 1968 á Laugardalsvelli sem yfir 18 þúsund manns urðu vitni að. Maður þess leiks var Páll Ragnarsson, tannlæknir og bróðir Leifs, sem hafði öll tök á besta leikmanni heims á þeim tíma, honum Eusébio da Silva Ferreira, og þessa verður lengi minnst í íslenskri knatt- spyrnu. Palli Ragnars kom á ný heim á Krókinn í knattspyrnuna og varð mikill leiðtogi og frömuður hjá Tindastóli. Frægðar- og sannar grobbsögur liðinnar aldar verða ekki fleiri að sinni en þær mega auðvitað ekki gleymast. Baldi Kristjáns, Páll Ragnarsson og Hörður eru enn til staðar og gagns á Króknum. Reynir Karlsson, Leifur Ragnarsson, Baldvin Kristjánsson og Ástvaldur Guðmundsson. Á myndinni að neðan er höfundur greinarinnar, Hörður Ingimarsson. MYNDIR ÚR EINKASAFNI Fjárgötur myndanna Allt fram streymir ár og dagar FRÁSÖGN Hörður Ingimarsson 4 38/2018

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.