Feykir


Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Ísland gegn Frakklandi og Sviss Þrír Skagfirðingar í íslenska landsliðshópnum Erik Hamren, landsliðsþjálfari A karla í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Frakklandi í vináttuleik á morgun fimmtudag og Sviss í Þjóðadeild UEFA nk. mánudag. Þrír grjótharðir Skagfirðingar eru í liðinu; Hólmar, Kári og Rúnar. Á vef KSÍ segir að miðasala á leik Íslands og Sviss í Þjóðadeild UEFA mánudaginn 15. október sé í fullum gangi á tix.is en um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða. Sigur gæti þýtt að Ísland verði í efsta styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM 2020. 10 af 12 efstu liðum A deildar Þjóðadeildarinnar skipa efsta styrkleikaflokk fyrir dráttinn í undankeppni EM 2020 og því til mikils að vinna. Þrír Skagfirðingar voru valdir í hópinn en það eru þeir Hólmar Örn Eyjólfsson, Kári Árnason og Rúnar Már Sigur- jónsson. Hólmar Örn er sonur Eyjólfs Sverrissonar sem gerði garð- inn frægan í Þýska boltanum og Önnu Pálu Gísladóttur Kristjánssonar og Díu Ragnars. Kári Árnason, sem hætti við að hætta eftir HM í Rússlandi, er hálfur Hofsósingur, en hann er sonur Fanneyjar Friðbjörns- dóttur hjúkrunarfræðings sem fædd er og uppalinn á Hofsósi. Rúnar Már er sá eini af þeim þremur sem alinn er upp hjá Tindastóli, sonur Sigga Magga Alla Robb og Sigurlaugar Konráðs. Á vef Skagfirðingafélagsins var þess getið fyrir EM 2016 að móðurafi Gylfa Þórs Sigurðs- sonar, Ólafur Gíslason, hafi alist upp á bænum Undhóli í Óslandshlíð. Var hann m.a. í Bændaskólanum á Hólum og mikill afreksmaður í íþróttum og hefði þar af leiðandi ágætis tengingu við Skagafjörðinn. /PF Dominos-deildin í körfuknattleik hófst sl. fimmtudagskvöld og lið Tindastóls fékk Þór Þorlákshöfn í heimsókn en liðunum er spáð misjöfnu gengi í vetur. Stólarnir náðu frá- bærum kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir bjuggu til heilbrigt forskot og það náðu gestirnir aldrei að brúa þó svo að þeir næðu að vinna sig inn í leikinn á ný. Lokatölur 85-68 í leik þar sem Urald King og Dino Butorac voru atkvæðamestir í liði Tindastóls. Það var jafnræði með liðunum fyrstu fimm mínúturnar og Þórsarar litu ágætlega út með kanann Kinu Rochford og Gitautas Matulis í fínu stuði. Staðan var 10-11 fyrir Þór þegar fjórar og hálf mínúta var liðin af leiknum en þá kom magnaður kafli hjá liði Tindastóls þar sem vörn og sókn var eins og sköpuð af himnameistaranum. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta en um hann miðjan minnkaði Matulis muninn fyrir gestina í sjö stig og þá tók Martin leikhlé. Það virtist stöðva lekann því Stólarnir breikk- uðu bilið aðeins, en yfirleitt munaði 10-12 stigum á liðunum fram að fjórða leikhluta. Staðan var 64-53 að loknum þriðja leikhluta. Þristur frá Dino snemma í fjórða leikhluta og körfur frá Urald og Danero í framhaldinu komu muninum í 18 stig, 73-55, og eftir það var alveg kristaltært hvort liðið tæki stigin tvö sem í boði voru og Tindastólsmenn sigldu sigrinum í höfn í rólegheitunum. Sem fyrr segir voru Urald King og Dino Butorac bestir í liði Tindastóls. King var með 25 stig og 13 fráköst en Dino var ekki langt frá þrefaldri tvennu; gerði 12 stig, átti ellefu stoðsendingar og tók níu fráköst. Annað kvöld mæta Stólarnir Valsmönnum á Hlíðarenda en næsti heimaleikur er gegn Haukum 18. október. /ÓAB Dino Butorac átti fínan leik með Stólunum og var aðeins einu frákasti frá hinni eftirsóttu þreföldu tvennu. MYND: HJALTI ÁRNA Dominos-deildin : Tindastóll – Þór Þorlákshöfn 85-68 Þórsarar sigraðir í Síkinu Skagfirðingarnir í íslenska landsliðinu; Hólmar, Kári og Rúnar. MYNDIR AF KSÍ.IS Körfuknattleiksdeild Tindastóls Svavar Atli heiðraður Í hálfleik í leik Tindastóls og Þórs í síðustu viku var Svavar Atli Birgisson, núverandi slökkviliðsstjóri, heiðraður fyrir einstakt framlag til körfuboltans á Króknum. Var honum afhentur blóm- vöndur af því tilefni og Tindastóls-treyjan hans hengd upp í rjáfur í Síkinu. Svavar spilaði með Stólunum um 400 leiki og er að auki stigahæstur leikmanna félagsins en kappinn lagði skóna á hilluna á síðasta tímabili sökum anna í starfi – kannski er hann bara í pásu? Þá var þess minnst áður en leikurinn hófst að hin eitilharða stuðningskona Tindastóls, Sigrún (Silló) Angantýsdóttir, lést í sumar og var minning hennar heiðruð með mínútu- þögn og lófaklappi að henni lokinni. /ÓAB Svavar kampakátur. MYND: HJALTI ÁRNA 1. deild kvenna : Tindastóll – Þór Þorlákshöfn 85-68 Tap hjá Stólastúlkum í fyrsta leik Tindastólsstúlkur sóttu heim Fjölni í Grafarvogi sl. laugardag í 1. deild kvenna í körfubolta en Tindastóll hefur ekki teflt fram liði í meistaraflokki síðan tímabilið 2014-2015. Stelpurnar komu Fjölniskonum, sem spáð er sigri í deildinni, á óvart með hörkuleik framan af en reynslan og breiddin hjá heimakonum sagði til sín þegar á leið og þær grafvogsku unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 106-75. Lið Fjölnis tók leikhlé snemma og réði ráðum sínum. Á Karfan.is segir: „Tessondra Williams, bandarískur leikmaður Tindastóls, lenti fljótlega í villuvandræðum, var skipt út af og Grafarvogsliðið gekk þá á lagið. Við lok fyrsta leikhluta var staðan orðin 28-25, heimamönnum í vil. Liðin voru mikið að skiptast á körfum í öðrum fjórðungnum en Tindastólsstelpurnar þurftu alltaf að vinna harðar fyrir sínum stigum en heimastúlkur. Í hálfleik var staðan orðin 53-47 fyrir Fjölni. Í seinni hálfleik fór dýpt bekkjarins hjá Fjölni að telja og Tindastóll fór að dragast aftur úr. Munurinn hélt áfram að aukast og svo fór að lokum að stelpurnar að norðan sprungu alveg á limminu. Lokastaðan varð því 106-75 fyrir Fjölni.“ Stigahæstar í liði Tindastóls voru Marín Lind Ágústsdóttir sem gerði 22 stig, Tess var með 20 stig en spilaði aðeins um 23 mínútur vegna villuvandræða og þá var Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir með flest framlagsstig eða 17. Í frásögn Körfunnar.is segir að hraðaupphlaup eftir tapaða bolta Tindastólsstúlkna og stig eftir sóknarfráköst hafi skilað Fjölnisstúlkum sigri í leiknum. Fyrsti heimaleikur Stólanna er nú á laugar- dag kl. 16:30 þegar Grindavík mætir. /ÓAB Úr leik Fjölnis og Tindastóls í Grafarvogi. MYND AF KARFAN.IS 38/2018 5 Feykir.isMeira sport á...

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.