Feykir


Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 6
það var nú ekki bara inn- streymi í Eyjafjarðarsveit í gegnum kvennaskólann því eitthvert útstreymi var líka. Ein kvennaskólapían dró Björn í burtu því þar kynntist hann konunni sinni, Birnu Guðjónsdóttur, Gutta bakara á Króknum. Örlögin grípa í taumana Eins og að framan greinir fannst Birni sveitalífið nota- legt og þá ekki úr vegi að spyrja hvort ekki hafi komið til greina að gerast bóndi. „Það er óskaplega ljúft og gott að vera í sveitinni. Ég hefði vel getað orðið bóndi ef ég hefði einhvern tímann getað hugsað mér að farga einhverri skepnu. En það var Björn er fæddur inni í Eyjafirði á Syðra-Laugalandi þar sem foreldrar hans bjuggu, Björn Jóhannsson og Emma Elíasdóttir. Alls fylla systkini heilan tug og eru fimm enn á lífi. „Við vorum sex alsystkinin en pabbi eignaðist þrjár dætur með systur hennar mömmu, sem var þarna líka, og einn son með konu á Akureyri, þannig að við erum tíu í það heila. Fimm eru lifandi ennþá en fimm eru farin og ég er næst yngstur,“ segir Björn. Hann segir að æskuárin hafi verið ljúf og góð enda Laugaland mikil ágætis jörð á heitu svæði. Hann skýtur inn í að í fyrsta skiptið sem hann hafi búið á köldu svæði hafi verið þegar hann flutti í Hofsós árið 1989 og þá nærri dáinn úr kulda. „Það kom tveggja eða þriggja daga stórhríð og allar línur slitnuðu úti í Sléttuhlíðinni. Þá fór náttúrulega allt rafmagn og ég hefði sennilega orðið úti í þessari góðu íbúð sem ég var í þarna ef Jón Magnússon og Valgeir á Vatni hefðu ekki skotið til mín gasofni. Ég sat við hann þessa tvo daga,“ rifjar Björn upp og hlær innilega við tilhugsunina. „En svo ég fari að Laugalandi aftur. Þetta var ákaflega skemmtilegt líf sem var þarna í sveitinni. Þarna var íþróttavöllur og sundlaug og þangað komu krakkar úr öllum hreppnum til að æfa íþróttir. Félagsheimilið Freyvangur stóð í túnfætinum sem og húsmæðraskóli og þangað komu ungar stúlkur,“ segir Björn og minnist þess er hann keyrði einhvern tímann með einum kunningja sínum í gegnum hreppinn eftir að hann hafði verið burtfluttur einhver 20 ár. Bað hann kunningja sinn að segja sér hver byggi á hverjum bæ og þá kom það í ljós að þær húsfreyjur eða kvenbændur sem ekki voru uppaldar á jörðinni höfðu nánast undantekningalaust komið inn í hreppinn í gegnum kvennaskólann. En VIÐTAL Páll Friðriksson Þeir eru ekki margir Skagfirðingarnir sem kannast ekki við fyrrverandi skóla- stjórann í Barnaskólanum á Sauðárkróki og síðar Grunnskóla austan Vatna á Hofsósi, Björn Björnsson. Hann hefur víða komið nálægt félagsmálum og pólitík og þá aðallega hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann giftist inn í rótgróna sjálfstæðis- fjölskyldu, Bakarísfjölskylduna á Sauðárkróki, en það sem fáir vita er að Björn var þá framsóknarmaður. Síðastliðinn laugardag héldu þau hjón, Björn og Birna Guðjónsdóttir, upp á 75 ára afmælin sín en þau eru bæði fædd árið 1943. Í tilefni tímamótanna fékk Feykir Björn í viðtal og forvitnaðist aðeins um skagfirska Eyfirðinginn sem hefur verið áberandi í samfélagi Skagfirðinga í hálfa öld. Björn Björnsson flutti á Krókinn '68 og ætlaði að selja Skagfirðingum sjónvörp í tvö ár. Honum fannst hlíðin fögur og fór hvergi. MYND: PF Björn Björnsson fagnar 75 árunum Árin tvö urðu að hálfri öld bara ekki, það voru aðrir til þess og það gekk ljómandi vel,“ segir hann. Í stað þess að vinna við sveitastörf fór hann í Menntaskólann á Akureyri en segir flest annað hafa verið skemmtilegra en vera í skóla svo hann hætti eftir 4. bekk. Björn flutti suður og starfaði hjá Sambandinu um tíma áður en hann fór að vinna hjá mági sínum eftir að þau Birna gengu í hjónaband. Svo kom að því að þau ákváðu að flytja á Krókinn 1968 og ætluðu að vera þar í tvö ár að selja sjónvörp. En nú í vor urðu árin 50. „Þegar sjónvarpsævintýrið var búið stóðum við frammi fyrir því að fara suður aftur, sem okkur langaði bara ekkert til. Þá vildi það þannig til að hér voru hjón, Kristín Lyngdal og Þórarinn Guðmundsson, bókari hjá Kaupfélaginu. Hún var kennari í Barnaskólanum og fór í barnsburðarleyfi og Björn Daníelsson fékk mig til að koma inn í kennslu í stöðu eftir áramót. Og það gekk bara ljómandi vel og hann eiginlega munstraði mig inn í Kennaraskólann án þess að ég vissi af því. Umsóknarfrestur var þá liðinn og hann hrindi suður, þekkti nú Brodda Jóhannesson frá fyrri tíð, og þvældi mér þarna inn. Og ég fór inn í 3. bekk og kláraði ´72. Þá kom ég beint norður og hef verið hér síðan,“ segir Björn.Eftir skemmtilegan morgun í Staðará, Björn með Brodda bróður sínum. 6 38/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.