Feykir


Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 7
fulltrúi hafði hann drifið í því að kaupa litla seglbáta. Nú kom að því að borga og þetta var eitthvað um 100 þúsund sem bátarnir kostuðu en það urðu eins margar skoðanir á málinu og fulltrúarnir voru margir. Sumir vildu að það yrði stofnaður siglingaklúbbur, einhver vildi að Tindastóll ætti bátana, einhver sagði að skátarnir ættu að eiga þá og það voru haldnar 17 ræður um málið. Og svo náðist engin niðurstaða. Ég held að það hafi verið þá sem ég lagði frá mér pennann og sagði: -Ég nenni þessu ekki, þið getið séð um þetta sjálfir. En svo var næsta mál á dagskrá bæjarábyrgð upp á 40 milljónir fyrir Steinullarverksmiðjuna. Enginn kvaddi sér hljóðs og samþykkt samhljóða.“ Sögumaðurinn og hrekkjalómurinn Björn Margar eru sögurnar sem Björn hefur sagt af samferðafólki og þegar hann er spurður hvort ekki leyndist einhver í pokahorninu frá því að hann var nýkominn á Krókinn nefnir hann Ívar Antonsson sem starfaði lengi sem bréfberi. „Ég hafði gaman af Ívari pósti. Mér hafði áskotnast flaska af hreinum spíritus og var með hana í búðinni hjá mér sem var staðsett í Búnaðarbankahúsinu. Ein- hvern tímann kemur Ívar inn og hóstar mikið og kvartar yfir andskotans kvefi og hálsbólgu. Ég fer og sæki flöskuna og segi við hann: -Hana, súptu á þessu en gættu að því að þetta er hreinn spíritus. Þetta var á árunum þegar hann var tannlaus og hann hikar hvergi tekur alveg gúlsopa og tekur loft með. Svo fer hann bara eins og trillubátur í hringi og reynir að ná andanum. -Af hverju gerir þú þetta Ívar. Ég sagði þér að þetta væri spíritus, segi ég og Ívar svarar í andnauð: -Ég trúði þér ekki. Við vorum miklir vinir við Ívar og margt var skemmtilegt hjá okkur. Mér fannst mjög gaman að koma hingað og kynntist mörgu skemmtilegu fólki.“ Nú er rúmur áratugur síðan Björn hætti sem skólastjóri en orkan er mikil og nóg að gera hjá þeim sem það nenna. Hefur hann m.a. sést keyra um á pizzusendlabíl berandi matarbakka til og frá fyrirtækjum og stofnunum. Hvað er hér á ferðinni? „Ég var að ráða mig í vinnu í síðustu Eftir tveggja ára starf sem kennari við Barnaskóla Sauðárkróks taka örlögin í taumana og haga þeim þannig að Björn tekur við sem skólastjóri af nafna sínum Daníelssyni sem gegnt hafði stöðunni við góðan orðstír. „Já, Björn gerði mér eigin- lega þann óleik, að hann varð bráðkvaddur á leið sunnan úr Reykjavík sumarið ´74 og ég var eiginlega eini maðurinn sem var með réttindi við skólann. Guðjón Ingimundar sem hafði kennt íþróttir um árabil og svo smíðar, hafði leyst Björn af í eitt ár þegar hann var í veikindaleyfi og ég vildi endilega, þegar talað var um að ég tæki við skólanum en fannst ekki í stakk búinn til þess, að Guðjón tæki við honum. „Vert þú bara skólastjóri þangað til að þú hættir,“ segi ég, en hann var þá kominn að starfslokum, og þá skal ég taka við. En Guðjón sagðist vera búinn að ákveða það að þegar kæmi að því að hann mætti hætta kennslu þá ætlaði hann að fara í sundlaugina og berjast fyrir því að koma henni áfram,“ segir Björn og úr varð að hann settist í skólastjórastólinn. Honum stýrði Björn til ársins 1998 þegar skólastjórunum tveimur á Sauðárkróki var sagt upp, honum og Birni Sigurbjörnssyni, skólastjóra Gagnfræðaskólans, þegar skólarnir voru sameinaðir í einn og heitir nú Árskóli. Þá tóku örlögin við á ný og nýr kafli tók við hjá Birni. „Ég varð laus þarna og ákaflega hamingjusamur með það að þurfa ekki að fara að huga að ráðningu kennara og stundaskrárgerð og allt það en þá kom upp sú staða að það varð skólastjóralaust á Hofsósi. Árni Egils og Snorri Björn komu að máli við mig, hvort ég vildi taka að mér þennan skóla og ég var til í það. Ég fór þangað yfir en skal viðurkenna það að skólahúsið fannst mér vont, hluti af því gamall og það illa farið og lekt. En starfsfólkið þarna var alveg frábært og mér var tekið alveg firnavel á Hofsósi og þarna var gríðarlega gott að vera og mjög góð ár sem ég átti frá ´98 til 2005, í sjö ár. Framsóknar- maðurinn umpólast Björn hefur lengi verið við- loðandi pólitík og allir tengja hann við Sjálfstæðisflokkinn. Það fer ekki hátt í dag en hann snéri baki við flokknum sem hann studdi sín fyrstu pólitísku ár áður en hann gerðist sjálfstæðismaður á Króknum. Björn var nefni- lega framsóknarmaður og hafði m.a. setið í stjórn ungra framsóknarmanna í Eyjafirðinum og mikið úr þessu gert þar sem tengda- fjölskyldan var öll í Sjálf- stæðisflokknum. „Menn hafa aðeins núið því mér um nasir að tengdaforeldrar mínir hafi verið fljót að snúa mér en sannleikurinn er sá að þau minntust aldrei á pólitík við mig. Bakarísfjölskyldan var rammpólitísk og þar var fjallað um pólitík alveg út og suður en að þau hefðu einhver áhrif á það hvernig mín pólitíska snælda snérist það var ekki orð um það.“ Hann segir að framsóknarmenn hafi sjálfir snúið honum og útskýrir það á þann hátt að þeir hafi haft meiri áhuga á að fá hann á lista til að klekkja á Guðjóni tengdaföður hans frekar en annað. Það þótti Birni ekki gott og ákvað að styðja Sjálfstæðisflokkinn frekar. Það muna margir eftir Birni sem ritara bæjarstjórnar Sauðárkróks en því starfi sinnti hann í 20 ár og segist hafa haft óskaplega gaman af. Björn segir að hann hafi lent þar vegna tengdaföður síns og segir svo frá: „Rögnvaldur Gíslason, sem var á sýsluskrifstofunni, hafði verið ritari bæjarstjórnar en hann var heilsutæpur og nú vantaði ritara. Guðjón tengdapabbi, sem var þá forseti bæjarstjórnar, segir við mig: -Geturðu ekki skrifað fundargerð fyrir okkur? -Jú, jú, það er allt í lagi. -Hákon Torfa hann kemur alltaf svo snemma að þú getur fengið bókina og séð hvernig Rögnvaldur gerði þetta. En akkúrat í þetta skiptið þurfti Hákon að vera allt of seinn og allir biðu eftir honum. Bókinni var fleygt á borðið fyrir framan mig og ég byrjaði að skrifa og ég skrifaði bara alveg hreint eins og ég hafði orkuna til. Þær urðu nokkuð margar langar fundargerðirnar sem ég skrifaði. En Kristmundur Bjarnason sagði við mig að það væri mjög gott að ég skrifaði svona mikið því að þetta væri alveg fjársjóður.“ Þá vildi hann meina að nú væri bara bókað hvaða mál væri tekið fyrir og hvaða afgreiðslu þau hljóta. „Það vantar ansi mikið sagði hann.“ Björn segir að lengsta fundargerð sem hann hafi skrifaði var út af fjárhags- áætlun og minnti að hún væri upp á 36 síður. „Það var mikið rætt um hvert einasta mál og það voru bókanir og bókanir dregnar til baka og viðaukar og allur pakkinn. Einhvern tímann þegar Guðmundur Gunnarsson var æskulýðs- Birna og Björn ásamt Hauki , barnabarni sínu. Í undirbúningi alþingiskosninga 1987. Ari Jóhann Sigurðsson, Björn og Karl Sigurgeirsson. Kokkur á fjöllum með Topphestum kringum ´90. Á góðri stund á jólum ´92. Slappað af í stofunni á Öldustíg 4. Myndin tekin 1985. 38/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.