Feykir


Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 10
Mjólkursöfnun í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum Ámundakinn opnar nýtt hús á Blönduósi Laugardaginn 6. október, var nýtt þjónustuhús fyrir mjólkursöfnun í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum tekið formlega í notkun að Hnjúkabyggð 34. Jón Gíslason flutti tölu fyrir hönd stjórnar Ámundakinnar og fór yfir starfsemi fyrirtækisins en hlutverk og markmið þess er m.a. að byggja og leigja út atvinnuhúsnæði til atvinnustarfsemi á svæðinu. Ámundakinn á húsnæði á Skagaströnd, Blönduósi, Hvammstanga og Sauðár- króki. Næst tók Jóhannes Torfason framkvæmdastjóri Ámunda- kinnar við og fór yfir ferlið frá upphafi. Um miðjan febrúar 2017 undirrituðu fulltrúar Ámundakinnar, Auðhumlu, KS og MS viljayfirlýsingu um byggingu á nýju þjónustuhúsi og leigu til langs tíma. Markmið byggingarinnar var að bæta vinnuaðstöðu bílstjóra og aðstöðuna fyrir bílanna sjálfa. Fullyrða má að þessi ákvörðun sé hluti af þeirri samfélagsstefnu sem er og á að vera mikilvægur þáttur í starfi þessara aðila. Stjórnendur Ámundakinnar hófust þegar handa um hönnun og að tryggja peninga til framkvæmda. Samið var við Verkfræðistofuna Stoð á Sauð- árkróki um hönnun að undan- skyldu rafmagni og loftræsingu, einnig um eftirlit. Magnús Ingvarsson er aðalhönnuður. Þá var samið við Faxatorg á Sauðárkróki um bygginga- stjórn. Að undangengnu útboði var samið við Landsbankann á Sauðárkróki um 100% fjár- mögnun á öllum framkvæmd- um Húsið er 561 fermetri að grunnfleti, með rúmlega 5 metra lofthæð. Í húsinu má finna tvö rúmgóð búnings- herbergi með baði, kaffistofu, skrifstofu og tvö hvíldarher- bergi með baði. Framkvæmda- kostnaður var um 190 mkr. Nokkrar tafir urðu á afhendingu lóðar m.a. vegna þess að lóð sem fyrst var úthlutað hentaði ekki og einnig vegna óska Ámundakinnar um staðsetningu hússins á lóð- inni. Fyrsta skóflustungan var tekin 23. júní 2017. Samið var við Trésmiðjuna Stíganda sem aðalverktaka og hefur Guðmundur Sigurjóns- son verið byggingameistari. Það eru um og yfir eitt- hundrað manns sem hafa komið að þessari framkvæmd með einhverjum hætti Öllu þessu fólki var þakkað fyrir góð samskipti og gott handverk og var ánægjulegt að heyra umsagnir utanaðkom- andi aðila, sem bera lof á frágang allan. Fram kom í máli Jóhannesar að stundum hafi verið næðingur og kuldi í vetur meðan húsið var að rísa. Að lokum þakkaði Jóhannes fyrir að engin alvarleg slys urðu á fólki á byggingartímanum, því mörg verk sem þar voru unnin voru ekki hættulaus. Magnús Guðmundsson og Ari Edwald tóku svo við lykl- unum frá Jóhannesi. Í máli Ara kom fram að hagræðing væri fólgin í þessu nýja fyrirkomu- lagi og að mjólkurflutningar KS hefðu verið felldir undir MS. Að lokum var samsöngur um Bjössa á mjólkurbílnum, staðfærð að bílstjórum MS og boðið var upp á veitingar. Tónlistaratriði voru í hönd- um Skarphéðins H. Einarssonar og Benedikts Blöndal Lárus- sonar. Frá opnuninn. MYNDIR: LAM TEXTI OG MYNDIR Lee Ann Maginnis Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs Heldur sláturbasar til styrktar starfi félagsins Sláturbasar Krabba- meinsfélags Hvammstanga- læknishéraðs verður haldinn næstkomandi laugardag, þann 13. október. Basarinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga og hefst hann klukkan 13:00. Krabbameinsfélagið í hér- aðinu hefur, allt frá árinu 1991, staðið fyrir sláturgerð og sláturbasar til styrktar starfi félagsins og er hug- myndin komin frá fyrrverandi formanni félagsins, Sigríði Karlsdóttur. Sláturgerðin sjálf fer fram í dag, miðvikudag, en þá mæta sjálfboðaliðar til starfa í félagsheimilinu á tilteknum tíma og leggja sitt af mörkum við sláturgerðina. Auglýst er eftir fólki með fyrirvara en stjórn félagsins sendir frétta- bréf á öll heimili á starfs- svæðinu og tilkynnir hvenær sláturgerðin og basarinn eru og býður þannig fólki að taka þátt og leggja til á basarinn. Kaupfélag Vestur-Húnvetn- inga og sláturhús KVH styrkja félagið með því að gefa allt hráefni til sláturgerðarinnar og einnig styrkir Félagsheim- ilið á Hvammstanga félagið með því að heimila endur- gjaldslaus afnot af félags- heimilinu. Soffía Anna Steinarsdóttir, formaður félagsins, segir að sláturgerðin og basarinn hafi notið mikilla vinsælda. Slátur- basarinn er haldinn annað hvert ár en hitt árið selur fél- agið ýmsa smávöru til fjár- öflunar, s.s. málbönd, penna og fleira. Auk slátursins fær félagið ýmislegt annað á bas- arinn, t.d. kaffibrauð, kökur, sultur, harðfisk og fleira þess háttar og einnig ýmiss konar handavinnu. Allt þetta er gefið af einstaklingum á starfssvæði Krabbameins- félagsins og segir Soffía Anna að félagið njóti einstaks velvilja. Í ár er félagið 50 ára og svo skemmtilega vill til að basar- inn verður einmitt haldinn á afmælisdaginn, 13. október. Er því stefnt að því að hafa basarinn sem veglegastan að þessu sinni. /FE Helga Hreiðarsdóttir, ljósmóðir á heilsugæslunni á Hvammstanga, kann greinilega handtökin við sláturgerðina. Margar hendur vinna létt verk. Saumað fyrir keppnina. MYNDIR AÐSENDAR 10 38/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.