Feykir


Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 38 TBL 10. október 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Tvíburar frá Hofsósi fengu styrk Hvatningarsjóður Kviku Tvíburasystkinin Ester María Eiríksdóttir og Jón Örn Eiríksson frá Hofsósi, fengu á dögunum styrk úr Hvatningarsjóði Kviku, hvort um sig upp eina milljón króna. Ester María og Jón Örn eru í hópi tíu einstaklinga, sex kvenna og fjögurra karla, sem hlutu styrk úr Hvatn- ingarsjóðnum að þessu sinni. Þrír fengu eina milljón króna, tveir fengu 500 þúsund krónur og fimm fengu 200 þúsund krónur. Ester María og Jón Örn eru 17 ára gömul og eru bæði á öðru ári í framhaldsskóla. Ester nemur húsa- smíði við Verkmenntaskólann á Akureyri en stefnir á nám í húsgagnasmíði í framhaldi af því. Einnig hyggst hún klára stúdents- prófið til viðbótar við iðnnámið. Jón Örn stundar nám í rafvirkjun við Raftækniskólann í Reykjavík og setur stefnuna á Hljóðtækniskólann í framhaldi af því þar sem hann hugsar sér að læra hljóðvinnslu. Jón Örn var ekki nema 14 ára gamall þegar hann hannaði app fyrir android spjaldtölvu sem er ætlað að halda utan um reykköfun. Hann seldi það til Mannvirkjastofnunar og keypti sér skellinöðru og DJ-græjur fyrir peningana að því er segir í frétt á Vísi.is. Auk systkinanna fékk Aðalheiður Dögg Reynisdóttir eina milljón króna í styrk en hún er 21 árs Garðbæingur sem nú er í starfsnámi hjá Michelin stjörnu veitinga- staðnum Pollen Street Social í London. /PF 18. maí 1947: 18. maí - Séra Jóni Benediktssyni presti að Goðdölum var veittur Breiðabólstaður á Skógarströnd 9. júlí: Séra Jón Hallsson fékk veitingu fyrir Goðdölum 20. júlí: Jóhann Jónsson bóndi á Hrauni í Unadal hafði verið geðveikur um sinn og skaut sig í hugarvíli. ,,Vænn maður.“ 18. ágúst: Séra Hinrik Hinriksson aðstoðarprestur að Flugumýrarþingum fékk Bergsstaði í Svartárdal 11. september: Séra Stefán Árnason fékk Fell í Sléttuhlíð. /PF Skagfirskur annáll Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947 Í gamla daga... Skemmdir á viðlegukanti Norðurgarður Hofsósi Hafin er viðgerð á viðlegukanti á norðurgarði á Hofsósi. Viðgerðin nær til um 15 til 20m kafla við löndunarkrana á bryggjunni þar sem komin eru göt á steypta veggi og efni hefur skolað undan bryggjunni. Í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar kemur fram að verkið sé unnið af Köfunarþjónustunni og áætlaður kostnaður sé um 15 milljónir. Útgjöldum vegna verksins verður mætt með auknum tekjum Hafnarsjóðs. /PF Viðlegukantur illa farinn á bryggjunni á Hofsósi. MYND: FE Höfnin dýpkuð Hvammstangi Um helgina var dýpkunarskipið Dísa að athafna sig í Hvammstangahöfn en kominn var tími á smá hreinsun. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að með tímanum safnist sandur í botninn í innsiglingunni og við norðurbryggjuna þar sem flutningaskipin leggja að og voru skipstjórar farnir að finna fyrir því. Dýpkunarskipið átti leið hjá og þótti skynsamlegt að nýta það til starfans. Síðast var dýpkað árið 2013. /PF Dísa við innsiglinguna á Hvammstangahöfn. MYND: HUNATHING.IS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.