Feykir


Feykir - 17.10.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 17.10.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Íslandsmótið í blaki kvenna Birnur og Krækjur gerðu góð mót Fyrsta keppnishelgin af þremur á Íslandsmótinu í blaki fór fram um helgina og fór keppnin í 4. deildinni fram á Hvammstanga. Birnur frá Hvammstanga, sem keppa undir merki Kormáks, nýttu sér heimavöllinn og stemninguna sem var í stúkunni vel og kræktu í 6 stig og 6. sætið í 4. deild en þar tóku tólf lið þátt. Á laugardeginum byrjuðu Birnur á að tapa 1-2 gegn ÍBV, þær sigruðu síðan HK b í oddahrinu 2-1 og lutu síðan í parket gegn liði Leiknis Fáskrúðsfirði 0-2. Á sunnudegi sigruðu þær síðan HK k 2-1 en töpuðu síðan gegn toppliði Keflavíkur í oddahrinu 2-1, Í heildina unnust því tveir leikir í odda, tveir töpuðust í odda og einum töpuðu þær 2-0. Þjálfarar liðsins eru þeir Mikael Björns- son og Hilmar Sigurjónsson. Fram kemur á FB-síðu Birnanna það sé ekkert grín fyrir 500 manna samfélag að taka á móti ellefu blakliðum eða um 100 manns í miðri sláturtíð. Sumir íbúar lánuðu húsin sín og fjölmargir aðilar og einstakl- ingar hjálpuðu til á einn eða annan hátt og þakka Birnur öllum kærlega fyrir stuðninginn. Krækjur á toppi 2. deildar Krækjur frá Sauðárkróki tóku þátt í keppni í 2. deildinni um helgina og var spilað á Neskaupstað. Krækjurnar, sem keppa undir merkjum Umf. Hjalta, gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sex leiki sína 2-0 og töpuðu því ekki einni hrinu á mótinu. Þær hófu leik snemma á laugardagsmorgni með því að vinna Þrótta Rc, síðan var það HK H sem lá í valnum, þá lið Fylkis og loks lið Ýmis B. Á sunnudeginum spiluðu stelp- urnar síðan við ÍK og HK G og allt fór á sömu leið þar. Frábær árangur. /ÓAB Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli spilaði sinn fyrsta heimaleik í nokkur ár þegar þær tóku á móti liði Grindavíkur í 1. deild kvenna í Síkinu sl. laugardag. Leikurinn var lengstum jafn og spennandi en þriðji leikhlutinn reyndist heimastúlkum erfiður eftir að hafa leitt mest allan fyrri hálfleik. Lokamínúturnar voru þó æsispennandi því uppgjöf var aldrei inni í myndinni hjá Stólastúlkum. Þær urðu þó að sætta sig við tap á endanum, lokatölur 78-85 fyrir gestina. Um 150 áhorfendur skelltu sér á leikinn og þó úrslitin hafi vissulega verið vonbrigði eftir spennandi leik, þá var fólk rígmontið með stelpurnar sem sýndu hjarta og þrautsegju. Sem fyrr segir er liðið reynslulítið, Stólarnir hafa ekki verið með meistaraflokk kvenna í þrjú ár, á meðan lið Grindavíkur var í efstu deild á síðasta tímabili og kunna því til verka á parketinu. Tess var best á vellinum, fékk fáar villur að þessu sinni og gat því spilað nánast allan leikinn. Hún var með 34 stig, sex fráköst og sjö stoðsendingar en hefði að ósekju oft mátt láta boltann ganga betur en stelpurnar eru að sjálfsögðu enn að læra að spila saman og þær eiga bara eftir að verða betri. Þóranna Ósk átti fínan leik og var með 16 stig og sex fráköst en er sennilega ekki alveg sátt við vítin sín og skrefin. Aðrir leikmenn fundu sig ekki í stiga- skorinu en Rakel Rós spilaði hörkuvörn í síðari hálfleik og þá virtust Grindavíkurstúlkur eiga í meiri vandræðum í sókninni þegar Kristín Halla var inn á, en hún var hins vegar ansi snögg að næla sér í fimm villur. Lið Tindastóls vann þrjá leikhluta af fjórum en sá leikhluti tapaðist stórt, 14-29. Næst fá stelpurnar lið ÍR í heimsókn í Síkið og verður sá leikur 27. október. /ÓAB Baráttan í algleymingi. MYND: HJALTI ÁRNA 1. deild kvenna : Tindastóll – Grindavík 78-85 Grindavíkurstúlkurnar reyndust sterkari á síðustu metrunum Birnur kampakátar um helgina. MYNDIR AF FB-SÍÐU KORMÁKS – BLAKS Geysis-bikarinn í körfubolta Stólarnir mæta Sandgerðingum syðra Síðastliðinn mánudag var dregið í fyrstu umferð bikarkkeppni KKÍ og við sama tilefni var kynnt nýtt nafn keppninnar en Geysir bílaleiga er nýr samstarfsaðili KKÍ og ber bikarkeppnin því nafnið Geysis-bikarinn næstu tvö árin. Á heimasíðu KKÍ segir að 29 lið hafi verið skráð til leiks í ár í bikarkeppni KKÍ í flokki meistaraflokka karla. Alls var dregið í 13 viðureignir hjá körlunum að þessu sinni (26 lið) og því þrjú lið sem sitja hjá í þessari umferð. Ríkjandi bikarmeistarar, lið Tindastóls, dróst á móti liði Reynis í Sandgerði sem leikur í 2. deildinni. Ekki er enn ljóst hvenær leikirnir í Geysis- bikarnum fara fram. Þegar ljóst er hvaða lið komast áfram ásamt þeim liðum sem sitja yfir að þessu sinni, verður dregið í 16 liða úrslit hjá bæði körlum og konum. /ÓAB Dominos-deildin : Valur – Tindastóll 73–93 Valsmenn ekki mikil fyrirstaða Tindastólsmenn skutust suður sl. fimmtu- dag og léku við lið Vals í annarri umferð Dominos-deildarinnar. Stólarnir tóku snemma forystuna og unnu að lokum auð- veldan sigur en það var í þriðja leikhluta sem strákarnir léku öldungis prýðilega og skildu Valsarana eftir í spólrykinu. Lokatölur 73-93. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Stólarnir tóku af og ril rispur sem Valsmenn náðu síðan að massa niður en í hálfleik var staðan 42-49. Heldur hægðist á stigaskorinu í þriðja leikhluta og Tindastólsmenn náðu að poppa upp góðri vörn. Valsmenn reyndu ítrekað frekar hæpin skot sem klikkuðu oftar en ekki. Sóknarleikur Tindastóls gekk lítið betur framan af leikhlutanum en síðustu þrjár mínúturnar small allt saman. Sérstaklega var Brynjar Þór að spila vel, var að sjálfsögðu eitraður utan 3ja stiga línunnar og þá spilaði hann félaga sína frábærlega uppi hvað eftir annað og endaði leikinn með ellefu stoð- sendingar. Fyrir lokafjórðung stóð 52-69 en Stólarnir keyrðu síðan yfir heimamenn í upp- hafi fjórða leikhluta þar sem Dino Butorac fór á kostum. Lokatölur sem fyrr segir 73-93 fyrir Tindastól. Urald King var stigahæstur með 24 stig og allt liðið átti ágætan leik. Næsti heimaleikur Stólanna er annað kvöld þegar lið Hauka mætir í Síkið. /ÓAB Pétur og Raggi Nat stíga frákastadans. MYND: HJALTI ÁRNA 39/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.