Feykir


Feykir - 17.10.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 17.10.2018, Blaðsíða 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Hið kunnan skáld og góði hagyrðingur, Kristján N. Júlíus, Káinn, var vel þekktur fyrir ljóð sín og lausavísur. Held að það hafi verið í kringum 1920 sem hann gaf út lítið ljóðakver sem bar nafnið Kviðlingar. Varð það kver mjög vinsælt, þekkt er frásögn af konu einni sem fékk það lánað hjá vinkonu og fór að lesa eitt kvöld eftir að hún var háttuð. Tókst þá ekki betur til en svo að hún missti bókina og lenti hún í kopp sem var við rúmstokkinn og hefur hann víst ekki verið alveg tómur. Fór hún snarlega til skáldsins og bað hann að selja sér eintak sem hún gæti skilað til baka. Varð hann fúslega við því og sendi eftirfarandi vísur með kverinu: Komið var allt í kyrrð og ró köll og sköllin dvína. Undan kodda kona dró „kviðlingana“ mína. Þar með prýði las og lá ljóð um blíðu sprundin. Reyndist fríðu fljóði þá fljót að líða stundin. Þróttinn dvala- draumamók dró úr mundum loppnum. Datt á gólfið dýrmæt bók og drukknaði í koppnum. Hvað sem lærðir kenna menn Káinn öllum segir. Drottins vegir eru enn órannsakanlegir. Finn í drasli mínu næstu vísur sem Guðmundur Guðmundsson er talinn höfundur að og þar kallaður Húnvetningur. Veit ekki fyrir víst hver hann er en þar yrkir hann um erfið ástarmál. Prettum slegið mjúklegt mál manns oft beygir hjarta. Þó að meyjar tryggð sé tál tjáir ei að kvarta. Áður bar mér auðnan þýð ástríkari daga. Það sem var á þinni tíð það er farin saga. Á þessum árstíma á vel við þessi vísa Helga Zimsen og er vonandi að ósk hans rætist fyrir okkur jarðarbörn. Enn er miður október oft þá forðum sleða kaus. Vetur úti virðist mér vera frekar getulaus. Ein ágæt eftir Pétur Stefáns: Aldrei skaltu öfund bera þó öðrum hossi lukkan kær. Það er alveg um að gera að una því sem maður fær. Ekki dylst okkur jarðarbörnum að komið er haust, illveður víða um land er þessi þáttur er í smíðum og hálka og lokun á fjallvegum. Við eitthvert slíkt tækifæri mun Sigmundur Benediktsson á Akranesi hafa ort svo: Vísnaþáttur 721 Föl á svellin magnar meinmyndast hálka engu lík,tugir hafa brotið bein á blankskónum í Reykjavík. Ólafur Stefánsson vildi hressa Skaga- manninn og orti: Á þeim sér vart aur né gróm ís nær ekki að baga. Svífa um á sauðskinnsskóm sómamenn á Skaga. Frá Friðriki Steingríms ú Mývatnssveitinni bárust þessi góðu ráð: Hátískunnar heimska tóm hygg ég marga felli, gott er að vera á gúmískóm þá gengið er á svelli. Læknirinn Hjálmar Freysteinsson segir fréttir af skrítnu ástarlífi í næstu limru. Sólborg í Nesi átti syni sína í tilraunaskyni, eignaðist þá alla þrjá með erlendum pennavini. Sá mikli grínisti Hjörleifur Hjartarson segir sínar farir ekki sléttar í næstu limru. Í nótt fékk ég sáðlát í svefni þar synti margt höfðingjaefni. Lögmenn og læknar og leikkonur fræknar þar fórust – svo fátt eitt ég nefni. Mikil kátína varð hjá Friðriki í Mývatnssveitinni þegar þessi sannleikur varð opinber og þá fljótt blandað í limru. Yfir því konan ei kvartar, og kankvísa brosinu skartar, því fáa það saki þó farist í laki glundrið úr Hjörleifi Hjartar. Þegar rætt er um stanslausa fjölgun ferðamanna yrkir Hallmundur Kristinsson: Ofurþenslu eru mér orsakirnar kunnar. Ferðamenn sem fjölga sér í faðmi náttúrunnar. Ekki fer framhjá lesendum að kaldur hausthljómur er í þessum þætti. Látum Ingólf Ómar ljúka honum með þessum vel gerðu haustvísum: Hnígur sól í sævar djúp sorti bólin þekur. Skartar njóla héluhjúp hrollinn gjólan vekur. Gnauða vindar bliknar brá blóm í skyndi falla. Híma á rindum hrakin strá hærast tindar fjalla. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Hvenær er rétti tíminn til þess að hefja háskólanám? Seinustu vikur hefur háskólinn verið mjög ofarlega í huga mér, og hvort það hafi verið góð hugmynd að hefja háskólanámið á þeim tíma sem að ég gerði. Var ég tilbúin í það að takast á við þá vinnu og það álag sem fylgir háskólanum? Til að byrja með var ég það og hafði fullan metnað og fulla einbeitingu til þess að vinna í þessu. Það þarf ekki mikið til þess að þetta breytist og smá áföll í lífinu geta haft stór áhrif á getu og vilja til þess að læra, sama hversu mikill áhugi er fyrir því sem maður er að læra. Um leið og viljinn er farinn er ekki auðvelt að koma sér aftur af stað. Ein til tvær vikur aftur úr og þá getur allt námið verið farið í vaskinn. Þó eru sumir sem geta náð að koma sér aftur á réttan stað og ná að halda sér þar. En í mínu tilfelli var það ekki svo auðvelt. Viljinn var farinn. Metnaðurinn var orðin enginn. Þegar það er tilfellið fer maður oft að velta spurningunni fyrir sér; „Byrjaði ég áður en ég var tilbúin að takast á við þetta?" Ég ákvað að reyna að halda áfram og náði að klára fyrstu tvær annirnar. En við það að klára kom námsleiðinn enn á ný hjá mér, sem ég hafði verið að berjast við í framhaldsskóla. Og þar sem háskólinn er byrjaður aftur hoppar námsleiðinn strax upp og enn á ný koma spurningarnar upp. Fyrir mig er best að finna eitthvað til þess að hreinsa hugann og reyna að takast á við námið, einn dag í einu. Best er að muna að þetta er hlutur sem þú valdir sjálf! Þetta er hlutur sem þú hefur áhuga á! Þó upp komi sú staða að viljinn sé ekki það sterkur að þú getir tekist á við fullan skóla, taktu þá bara færri áfanga. Það er eingin skömm í því að taka lengri tíma í námið. Þetta mun allt hafast á endanum! - - - - - Ég skora á Ólöfu Rún að vera næsti penni. ÁSKORENDAPENNINN Árný Dögg Kristjánsdóttir Austur-Húnavatnssýslu Háskólinn: Já eða nei? UMSJÓN Páll Friðriksson Árný Dögg. MYND AÐSEND Ný bók frá Merkjalæk Út í nóttina Komin er út bókin Út í nótt- ina eftir Sigurð H. Péturs- son. Út í nóttina er spennu- saga, 156 bls. sem gerist í afskekktu héraði á Norður- landi. Höfundur er dýra- læknir og hefur búið og starfað sem héraðsdýra- læknir í Austur Húnavatns- sýslu síðan 1973 og útgef- andi er Bókaútgáfan Merkjalæk sem er staðsett í Svínadal í Austur- Húnavatnssýslu. Sagan gerist í afskekktu héraði á Norðurlandi þar sem Helga, 15 ára, fer af stað úr skólanum í myrkri og ætlar að ganga heim. Þegar hún skilar sér ekki heim upphefst mikil en árangurslaus leit. Hvað varð um Helgu? Bókin verður til fyrir jól í nokkrum bókabúðum á Höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi vestra. Auk þess má fá hana hjá útgefanda. /PF 8 39/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.