Feykir


Feykir - 24.10.2018, Qupperneq 1

Feykir - 24.10.2018, Qupperneq 1
40 TBL 24. október 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 4 BLS. 9 BLS. 6-7 Dagur í lífi brottfluttra Golfæfingin er hápunktur dagsins Frækin körfuboltasystkin á Sauðárkróki Marín, Ragnar, Viðar og Rakel leika öll í meistaraflokkum Tindastóls Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Það var gleðisvipur á andlitum gesta sundlaugarinnar í Varmahlíð sl. mánudag enda langþráðum áfanga náð hjá Skagfirðingum þegar rennibrautin í sundlauginni í Varmahlíð var formlega vígð. Um er að ræða fyrstu alvöru rennibrautina sem sett hefur verið upp í héraðinu þrátt fyrir fjölda sundlauga víðs vegar um fjörðinn. Það voru þau Sigfús Ingi, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps, sem klipptu á borða og Unnur María Gunnarsdóttir, nemandi við Varmahlíðarskóla, vígði svo brautina með fyrstu ferð eftir borðaklippingu. Í máli Sigfúsar Inga Sigfússonar kom fram að framkvæmdir hófust á síðasta ári en helstu verkefni voru að steyptar voru undirstöður, lögð fráveita frá rennibraut, komið fyrir brunnum fyrir myndavélar í minna laugarkarið, lögð snjóbræðsla á bakka og við rennibrautir, komið fyrir lýsingu á sundlaug og rennibraut, sett upp myndavélakerfi á laugarbakka og rennibraut, dælubúnaður og stýringar voru settar upp fyrir rennibraut, unnar lagfæringar á minni laug, komið fyrir nýjum heitum potti og framundan er að leggja tartanefni á laugarbakkann. Innan húss var settur upp búnaður vegna myndavélakerfis sem einnig var endurnýjað, lýsing endurnýjuð, málningarvinna og minniháttar lagfæringar á klefum og farið var í endurnýjun á tengigrind neysluvatns og hitakerfis fyrir sundlaug og íþróttahús. Fjölmargir aðilar komu að framkvæmdunum og var þeim þökkuð góð störf. „Það er trú mín að þessi framkvæmd verði samfélaginu hér og Skagafirði öllum til heilla og skiptir máli upp á búsetuskilyrði og þetta skiptir máli fyrir ferðaþjónustuna. Rennibrautin sjálf blasir við og auglýsir sig á hólnum,“ sagði Sigfús Ingi áður en klippt var á borða og bætti við að fólk væri komið í ríflega sjö metra hæð í efstu tröppu rennibrautar. Einnig kom fram að stefnt væri að lengri opnunartíma sundlaugar- innar, í það minnsta fram að áramótum. Hrefna þakkaði öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til að þessi framkvæmd yrði að veruleika. „Það skiptir máli fyrir okkur öll að hafa svona mannvirki í sveitarfélaginu. Þetta stuðlar að auknum fjölskyldusamvistum og líka að því að við séum dugleg að rækta bæði kropp og sál, annaðhvort ein eða í samvistum við aðra. Það hefur ríkt mikil tilhlökkun alveg frá því áform um þessa rennibraut urðu kunn og er því ánægjulegt að hún sé tilbúin og að við séum að vígja hana hér í dag.“ Að vígslu lokinni var viðstöddum boðið upp á kaffi, kókómjólk og kleinur. /PF Ný rennibraut vígð í sundlauginni í Varmahlíð Langþráðum áfanga var náð Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Glæsileg rennibraut með Glóðafeyki í baksýn. MYND: PF Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! ÁTAKSVERKEFNI KRABBAMEINFÉLAGSINS Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! Kammerkór Skagafjarðar Húsfyllir í Miðgarði

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.