Feykir


Feykir - 24.10.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 24.10.2018, Blaðsíða 3
Heildarafli báta sem lönduðu á Norðurlandi vestra í síðustu viku fór yfir eittþúsund tonn. Það er á pari við vikuna þar áður. Á Hvammstanga kom Harpa með rúm tvö tonn, á Skagaströnd lönduðu 16 bátar 327 tonnum og á Sauðárkróki var landað tæpum 682 tonnum. Enginn bátur kom með afla í Hofsóshöfn samkvæmt gögnum frá Fiskistofu. /PF Aflatölur 14. – 20. október 2018 á Norðurlandi vestra Yfir 1000 tonn að landi SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Katrín GK - 266 LINA 12.399 Guðbjörg GK - 666 LINA 39.020 Lilja SH - 16 LINA 15.218 Sævík GK - 757 LINA 18.081 Daðey GK - 777 LINA 17.941 Óli á Stað GK - 99 LINA 37.001 Kristinn SH - 812 LINA 59.383 Hulda GK - 17 LINA 30.675 Ólafur Magnússon HU - 54 NET 2.983 Dúddi Gísla GK - 48 LINA 14.289 Magnús HU - 23 LINA 7.797 Blíðfari HU - 52 HAND 362 Auður HU - 94 LINA 1.961 Dagrún HU - 121 NET 348 Steinunn SF - 10 BOTN 54.156 Hamar SH - 224 LINA 15.443 Alls á Skagaströnd 327.057 SAUÐÁRKRÓKUR Onni HU - 36 DRAG 13.321 Málmey SK - 1 BOTN 214.125 Sæfari HU - 212 LINA 1.736 Páll Jónsson GK - 7 LINA 94.288 Hafborg SK - 54 NET 5.059 Vinur SK - 22 HAND 846 Badda SK - 113 NET 2.691 Fjölnir GK - 157 LINA 78.836 Sighvatur GK - 57 LINA 73.309 Þorleifur EA - 88 DRAG 18.375 Drangey SK - 2 BOTN 188.060 Kristín GK - 457 LINA 5.386 Dagur SK - 17 RAEK 13.969 Samtals 681.865 HVAMMSTANGI Harpa HU - 4 DRAG 2.168 Samtals 2.168 Hnjúkabyggð 33 I 540 Blönduósi I Sími 455 4700 Blönduósbær w w w.blonduos. is Starfskraftur óskast á skrifstofu Blönduósbæjar Aðstoð við skipulags- og byggingarmál Blönduósbær óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða aðstoðmann/konu skipulags- og byggingarfulltrúa, auk annara tilfallandi starfa á skrifstofu. Starfið er nýtt, og mun á næstu misserum ná til allra sveitarfélaga í Austur - Húnavatnssýslu. Vinnutími er frá kl. 8:00 - 16:00, og starfshlutfall er 70% - 100% eða eftir samkomulagi. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af skrifstofustörfum, góða tölvukunnáttu og hæfni í mannlegum samskiptum auk áhuga/reynslu á þessu sviði. Góð íslenskukunnátta og reynsla af skjalavörslu er kostur. Ráðið verður sem allra fyrst eða eftir samkomulagi, og um framtíðarstarf er að ræða. Áhugasamir leyti nánari upplýsinga og sendi skriflega umsókn eða tölvupóst til sveitarstjóra á netfangið: valdimar@blonduos.is fyrir 5. nóvember 2018. Sjá einnig á www.blonduos.is Frá Sauðárkrókshöfn. MYND: PF Félag ferðaþjónustunnar á Norðurlandi Sproti ársins er Hótel Laugarbakki Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fór fram í síðustu viku í Húnaþingi vestra og kemur fram í tilkynningu að óhætt sé að segja að hún hafi verið frábær. Venju samkvæmt voru þrjár viðurkenningar veittar, Sproti ársins, Fyrirtæki ársins og viðurkenning fyrir störf í þágu ferðaþjónustunnar. Viðurkenningin Fyrirtæki ársins er veitt fyrirtæki sem er búið að slíta barnsskónum og hefur skapað sér sterka stöðu á markaði. Fyrirtæki ársins kom í hlut Hotel Natur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd. Sprota ársins er veitt ungu fyrirtæki sem hefur skapað eftirtektarverða nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Það fyrirtæki sem áskotnaðist verðlaunin í ár er Hótel Laugarbakki. Svanhildur Pálsdóttir ferðaþjónustufrömuður og fyrrverandi hótelstýra í Varmahlíð hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi þar sem hún hefur haft góð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi í heild sinni og hefur starfað beint eða óbeint fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. /PF Viðurkenningin Sproti ársins er veitt ungu fyrirtæki sem hefur skapað eftirtektarverða nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Það fyrirtæki sem fær verðlaunin í ár er Hótel Laugarbakki. AÐSEND MYND. Haustþing SSNV Þorleifur Karl nýr formaður stjórnar Annað haustþing SSNV var haldið 19. október á Blönduósi en þar var m.a. kosin ný stjórn samtakanna. Hana skipa Þorleifur Karl Eggertsson, formaður, Húnaþingi vestra; Stefán Vagn Stefánsson, Sveitarfélaginu Skagafirði; Álfhildur Leifsdóttir, Sveitarfélaginu Skagafirði; Valdimar O. Hermannsson, Blönduósbæ og Ragnhildur Haraldsdóttir, Húnavatnshreppi. Varamenn eru: Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Húnaþingi vestra; Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Sveitarfélaginu Skagafirði; Gunnsteinn Björnsson, Sveitarfélaginu Skagafirði; Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Skagabyggð og Halldór G. Ólafsson, Sveitarfélaginu Skagaströnd. /PF Á myndinni má sjá nýja stjórn, þau Stefán Vagn, Þorleif Karl, Sigurlaugu Vordísi, varamann Álfhildar Leifsdóttur sem var fjarverandi, Ragnhildi og Valdimar O. MYND AF HEIMASÍÐU SSNV. Grunnskóli Húnaþings vestra Fyrsti símalausi dagurinn tókst vel Fimmtudaginn í liðinni viku var fyrsti símalausi dagurinn í Grunnskóla Húnaþings vestra og tókst hann vel eftir því sem kemur fram á heimasíðu skólans. Þar segir að greinilegt hafi verið í samtölum við nemendur og í fasi þeirra að þessi breyting reynist sumum erfið enda margir vanir að skilja símann aldrei við sig en tekið er fram að nemendur eigi hrós skilið fyrir góðar undirtektir. Ekki þurfti að minna marga nemendur á að síminn ætti ekki að vera uppi við í skólanum og tóku þeir þeim ábendingum vel. „Það kemur okkur í skólanum ekki á óvart að nemendur standa sig vel, en munum að starfsfólk skólans og foreldrar þurfa að styðja við þá nemendur sem reynist þetta hvað erfiðast vegna vanans og rútínunnar,“ segir á heimasíðu skólans. /PF 40/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.