Feykir


Feykir - 24.10.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 24.10.2018, Blaðsíða 6
VIÐTAL Páll Friðriksson að lífið snýst um körfubolta í Skagafirði. Afrakstur síðasta keppnistímabils hjá meistaraflokki karla hjá Tindastól var bikarmeistaratitill og annað sætið í deildinni. Einn af máttarstólpum liðsins er Skagfirð- ingurinn Viðar Ágústsson og hefur hann gert garðinn frægan enda einn besti varnarmaður Domino's deildarinnar. Viðar er í hópi fjögurra systkina sem öll leika í meistaraflokkum Tindastóls en nú í vetur teflir félagið fram meistaraflokki kvenna. Kvenna megin eru þær Rakel Rós og Marín en Ragnar er með bróður sínum karla megin. Fyrir hina ættfræðiþyrstu þá eru foreldrar þeirra Viðars, Rakelar, Ragnars og Marínar þau Guðbjörg Ragnarsdóttir og Ágúst Andrésson á Sauðárkróki. Feykir fékk þau systkini í smá leik þar sem þau svara laufléttum spurningum og kemur þar fram að þau eru ansi samstillt, öll varnarsinnuð, hafa gaman af hestum og skemmtilegasta sem þau gerðu í sumar var fjölskylduferð um Evrópu. Það er ekki óþekkt að systkini leiki saman í liði en að þau skulu vera fjögur í Meistaraflokkum sama félags er líklega heimsmet, allavega á Íslandi. MYND: PF Frækin körfuboltasystkin á Sauðárkróki Marín, Ragnar, Viðar og Rakel leika öll í meistaraflokkum Tindastóls Marín Lind Keppti fyrir hönd Íslands með U15 landsliðinu Marín er fædd árið 2003 og er því í 10. bekk í Árskóla. Körfuboltinn hefur alltaf heillað hana mest og þrátt fyrir að hafa prófað ýmis- legt annað hefur hún haldið tryggð við körfuna. „Held að ástæðan sé aðallega sú hvað ég er með æðislega og hvetjandi liðsfélaga með mér og alltaf mikil stemning í kringum okkur,“ segir þessi magnaði bakvörður meist- araflokks Tindastóls. Helsti styrkleiki þinn? -Ég myndi segja að við systkinin værum öll sterk varnarmegin og finnst mér minn styrkleiki vera að keyra á körfuna. Hvað þyrftir þú helst að bæta hjá þér? -Vinstri höndina. Skemmtilegasta augnablikið? -Þegar ég fór til Kaupmanna- hafnar í sumar að keppa fyrir hönd Íslands með undir 15 ára landsliðinu. Neyðarlegasta atvikið? -Man ekki eftir einhverju svakalegu núna. Eina sem mér dettur í hug er að ég man þegar ég var á einu af mínum fyrstu fjölliðamótum og ruglaðist aðeins og skaut á vitlausa körfu, ég hitti reyndar ekki en mér fannst það mjög vandræðalegt. Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? -Ég hef alltaf reynt að nýta hindranir og erfiðleika í lífinu sem reynslu og ég held að það hafi gert mig sterkari og að þeim einstakling sem ég er í dag. Áttu önnur áhugamál en körfubolta? – Já, ég hef gaman af frjálsum og hestamennsku. Hvað gerðir þú skemmti- legt í sumar? -Í maí fórum við fjölskyldan í utanlandsferð og ferðuð- umst um Frakkland, Ítalíu og Spán og svo í júní fór ég til Kaupmannahafnar í keppnisferð. Er mikið rætt um körfu- bolta á heimilinu? -Já, þessi umræða kemur oft upp enda finnst okkur skemmtilegt að ræða þetta okkar á milli. Er metingur á milli ykkar systkina? -Nei, hef ekki fundið fyrir því. Ef þú mættir hoppa upp í flugvél og velja þér hvaða lið sem er í heiminum til að spila með, þá færirðu í? - Ég hugsa að ég myndi hoppa aftur út úr vélinni og halda mig heima í Tindastól. Hvar heldur þú að þitt lið endi eftir þetta tímabil? -Ég spái því að liðið mitt í 10. flokki kvenna endi á toppn- um, lentum í öðru sæti í fyrra en þetta árið ætlum við að ná Íslandsmeistaratitlinum. En með meistaraflokknum stefnum við á úrslitakeppnina. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Myndi segja að ég sé virkilega heppin að eiga ekki bara eina, ekki tvær, heldur þrjár æðislegar fyrirmyndir sem ég get litið upp til og kenna mér alltaf meira og meira með tímanum. Ragnar Heldur að Stólarnir geti náð langt Ragnar er á öðru ári í Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra, fæddur árið 2001 og því 17 ára gamall. Hann segist vera „alt muligt“ maður á vellinum en „go to“ staðan er fram- herji, þristur, fjarki. Í síð- asta leik Tindastóls gegn Haukum kom Ragnar inn á og stóð sig vel, skoraði tvö stig og beitti sér vel í vörninni. Hann segist hafa byrjað á svipuðum tíma að æfa körfu og fótbolta en fann sig betur í körfunni. „Ætli helsta ástæðan sé ekki Viðar og félagar hans. Fylgdist mikið með þeim þegar ég var yngri,“ segir hann. Helsti styrkleiki þinn? -Ég tel minn styrkleika vera vörnina. Hvað þyrftir þú helst að bæta hjá þér? -Ætli ég þurfi ekki að bæta sjálfstraustið. Skemmtilegasta augnablikið? -Það var mjög skemmtilegt þegar ég varð bikarmeistari með drengjaflokki í Þór Akureyri í fyrra. Neyðarlegasta atvikið? -Ég man nú ekki eftir neinu ákveðnu atriði en það var frekar neyðarlegt þegar ég las vitlaust á leikklukkuna á fjölliðamóti og hélt það væru 2 sekúndur eftir en ekki 2 mínútur og skaut boltanum frá miðju þegar við vorum tveimur stigum undir. Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? -Það er svo sem ekkert eitt sem mér dettur í hug en ætli það sé ekki bara að reyna að standa sig vel í námi og íþróttum. Áttu önnur áhugamál en körfubolta? –Í frítíma mínum reyni ég að hitta vini mína og eyða tíma með fjölskyldunni. Hvað gerðir þú skemmti- legt í sumar? -Við fjölskyldan fórum til útlanda saman og ferðuðumst innan Evrópu. Stoltir leikmenn í Tindastólsbúningi. MYND: PF Landsmenn hafa fengið að fylgjast með því undanfarin ár, og ekki síst eftir síðasta vetur, 6 40/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.