Feykir


Feykir - 24.10.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 24.10.2018, Blaðsíða 8
Fyrr var málum lyft úr lægð, leitað góðra ráða. Jörð til vænni vega plægð, virkjað afl til dáða. Öll er saga Sæborgar saga lífs sem gefur. Lesa má úr línum þar lausn sem blessað hefur. Skjólið besta byggt var hér, búið anda góðum. Athvarf vilja allir sér eiga á heimaslóðum. Áfram skal um byggð og ból braut til heilla feta. Sæborg er það sigurskjól sem er vert að meta. Þrjátíu ára saga á sér sanna gildisþætti. Stofnun góða styðja ber, starfið aldrei hætti! Eigi mark í öllu hæst aðhlynningarþörfin, þar sem hvíld og friður fæst fyrir ævistörfin. Megi heill í málum sjást, móta gefin kynni, heimilið með hlýju og ást halda vöku sinni! Rúnar Kristjánsson AÐSENT Rúnar Kristjánsson Dvalarheimilið Sæborg á Skagaströnd 30 ára 22. október 2018 Ég ákvað að deila með ykkur upplifun minni af því að fara að heiman. Ég er fædd og uppalin í þorpinu á Akureyri, er ég því ekta þorpari. Faðir minn var einnig þorpari en móðir mín var fædd á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal en í þann dal var ég send sem barn í eitt sumar. Í Hrafnkelsdal eru bara tveir bæir, Vaðbrekka og Aðalból og var ég send á síðarnefnda bæinn sem er ekki langt frá Vatnajökli. Ég sem hafði alla tíð verið í þéttbýli ætlaði ekki að staldra lengi við í sveitinni, ætlaði að strjúka við fyrsta tækifæri. Það var reyndar áður en ég áttaði mig á því að það var engin umferð þarna inni í afdal og ekki nokkur leið að strjúka. Mér leist ekkert á blikuna þegar ég sá hvernig sumt af matnum var búið til. Það voru tvær kýr á bænum sem voru handmjólkaðar kvölds og morgna og þurfti ég að drekka mjólkina án þess að fá hana úr fernu. Skyrið lá á klút sem lagður var yfir dall og mysan lak af því. Þetta skyr var ekki eins og KEA skyrið sem var vandlega pakkað í plast og ekki var mysan í fernum en hún var helsti svaladrykkurinn. Þá er ótalið smjörið sem búið var til og mér fannst hið mest óæti en það sama verður ekki sagt um rjómann sem rann úr handsnúinni skilvindunni og ég stalst í hvenær sem færi gafst. Nei, þetta var með því verra sem ég hafði lent í á minni stuttu ævi þegar ég var send að heiman. En þegar kom að því að ég þurfti að fara heim um haustið langaði mig ekkert til þess. Dvölin í sveitinni hafði verið frábær, fólkið yndisleg og ótrúlega þolinmótt við þessa dramadrottningu af malbikinu. Svona hafði viðhorf mitt breyst. Þegar ég varð síðan fullorðin kynntist ég strák úr Skagafirði og elti ég hann náttúrulega í fjörðinn, fór sjálfviljug að heiman. Ég starfaði í þrettán ár við íþróttahús Sauðárkróks og kynntist býsn af fólki, nemendum, iðkendum og fólki sem kom inn af götunni bara til að fá sér kaffi. Í þeim hópi voru nokkrir kaffibrúsakallar sem fannst ég ekki sérlega vel gefin að sjá ekki að Sauðárkrókur væri nafli alheimsins. Ég var nú ekki tilbúin að kyngja því, komandi frá miklu meiri menningarstað. En eins og á Aðalbóli lærði ég að meta kostina við Skagafjörð og líkar vel að búa hér, enda búin að vera hér í rúm þrjátíu ár og er ekkert förum. Núna er ég búin að kenna við Varmahlíðarskóla í tólf ár og hef því kynnst mörgum snillingum úr sveitinni rétt eins og ég gerði á Sauðárkróki á sínum tíma. En þrátt fyrir langa búsetu hér í Skagafirði þá er ég og verð alltaf aðkomumaður – en ánægður aðkomumaður. - - - - - Ég skora á snillinginn og samstarfskonu mína Þyrey Hlífarsdóttur að taka við pennanum. ÁSKORENDAPENNINN Sigrún Benediktsdóttir Varmahlíð Ég er aðkomumaður UMSJÓN Páll Friðriksson Sigrún Benediktsdóttir. MYND AÐSEND 8 40/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.