Feykir


Feykir - 31.10.2018, Síða 1

Feykir - 31.10.2018, Síða 1
Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar í síðustu viku var lagt fram bréf frá Safnaráði varðandi eftirlitsferð vegna nýs varðveislurýmis Byggðasafns Skagfirðinga að Borgarflöt á Sauðárkróki. Gerðar eru athugasemdir við langtímavarðveislu gripa í húsnæðinu hvað varðar eldvarnir, mögulegt vatnstjón og mengunarhættu einkum vegna bifreiðaverkstæðis við hliðina á varðveislurýminu. Að ósk Byggðasafns Skagfirðinga sendi Safnaráð forvörð úr eftirlitsnefnd til að skoða aðstæður verðandi nýs geymsluhúsnæðis Byggðasafnsins að Borgarflöt 17 - 19, en þegar er búið að opna bifreiðaverkstæði í næsta bili við það rými sem er ætlað sem geymslu- húsnæði safnsins. Nathalie Jacqueminet forvörður heimsótti safnið nýverið og skilaði Safnaráði skýrslu en heimsóknin var hluti af eftirliti Safnaráðs með viður- kenndum söfnum. „Safn sem ekki uppfyllir kröfur getur misst viðurkenningu Safnaráðs, en slík viðurkenning er meðal annars forsenda þess að hægt sé að sækja um rekstrarstyrki úr Safnasjóði. Nathalie kemst að því að ljóst sé að nokkur atriði viðkomandi langtímavarðveislu gripa yrðu ekki uppfyllt í nýju húsnæði að Borgarflöt 17-19, til dæmis hvað varðar eldvarnir, mögulegt vatnstjón og mengunarhættu og uppfylla þar af leiðandi ekki skil- yrði Safnaráðs hvað varðar húsnæði viðurkenndra safna,“ segir Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga. Hvetur Safnaráð eigendur Byggðasafns Skagfirðinga til að gera við- eigandi ráðstafanir varðandi geymslu- húsnæði safnsins, þannig að það uppfylli skilyrði Safnaráðs um viðurkennd söfn. Lóðin skilgreind sem iðnaðarlóð Atvinnu-, menningar- og kynningar- nefnd Svf. Skagafjarðar harmar það að til standi að starfrækja bifreiðaþjónustu við hliðina á bráðabirgða varðveislurými Byggðasafnsins sem setur varðveislumál í uppnám og hyggst skoða málið til hlítar og leita lausna. Berglind segir rekstur bifreiðaverk- stæðis á þessum stað hafa komið á óvart þar sem upphaflega hafi verið gert ráð fyrir geymslum og frístunda- húsnæði í byggingunni en stutt er síðan húsnæðisbilin voru afhent nýjum eigendum. Segir Berglind að verið sé að skoða hvað hægt sé að gera en ekki er búið að leysa málið. Pétur Jóhannsson, eigandi Áka, sagði í samtali við Feyki að hvergi hafi það komið fram er bilin voru auglýst til sölu að ekki mætti vera með atvinnustarfsemi í húsinu, hvorki bílaverkstæði né annað. „Eðlilegt er að hver og einn sinni sínu bili og sæki um það sem hann þarf fyrir sína eign eða starfsemi. Sveitarfélagið lætur eins og það eigi húsið og vilji ráða því hvað sé gert í því. Ég sinni mínu bili og aðrir verða að sinna sínu. Lóðin er skilgreind sem iðnaðar og athafnalóð og bilin seld sem iðnaðarbil,“ segir Pétur. /PF Geymslurými Byggðasafns Skagfirðinga í uppnámi í nýju húsi Bifreiðaverkstæði setur strik í reikninginn Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Í bili tvö og þrjú frá vinstri eru geymslur Byggðasafnsins en Áki bifreiðaþjónusta er í fjórða bili þar sem dyrnar standa opnar. MYND: PF ÁTAKSVERKEFNI KRABBAMEINFÉLAGSINS Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! 41 TBL 31. október 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–8 BLS. 10 Liðskynning Tindastóls Leikmenn meistara- flokks karla kynntir BLS. 9 Ofurhetjan Vala Mist Valsdóttir 16 aðgerðir og 18 svæfingar á 21 mánuði Guðný Hrund Karlsdóttir á Hvammstanga stýrir áskorendapennanum Ertu að reima skóna þína rétt Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Stórprent í toppgæðum Við prentum strigamyndir, auglýsingaskilti og plaggöt í hinum ýmsu stærðum og gerðum

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.