Feykir


Feykir - 31.10.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 31.10.2018, Blaðsíða 2
Það hefur löngum verið þannig að drengir hafa verið aldir upp við það að vera sterkir jafnt líkamlega sem andlega. Það þykir ekki beint til fyrirmyndar að láta sjá sig með augun full af tárum, með blautar kinnar og titrandi vör. Það er ekki karlmennska. Ég hef reynt í gegnum tíðina að feta þessa karlmennskuslóð, að sýna ekki af mér þá linkind að tárast yfir smámunum. Ég gæti talið upp einhver atriði sem hæglega hefði verið hægt að brynna músum yfir, einhverju sem mér hefur sárnað yfir, missi einhverra hluta eða veraldlegra eigna en þá bitið á jaxlinn og sagt að svona væri þetta bara og ekki þýði að grenja yfir hlutunum. En ég komst að því um helgina að ég er algjör grenjuskjóða. Við fjölskyldan fórum í menningarreisu til Reykjavíkur og ég held að ég hafi verið með tárvot augun allan tímann. Kannski er ég að ýkja aðeins en við fórum í bíó og leikhús og það var ekkert grín fyrir mig. Það sem fáir vita er að ég græt svo sem alltaf í leikhúsi og tárast oft yfir bíómyndum. Við sáum myndina A Star Is Born með Bradley Cooper og Lady Gaga og það var bara ekkert annað en það að allt í einu fann ég tár leka niður kinnina á mér. Ég þurrkaði það svo lítið bar á og vonaðist til að enginn tæki eftir því. Veit ekki hvort það tókst. Frábær mynd sem hreyfði við mér á einhvern hátt. Sunnudagskvöldið var þó öllu erfiðara. Þá sáum við sýninguna um Ellý Vilhjálms í Borgarleikhúsinu. Þetta er alveg stórkostleg sýning, frábær leikur og öll umgjörð til fyrirmyndar. Þarna sá ég að ég vissi ekkert um líf þessarar frábæru söngkonu sem hefur þurft að fórna miklu fyrir listina og lífið ekki alltaf dans á rósum þrátt fyrir glansmyndina. Það var mikið hlegið og ekki síður grátið. Og ég grét yfir örlögum ókunnugs fólks. Karlmennskan vék fyrir tilfinningum sem ég réð ekki yfir svo ég verð bara að gera játningu: Karlmenn eru líka tilfinningaverur. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Geta pabbar grátið? Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Ágæt aflabrögð voru í síðustu viku og nam heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra 1.301.840 kílói. Alls bárust tæp 405 tonn að landi á Skagaströnd þar sem 16 skip og bátar lönduðu. Á Sauðárkróki lönduðu tólf skip og bátar og var samanlagður afli þeirra um 890 tonn. Á Hvammstanga landaði Harpa HU fimm og hálfu tonni en engir bátar lönduðu á Hofsósi að þessu sinni. /FE Aflatölur 21. – 27. okt. 2018 á Norðurlandi vestra Heildaraflinn rúm 1300 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 5.514 Alls á Hvammstanga 5.514 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 5.402 Daðey GK 777 Lína 16.908 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 2.480 Dúddi Gísla GK 48 Lína 12.942 Guðbjörg GK 666 Lína 34.504 Hafrún HU 12 Dragnót 5.091 Hulda GK 17 Lína 24.360 Katrín GK 266 Landbeitt lína 4.564 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 54.913 Lilja SH 16 Lína 14.347 Magnús HU 23 Landbeitt lína 6.008 Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfiskinet 3.011 Óli á Stað GK 99 Lína 35.060 Steinunn SF 10 Botnvarpa 136.809 Særif SH 25 Lína 45.515 Sævík GK 757 Lína 2.863 Alls á Skagaströnd 404.777 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Þorskfiskinet 1.213 Dagur SK 17 Rækjuvarpa 9.930 Drangey SK 2 Botnvarpa 207.426 Fjölnir GK 157 Lína 83.864 Jóhanna Gísladóttir GK 557 Lína 75.143 Kristín GK 457 Lína 81.375 Málmey SK 1 Botnvarpa 199.976 Onni HU 36 Dragnót 14.123 Páll Jónsson GK 7 Lína 98.294 Sighvatur GK 57 Lína 86.232 Sæfari HU 212 Lína 4.735 Þorleifur EA 88 Dragnót 29.238 Alls á Sauðárkróki 891.549 Upplýsingamiðstöð ferðamála í A-Hún Komur gesta sumarið 2018 Teknar hafa verið saman tölur yfir komur gesta á Upplýsingamiðstöð ferðamála í A-Hún frá 1. júní til 15. september en alls voru taldir 3693 gestir. Á sama tímabili í fyrra voru taldir gestir 755 í húsnæði Héraðsbókasafns Austur Húnavatnssýslu en eins og flestir vita þá var upplýsingamiðstöðin opnuð á nýjum stað í apríl síðastliðnum á Aðalgötu 8 í Gamla bænum á Blönduósi. Frá opnun hafa 4740 gestir alls verið taldir og hafa Bandaríkjamenn verið ráðandi þetta árið en í fyrra voru Þjóðverjar flestir, aldursskiptingin er svipuð en lítill munur er á gestum á aldrinum 25-45 ára og 45-60 ára sem eru þó aðeins fleiri. Komutími gesta var nokkuð jafn en rólegra var frá opnun til kl 10 en á öðrum tímum dags. Upplýsingamiðstöð ferðamála í A-Hún verður opin í vetur flesta daga vikunnar, á þriðjudögum-föstudaga verður opið frá kl. 10-17 og á laugardögum frá kl. 12-15, lokað verður á sunnudögum og mánudögum. /Fréttatilkynning Á heimasíðu UMF Tindastóls segir að undanfarna mánuði hafi verið í gangi vinna við stofnun unglingráðs og skilgreiningu verkefna þess hjá knattspyrnudeildinni og hafa þau Íris Ósk Elefsen og Guðmundur Helgi Gíslason verið fengin til starfa. „Unglingaráð hefur ekki verið starfandi í deildinni um þó nokkurt skeið en varla þarf að taka fram mikilvægi þess að hafa slíkt ráð starfandi enda stefna knattspyrnudeildar að hlúa vel að barna- og unglingastarfi deildarinnar. Á foreldrafundum haustsins verða skipuð foreldraráð í hverjum yngri flokki fyrir sig og munu þau ráð fyrst og fremst hafa samskipti við unglingaráð, sem hefur forystu í málefnum yngri flokka. Í náinni framtíð er svo stefnt að fullum aðskilnaði á fjárhag meistaraflokka annarsvegar og yngri flokka hins vegar,“ segir á Tindastóll.is. /PF Knattspyrnudeild Tindastóls Unglingaráð sett á laggirnar Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Skipar samgöngu- og innviðanefnd Á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem haldið var á Blönduósi 19. október sl. var skipuð samgöngu- og innviðanefnd í framhaldi af samþykkt 25. ársþings SSNV. Nefndinni er ætlað að vinna að upplýs- ingaöflun vegna samgönguáætlunar SSNV með starfsmönnum samtakanna en að því er segir á vef SSNV er „ítarleg upplýsingaöflun og greining á þáttum er varða samgöngu- og innviðamál grundvöllur þess að setja megi saman raunhæfar áætlanir um upp- byggingu samgöngumannvirkja og annarra innviða í landshlutanum.“ Nefndin er skipuð einum fulltrúa frá hverju aðildarsveitarfélagi samtakanna. Framkvæmdastjóri mun starfa með nefndinni og aðrir starfsmenn samtakanna eftir atvikum. Sjá nánar á Feykir.is. /FE 2 41/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.