Feykir


Feykir - 31.10.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 31.10.2018, Blaðsíða 4
Frá Grænlandi í Skagafjörð Dansverkið FUBAR í Bifröst á fimmtudag Dansverkið FUBAR verður sýnt í Bifröst á Sauðárkróki nk. fimmtudag, 1. nóvember, klukkan 18:00. Höfundur verksins og aðaldansari er Sigríður Soffía Níelsdóttir, Sigga Soffía, en verkið er unnið í samstafi við Jónas Sen, tónskáld og gagnrýnanda, sem kemur einnig fram í verkinu sem dansari. Hann opnar verkið FUBAR með tai chi líkum dansi auk þess að semja tónlistina og spila á flygil í verkinu. Sigríður Soffía og Jónas Sen eru ný komin heim frá Grænlandi þar sem þau sýndu verkið á vegum Outervision danshátíð- arinnar í Nuuk. Tveir íslenskir hópar sýndu á festivalinu, FUBAR og CLOAK eftir Sögu Sigurðardóttur. Þetta var 27. sýningin á FUBAR en verkið hefur verið sýnt víða hérlendis á síðustu tveimur árum og fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda og hlaut það tvær tilnefningar til Grímuverðlauna árið 2016 þegar verkið var frumsýnt, Jónas Sen fyrir tónlist ársins og Sigga Soffía sem dansari ársins. FUBAR er á ferð hér fyrir norðan á vegum verkefnisins List fyrir alla sem ætlað er að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunn- skólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum, óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum og stefnt að því að á tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða yfirsýn yfir vettvang lista. Hægt er að kynna sér verkefnið betur á heimasíðunni List fyrir alla. Sigga Soffía kennir dans- smiðjur í grunnskólunum í Skagafirði í vikunni en List fyrir alla býður svo 8.-10. bekk grunnskólanna að sjá danssýn- inguna FUBAR í lok vikunnar. Tvær sýningar verða því á verkinu, einkasýning fyrir nemendur skólanna og opin sýning fyrir almenning þann 1. nóvember kl. 18:00 í Bifröst á Sauðárkróki. Nánar má lesa um verkið á Facebook og heimasíðu List fyrir alla. /FE Er styrkur í þér? UPPBYGGINGARSJÓÐUR NORÐURLANDS VESTRA 2019 • Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar • Verkefnastyrkir til menningarstarfs • Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs RAFRÆN UMSÓKNARGÁTT Smelltu á lógó Sóknaráætlunar á heimasíðu SSNV: www.ssnv.is AÐSTOÐ OG UPPLÝSINGAR Allar nánari upplýsingar og aðstoð veita starfsmenn SSNV atvinnuþróunar UMSÓKNARFRESTUR TIL KL. 16:00 22. NÓVEMBER 2018N ÝP RE N T eh f. / 1 02 0 18 Úr dansverkinu FUBAR. AÐSEND MYND Forvarnir gegn sykursýki Lionsklúbbarnir bjóða til fræðslufundar Undanfarin ár hafa Lions- klúbbarnir á Sauðárkróki, Lionsklúbburinn Björk og Lionsklúbbur Sauðárkróks, boðið fólki upp á blóðsykurs- mælingar á þessum tíma árs en baráttan við sykursýki er eitt af baráttumálum Lions- hreyfingarinnar og hefur hún beitt sér á þeim vettvangi á ýmsan hátt. Að þessu sinni ætla Lions- klúbbarnir á Sauðárkróki að bjóða íbúum Skagafjarðar, og öllum þeim sem koma vilja, upp á almenna fræðslu um sykur- sýki. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 5. nóvember nk. klukkan 20:00 í matsal Árskóla á Sauðárkróki. Aðgangur er ókeypis. Það eru þær Sunna Björk Björnsdóttir, sérnámslæknir í heimilislækningum, og Margrét Aðalsteinsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, sem annast fræðsl- una og eins og áður segir eru allir velkomnir. /FE Rjúpnatímabilið hafið Aflinn hvarf um nóttina Guðbrandur Ægir Ásbjörns- son á Sauðárkróki varð fyrir miklum vonbrigðum er hann leit út sl. laugardag og uppgötvaði að rjúpurnar tvær sem hann veiddi daginn áður voru horfnar en þær héngu á grein í einu trénu í garðinum hjá honum. Þar sem engin ummerki voru taldi hann að einhver bíræfinn þjófur, sem vantaði í jólamatinn, hefði verið að verki eða þá einhver paur á leiðinni heim af barnum um nóttina og fundist hann vera fyndinn. Deildi Ægir reynslu sinni á Fésbók og urðu margir reiðir fyrir hans hönd og gáttaðir á hvernig komið væri fyrir mannkyninu að leggjast svo lágt að gera svona nokkuð. Það liðu þó ekki margir klukku- tímar þar til aflinn fannst, illa farinn undir húskofa í garð- inum og étinn að hálfu. Málið er þá núna þannig statt að köttur liggur helst undir grun. Eftir áreiðanlegum heimildum gengur hann enn laus. Ægir segir málið allt hið undarlegasta enda hafi hann hengt rjúpur á greinina í mörg ár með góðum árangri. Hann lætur rjúpur hanga þar til tölunni 40 er náð en hún er fengin með meðalhitastigi dagsins og fjölda daga. Sem dæmi ætti rjúpa sem hangir í fimm gráðu hita að vera til- búin til frystingar eftir átta daga. „Það virðist vera nokkuð mikið af fugli þannig að maður ætti að ná í jólamatinn, þrátt fyrir skakkaföllin,“ segir hann og getur ekki annað en brosað yfir málalokum. /PF Guðbrandur Ægir búinn að finna rjúpurnar sem hurfu sporlaust úr trénu. AÐSEND MYND 4 41/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.