Feykir


Feykir - 31.10.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 31.10.2018, Blaðsíða 6
að hreyfa sig. Við fórum í sónar hjá barnafæðingarlækni og hún sagði, „já, hún er greinilega að þreytast“ og ég man að hún tók svona um öxlina á mér og sagði: „Jæja, það er komið að þessu,“ og ég vissi nákvæmlega hvað hún átti við en sagði samt: „Að hverju?“ og hún svaraði: „Við munum hitta stúlkuna ykkar í dag.“ Það gekk eftir og Vala Mist kom í heiminn kl. 14:14 fimmtudaginn 12. janúar eftir 37 vikna og tveggja daga með- göngu. „Hún var alla vega ekki fyrirburi,“ segir Valur, en barn sem fæðist fyrir 37 vikna meðgöngu telst vera fyrir- buri. Vala Mist var heilar 11 merkur og hraustleg en vegna hjartagallans var hún strax flutt á vökudeild og segir Lilja að henni hafi þótt mjög erfitt hve lítið hún fékk að sjá hana áður. Það var fljótt ljóst að Vala Mist þyrfti að fara í hjartaaðgerð til að eiga lífslíkur og segir Lilja þetta hafa verið erfiðan tíma. „Ég varð hálf þunglynd og mér fannst allt ömurlegt, ég skildi ekki af hverju fólk var að óska mér til hamingju með hana af því að hún gæti bara dáið og ég átti erfitt með að koma Meðgangan gekk eðlilega fyrir sig og það var á ósköp venjulegum degi þann 21. desember sem Lilja fór í mæðraskoðun. Ætlunin var bara rétt að skjótast í skoðun- ina og koma svo heim með bílinn þannig að Valur kæmist í jólaklippinguna. Þá er það sem ljósmóðirin tekur eftir að hjarta fóstursins slær á óeðlilegum hraða, 250 slög á mínútu en eðlilegur hjartsláttur er milli 120 og 160 slög. Í framhaldi af nánari skoðun fóru þau hjón svo til Akureyrar en síst af öllu datt þeim í hug að þau ættu ekki eftir að koma heim fyrr en fimm mánuðum síðar. Eftir skoðun á Akureyri flaug Lilja suður en Valur keyrði heim og sótti dótturina og ýmislegt til jólanna þar sem þau vissu ekkert hve langan tíma þau þyrftu að dvelja syðra. Þegar suður var komið var Lilja lögð inn á Kvennadeild Landspítalans. „Það var hugs- að alveg rosalega vel um okkur þar,“ segir Lilja. „Það var þarna barnahjartalæknir og ég fór, í þrjár vikur, á hverjum einasta degi í hjartaómun á barninu. Mér finnst svo merkilegt að þetta sé hægt, ég er bara ólétt og það er hægt að skoða hjartað í barninu og sýna okkur eitthvað á skjánum, þó ég sæi nú bara einhverjar klessur.“ Tekin var ákvörðun um að reyna að ná tökum á hjartslætti barnsins með því að gefa Lilju hjartalyf en það gekk þó nokkuð brösulega fyrir sig. „Þetta var bara ömurlegt, var alltaf að rjúka upp og þetta var rétt eins og rússnesk rúlletta og ég var alltaf í monitor. Svo, milli jóla og nýárs, tókst að ná tökum á hjartslættinum og þá tók við bið að reyna bara að viðhalda því og leyfa henni að vaxa og halda henni inni í mér eins lengi og við gætum.“ „Við munum hitta stúlkuna ykkar í dag“ Að morgni 12. janúar vaknar Lilja svo upp og finnst hún ekki verða vör við neinar hreyfingar hjá fóstrinu svo þau drífa sig upp á sjúkrahús, en þarna voru þau komin í íbúð á vegum Barnaspítalans. „Ég fer í monitor þar og það var hjartsláttur en hún var voðalega löt og ekkert mikið VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Í byrjun janúar á síðasta ári fæddist hjónunum Lilju Gunnlaugsdóttur og Vali Valssyni lítil dóttir en fyrir áttu þau dótturina Ásrúnu sem þá var fimm ára gömul. Lilja og Valur eru búsett í Áshildarholti, rétt við Sauðárkrók, þar sem þau hafa búið sér sérlega fallegt heimili í gömlu húsi sem amma Lilju átti en það hafa þau gert mikið upp og segja að það séu eiginlega bara veggirnir og sálin í húsinu sem eru eftir. Þarna hafði litla fjölskyldan hugsað sér að halda sín jól, í desember árið 2016, en stundum fara hlutirnir á annan veg en nokkurn gæti órað fyrir. Lilja og Valur settust niður með blaðamanni og sögðu honum undan og ofan af því sem síðan hefur dunið á í lífi fjölskyldunnar. Fjölskyldan, Valur, Lilja, Vala Mist og Ásrún. MYNDIR ÚR EINKASAFNI Ofurhetjan Vala Mist Valsdóttir 16 aðgerðir og 18 svæfingar á 21 mánuði mér fram úr og vorkenndi sjálfri mér alveg rosalega mikið. Svo kemur Valur til mín á föstudagsmorguninn og sest upp í rúm hjá mér og segir: „Lilja, við erum að fara til Svíþjóðar á mánudaginn.“ Og það bara small eitthvað inni í mér. „Já, ókey, þá þarf ég að fara á fætur, ég verð að fara með og Valur getur ekki verið að bera mig og hana og ég þarf að koma mér fram úr.“ Lilja og Valur rifja upp að barnið hafi þurft að hafa vegabréf til að fara milli landa. Á sjúkrahúsið mætti ljósmyndari en þar sem reglur kveða á um að augu fólks þurfi að vera opin á myndum í vegabréfi hafi hann verið búinn að taka allt að 50 myndir áður en loks náðist mynd af Völu Mist með augun opin. Einhverjum gæti þótt þetta aukaatriði þegar um er að ræða kornabarn á leið í lífsnauðsynlega aðgerð. „En hún er voða flott, myndin í vegabréfinu,“ segja þau. „En þarna um helgina kom mikið af fólkinu okkar að norðan og Ásrún kom og sá okkur, sem betur fer af því að svo vorum við bara að fara út þegar Vala Mist var fjögurra daga. En við vorum alltaf með það í farteskinu að við værum að fara út til þess að vera þar í tvær vikur til að láta laga ósæðabogann sem kom í ljós að þyrfti eftir að hún fæddist. Það var gert þegar hún var viku gömul og það þurfti svo að halda henni sofandi í tvo daga því það varð að halda bringunni opinni af því að hjartað var svo þreytt að það þurfti meira pláss til að jafna sig eftir aðgerðina. Það gekk allt mjög vel en svo þótti læknunum svo skrítið að hún var ekki meira vakandi þegar deyfingin var að fara úr henni. En þá vildi svo til að fyrir aðgerðina var þarna nemi sem var að taka röntgenmyndirnar af henni og hann hafði aldrei tekið röntgenmynd af höfði á svona litlu barni þannig að læknarnir spurðu okkur hvort það væri í lagi að hann gerði það, bara svona í leiðinni, það var engin ástæða nema bara að þetta var nemi. Sem betur fer samþykktum við það því um mánaðamótin var ákveðið að taka aðra mynd af því að það þótti svo skrítið að hún var alltaf sofandi. Þá kom í ljós víkkun á heilahólfunum og þá höfðu þeir bara svart á hvítu samanburðarmynd þar sem þeir sáu að þau voru að stækka 6 41/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.