Feykir


Feykir - 31.10.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 31.10.2018, Blaðsíða 8
Ferðamennska og útivist hefur vaxið mikið á síðustu árum hérlendis og segir Davíð Arnar að það hafi þann fylgifisk að álag aukist á ferðamannastaði og útivistarsvæði, oft með tilheyrandi landskemmdum. Víða hefur verið brugðist við með uppbyggingu gönguleiða og áningarstaða og varið til þess háum fjárhæðum með mismunandi árangri. Sá hluti lands sem stendur utan þjóðgarða og verndaðra svæða er sérstaklega ber- skjaldaður fyrir landskemmd- um. Ábyrgðaraðilar hafa oft úr litlu fjármagni að spila til verndaraðgerða og víða er takmörkuð þekking á við- fangsefninu. Hann segir mikilvægt að efla fagþekk- ingu á hönnun og gerð sjálf- bærra ferðamannastaða og útivistarsvæða meðal sveitar- félaga, landeigenda og annarra umsjónaraðila lands, til verndar náttúru og til að tryggja ábyrga ráðstöfun fjármuna. Í erindi Davíðs Arnars verður fjallað um grundvallar- atriði við hönnun og gerð göngustíga og áningarstaða í náttúru Íslands, sagt frá ASCENT verkefni Land- græðslunnar (Apply Skills and Conserve our Environ-ment with New Tools) og samstarfsaðila hennar. Verkefnið felur í sér þróun aðferða við að auka fagþekkingu þeirra sem fást við umsjá ferðamannastaða og útivistarsvæða. Hófleg gjaldtaka heppileg Davíð Arnar er garðyrkju- fræðingur, húsasmiður og landfræðingur og starfar hjá Landgræðslunni þar sem hann fæst við landskemmdir vegna ferðamennsku og útivistar. Aðspurður segir hann fjölmörg dæmi um landskemmdir vegna álags á ferðamannastöðum og, því miður, erfitt að velja eitt tiltekið dæmi. Hann nefnir þó Seltún á Reykjanesi þar sem gerð hafa verið mörg mistök við framkvæmdir. „Annars má almennt segja, í stuttu Þann 21. nóvember nk. flytur Davíð Arnar Stefánsson, verk- efnisstjóri hjá Landgræðslu ríkisins, erindi um hönnun og gerð sjálfbærra gönguleiða og áningarstaða. Erindið er hluti af fyrirlestraröð Vísinda og grautar við Háskólann á Hólum. Vísindi og grautur : Davíð Arnar Stefánsson verkefnisstjóri Hönnun og gerð sjálfbærra gönguleiða og áningarstaða máli, að stærstu mistökin, sem gerð eru við hönnun og framkvæmdir á gönguleiðum og áningarstöðum, megi undantekningarlaust rekja til þekkingarleysis á eyðingar- mætti vatns, þ.e. samspili vatns, halla og yfirborðs,“ segir hann. Hvernig eigi að fjármagna uppbyggingu ferðamanna- staða á Íslandi telur hann hóflega gjaldtöku heppileg- asta kostinn fyrir veitta þjónustu, s.s. bílastæði og hreinlætisaðstöðu, við ferða- mannastaði sem eru undir miklu álagi og liggja undir skemmdum. Jafnframt þarf að tryggja að innkoman sé nýtt til verndar staðnum - landvörslu og til uppbyggingar innviða eftir því sem við á. En skyldi það eiga við alls staðar? „Með vísan í fyrra svar, þá er svarið já. Hins vegar tel ég að sveitarfélög verði að horfa heildstætt á sína ferðamannastaði, þ.e. segjum að tiltekið sveitarfélag beri ábyrgð þremur ferðamanna- stöðum þar sem koma 50 þúsund, 150 þúsund og 500 þúsund gestir árlega, þá þarf að deila innkomunni á milli staðanna eftir því sem þörfin er mest, óháð gestafjölda, og tryggja þannig náttúruvernd og uppbyggingu allra staðanna þriggja.“ Mikilvægt að efla fagþekkingu Davíð Arnar segist hafa rekið sig á það að meðal sveitarfélaga, sem landeig- endur, er takmörkuð þekking á uppbyggingu ferðamanna- staða og útivistarsvæða. „Vel hannaðar gönguleiðir og áningarstaðir eru þýðingar- miklar framkvæmdir til verndar náttúru og menn- ingarsögulegum minjum og mikilvægt að efla fagþekk- ingu meðal gæslumanna lands um gerð gönguleiða og áningarstaða til að tryggja gæði framkvæmdanna,“ segir hann. Áhugasamir eru hvattir til að mæta á fyrirlesturinn sem hefst klukkan 13 mið- vikudaginn 21. nóvember á Háskólanum á Hólum. Hér hefur framkvæmd farið forgörðum. Álag göngufólks er ekki megin orsaka- valdurinn heldur vatnsrof og skortur á viðhaldi. MYNDIR AÐSENDAR Án skilvirkra ráðstafana til að beina vatni út af stígum er endingartími þrepa og annarra ráðstafana til að greiða leið og vernda land stórlega skertur og viðhaldskostnaður margfaldur. Myndir úr skýrslu Andrésar Arnalds hjá Landgræðslu ríkisins; Seltún og nágrenni í Krýsuvíkurlandi á Reykjanesskaga. býður upp á. Á síðunni má til dæmis lesa um það þegar Lilja og Valur fóru út eina kvöldstund í fyrrasumar og fengu þá pössun í fyrsta skipti. Þar segir Lilja meðal annars: „Þegar ég var búin að skrifa listann stoppaði ég við og fékk smá sjokk. Listinn var tæpar 2 bls. Ég viðurkenni að hann var ítarlegur en hann fjallaði bara um hvernig ætti að gefa lyf og mat eina kvöldstund. Lyf og mat sem búið var að taka til og var tilbúið til notkunar. Og ég skrifaði ekki einu sinni allt sem ég var vön að gera heldur hugsaði að ég gæti bara reddað því þegar ég kæmi heim eftir tónleikana.“ Þess má reyndar geta að móðir Lilju, sem sá um barnapössunina er hjúkrunar- fræðingur og því var Lilja rólegri en ella hefði verið. „Mikilvægt að við tökum úr þessu þetta góða sem við lærum“ Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig venjulegur dagur gengur fyrir sig nú, þegar Vala Mist er orðin 21 mánaðar gömul. Valur og Lilja gera ekki mikið úr því að hann sé mikið frábrugðinn „venjulegu“ fjöl- skyldulífi. Nú er Vala Mist byrjuð í leikskóla og því byrja dagarnir á því að öll fjölskyldan fer á fætur, stelpurnar í skólann og Valur til vinnu í Steinull hf. Lilja vinnur sjálfstætt að sínu handverki en hún á fyrirtækið Skrautmen en einnig eru þau hjón nýbúin að eignast helmings hlut í gistiheimilinu Drangey á Sauðárkróki og reka það með Ólínu og manni hennar Ingólfi, sem er bróðir Vals. Að vísu fer Vala Mist í sjúkraþjálfun einu sinni í viku og þarf að gera æfingar heima, svo þarf að mæla púlsinn hjá henni einu sinni til tvisvar á dag til að fylgjast með hjartsláttaróreglunni. Einnig þarf að gefa lyf fjórum sinnum á dag og á hverju kvöldi taka þau til lyfjaskammtinn fyrir næsta dag. Það er því ljóst að það er að ýmsu að hyggja. Hjónin segjast merkja miklar framfarir hjá Völu Mist eftir að hún byrjaði í leikskóla og segja líka mjög dýrmætt að sjá að hin börnin taka henni bara eins og hún er og leika við hana á jafningjagrundvelli. „Við erum mjög ánægð með starfsfólkið þar hvernig þau tækla hana og hugsa um hana, mjög þakklát fyrir það,“ segir Valur. „Það er einmitt það sem mér finnst hvað dýrmætast sem ég hef lært af þessu öllu það er það hvað fólk er gott. Alls staðar kynnumst við kærleika og góðmennsku, ég verð bara klökk við að segja þetta,“ segir Lilja, „bæði í heilbrigðiskerfinu, starfsfólkið hefur alls staðar verið framúrskarandi. Og ekki bara hugsað um hana heldur líka okkur, það er alltaf verið að huga að okkur líka. Og allt samfélagið hér, hvernig það flykktist á bak við okkur, bæði meðan við vorum úti og líka eftir að við komum heim. Maður er bara hálf orðlaus yfir því. Fólk er gott, það er bara það sem við þurfum að muna, það er alltaf einhver sem er að hjálpa, það er það sem mér finnst best að hafa lært í gegnum þetta allt,“ segir Lilja og Valur tekur heilshugar undir. „Það er ástæða fyrir því að þessi klisja er til að maður veit ekki hvað það er að eiga veikt barn fyrr en maður á það. Sem betur fer. Þetta er það sem maður óskar engum. En ég held að það sé mikilvægt að við tökum úr þessu þetta góða sem við lærum,“ segja þau hjón, Lilja og Valur æðrulaus. Á gjörgæslunni úti. Þarna er Völu Mist haldið sofandi eftir fyrstu aðgerðina með „nokkur“ lyf í æð. 8 41/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.