Feykir


Feykir - 31.10.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 31.10.2018, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Hestur. Feykir spyr... Kanntu skemmtilega „pikköpp“ -línu? Spurt á Facabook UMSJÓN palli@feykir.is „„Hvaða skoðun hefurðu á Evrópusambandinu?“ er skemmtileg og „Ef þú værir saga þá værir þú ástarsaga“ er líka góð fyrir þá sem vilja meiri rómantík.“ Helga Stefánsdóttir „Ást mín til þín er eins og niðurgangur, ég get ekki haldið henni inni.“ Ólafur Guðmundsson „Ef ég færi nú að rifja upp pikköpplínurnar mínar yrði nú allt vitlaust en það dugði nú bara að segjast vera úr Lýdó.“ Guðbjörg Elsa Helgadóttir „Pikköpp línan er fyrir skagfirska hestamenn og er eftir mig: Mikið þætti mér það gott, að við riðum saman, við höfum ekki gert það oft, en ávallt þótt það gaman. Þetta væri ekki góð Pikköpp lína í 101 RVK, fengjum sjálfsagt einn á lúðurinn!“ Ágúst Kárason KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Ástríða er brúin sem færir þig frá sársauka til breytinga. – Frida Kahlo Su do ku 200 g skinka 1 bolli soðin hrísgrjón 3 msk aspas 3 msk ananaskurl Aðferð: Öllu hrært saman og sett í tartalettur, rifinn ostur settur yfir og gott að strá smá season all yfir. Sett í ofn við 150° í 10 mínútur. GEGGJAÐUR EFTIRRÉTTUR Súkkulaði lúxus með rjóma 4 egg 3 dl sykur 200 g smjör 200 g suðusúkkulaði 150 g heslihnetur eða Daim kúlur 1 dl hveiti Aðferð: Þeytið vel saman egg og sykur. Bræðið súkkulaðið og smjörið í potti. Blandið hveitinu og hnet- unum/ Daim kúlunum saman við eggjahræruna og setjið svo súkku- laðið varlega saman við. Bakið í eldföstu móti við 150° í 1 klst. neðst í ofninum. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís. Gott að setja ferska ávexti ofan á t.d. jarðaber, vínber, bláber, banana eða kiwi. Verði ykkur að góðu! Steinunn og Sigurður skora á bróður Steinunnar og sambýliskonu hans, Stefán Val Jónsson og Hafdísi Einarsdóttur. Matgæðingar þessarar viku eru þau Steinunn Valdís Jónsdóttir og Sigurður Ingi Ragnarsson sem búsett eru á Sauðárkróki. Steinunn starfar í Sundlaug Sauðárkróks en Sigurður er rafiðnfræðingur og vinnur á Tengli og kennir einnig í fjölbrautaskólaskólanum. Steinunn og Sigurður eiga fjögur börn á aldrinum 13-23 ára. Þau ætla að gefa okkur uppskriftir að þremur réttum sem þau segja fljótlegar og vinsælar hjá fjölskyldumeðlimum. RÉTTUR 1 Kjúklingaréttur Freistandi kjúklingur í púrrulauks- og sweet chili rjómasósu (fyrir 5): 5 kjúklingabringur, skornar í teninga (gúllas stærð) 1 púrrulaukur, smátt skorinn 2 dósir sýrður rjómi 1 lítil dós rjómaostur (125 g) 1 teningur kjúklingakraftur 2 hvítlauksrif, smátt söxuð eða rifin 4-5 msk sweet chilli sósa (eftir smekk) 1 dl rifinn ostur salt og pipar Aðferð: Hitið ofn í 200° með blæstri. Hitið pönnu með smá smjöri eða olíu, saltið og piprið kjúklingabitana og brúnið þá vel eða þar til þeir eru nánast fulleldaðir. Setjið kjúklinginn í eldfast mót. Lækkið hitann á pönnunni, setjið smá olíu eða smjör á pönnuna og steikið púrrulaukinn þar til hann mýkist aðeins, u.þ.b. 3 mínútur. Setjið rjómaostinn, sýrða rjómann, kjúklingatening, hvítlauk og sweet chilli sósuna út á og leyfið að malla aðeins, smakkið til með sweet chilli sósunni. Bætið örlitlu vatni saman við sósuna ef ykkur finnst hún of þykk. Stráið rifna ostinum yfir kjúklingabitana og hellið sósunni því næst yfir. Bakið í ofni við 200° í 15 mínútur eða þar til kraumar í sósunni og hún hefur tekið lit. Berið fram með góðu grænu salati og grjónum. RÉTTUR 2 Tartalettur 100 g rjómaostur 2 msk majónes 2 egg ½ tsk aromat krydd ½ tsk seson all ½ tsk karrý Tartalettur, kjúklingur í sweet chili rjómasósu og geggjaður eftirréttur ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Steinunn Valdís og Sirurður Ingi á Króknum matreiða Sigurður Ingi og Steinunn Valdís. MYND ÚR EINKASAFNI 41/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Jörðin er þriðja reikistjarnan frá sólu, fimmta stærsta í sólkerfinu en stærsta bergreikistjarnan, eftir því sem fram kemur á stjörnufræðivefnum. Jörðin er 330.000 sinnum massaminni en sólin og 109 sinnum minni að þvermáli. Væri sólin hol að innan kæmust meira en milljón jarðir fyrir í henni. Ótrúlegt, en kannski satt, þá gengur maðurinn að jafnaði sem svarar fimm sinnum í kringum jörðina um ævina. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ég er bær í Borgarfirði. Á baki mínu er íþrótt háð. Tifaði fyrrum títt með byrði. Trójumönnum bruggað ráð. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.