Feykir


Feykir - 31.10.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 31.10.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 40 TBL 24. október 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Opnun málverkasýningar í Lindabæ Listsköpun lúinna handa Síðastliðinn sunnudag var málverkasýningin Listsköp- un lúinna handa opnuð í Búminjasafninu í Lindabæ. Þar getur að líta myndir sem Rögnvaldur Steinsson, bóndi á Hrauni á Skaga, málaði á efri árum sínum ásamt ýmsu öðru handverki hans, s.s. tálguðum skipum og bókbandi en sýninguna settu synir hans upp í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Rögnvaldar þann 3. október sl. Ríflega 150 manns voru viðstaddir opnunina þar sem tvö barnabörn Rögnvaldar, þau Sigvaldi Helgi og Dagný Erla Gunnarsbörn fluttu tónlistaratriði, lesið var úr bréfum Rögnvaldar, flutt stutt æviágrip og fleira. Það er sannarlega vert að líta við á þessari ágætu sýningu sem verður opin fimmtudaginn 1. nóvember frá kl. 10:00-21:00. /FE Olís tekur við rekstri Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð frá og með 1. nóvember 2018 Kaupfélag Skagfirðinga þakkar viðskiptavinum fyrir samstarfið og viðskiptin í Varmahlíð undanfarin ár. Kaupfélag Skagfirðinga vill sérstaklega þakka starfsmönnum í Varmahlíð fyrir samstarfið og óskar þeim velfarnaðar hjá nýjum rekstraraðila. Við hjá Olís hlökkum til að taka á móti Skagfirðingum og verða hluti af blómlegu mannlífi á svæðinu. Í fyrra tók Olís við eldsneytissölunni og bætir nú við rekstri verslunar- og veitingasölu undir merkjum Grill 66 og Quiznos. Markmiðið er að bjóða áfram góða þjónustu, gott vöruúrval og girnilegar veitingar fyrir heimafólk jafnt sem fólk á ferðinni. Framundan eru nú endurskipulagning og betrumbætur á lóð og útisvæði. Verið velkomin á Olís Varmahlíð, við tökum vel á móti ykkur! Sýnishorn af handverki Rögnvaldar, bókband, málverk og fleira. Leiðarvísir að lífshamingju Binni Rögnvalds með nýja rafplötu Á haustmánuðum fékk Brynjar Páll Rögnvaldsson á Sauðárkróki styrk frá Menningarsjóði KS til útgáfu á plötu með frumsömdum lögum og textum. Hann þáði styrkinn með þökkum og fór strax í það að vinna plötuna sem nú er komin út og nefnist Leiðarvísir að lífshamingju. Binni, eins og hann er kallaður, notaði styrkinn meðal annars til kaupa á upptökugræjum og til rafræns útgefanda sem sér til þess að tónlist hans komist til skila á allar helstu streymisveitur á netinu, Spotify, Google Play, iTunes, Tidal og á fleiri staði. „Ég vann plötuna, í fyrsta skipti á mínum ferli, alveg aleinn og sá um allan hljóðfæraleik og söng, auk þess að ég tók upp og hljóðblandaði plötuna, sem inniheldur átta lög og texta eftir mig. Platan er aðgengileg á öllum helstu streymisveitum á netinu og hægt er að fletta mér upp á þeim til að hlusta á hana, en þar er einnig að finna plötuna A little trip sem ég gaf út árið 2011 sem innihélt sex lög eftir mig,“ segir Binni. /PFJóhann, Jón, Gunnar og Steinn Rögnvaldssynir ásamt móður sinni, Guðlaugu Jóhannsdóttur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.