Feykir


Feykir - 07.11.2018, Side 3

Feykir - 07.11.2018, Side 3
Húnaþing vestra Stekkjastaur styrktur með steinasölu Vinkonurnar Freydís Emma, Ayanna Manúela, Bríet Anja og Emelía Íris úr Húnaþingi vestra söfnuðu fallegum steinum og seldu til styrktar Rauða krossinum. Söfnunarféð kr. 5.250 mun renna í jólasjóðinn Stekkja- staur í Húnaþingi vestra. Rauði krossinn vill þakka stelpunum fyrir framtakið og þá hugulsemi og samkennd sem býr þar að baki. Stelpurnar góðhjörtuðu eru bæði frá Hvammstanga og úr sveitinni. /PF Freydís Emma, Ayanna Manúela, Bríet Anja og Emelía Íris ásamt Guðrúnu Ragnarsdóttur gjaldkera RKÍ í Húnavatnssýslu. AÐSEND MYND Kæri viðtakandi Verslunin Eyri hefur tekið við umboðinu fyrir Evans hreinlætisvörurnar frá Olís Í tilefni þessa viljum við bjóða þér á kynningu í verslun okkar föstudaginn 9. nóvember frá kl. 10–18. Tilboð verður á öllum Evans vörum og sérfræðingar á staðnum munu aðstoða viðskiptavini. Heitt á könnunni og meðlæti. Hlökkum til að sjá ykkur. Með kveðju, Eyrarvegi 21 550 Sauðárkróki Sími 455 4610 ný pr en t e hf . / 11 20 18 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir Guðbjörg Elísabet Ragnarsdóttir lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki sunnudaginn 28. október sl. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 10. nóvember klukkan 14:00 og verður útsending í Safnaðarheimilinu, Bifröst og sal Frímúrahúsins. Ágúst Andrésson Rakel Rós Ágústsdóttir Viðar Ágústsson - Rósanna Valdimarsdóttir Ragnar Ágústsson - Hanna Rún Jónsdóttir Marín Lind Ágústsdóttir Leikflokkur Húnaþings vestra Æfingar standa yfir á Snædrottningunni Í september sameinuðust Leikfélag Hvammstanga og Leikdeild umf. Grettis í eitt félag, Leikflokk Húnaþings vestra, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Félagsheimilinu Hvammstanga. Á dagskránni eru tvær uppfærslur á leikárinu, barna- leikrit um jólin og söngleikur um páskana. Á Facebooksíðu félagsins segir að stefnt sé á að halda uppi starfsemi félagsins með sýningum a.m.k. annað hvert ár. Æfingar standa nú yfir á ævintýrinu vinsæla eftir HC Andersen, Snædrottningin, undir leikstjórn Gretu Clough. Leikritið fjallar um vináttu, kærleika og hugrekki en Kári og Gerða eru bestu vinir sem myndu gera hvað sem er fyrir hvort annað. Þegar Kári hverfur eina kalda vetrarnótt leggur Gerða af stað í ævintýraför um ókunn lönd, alla leið að Klaka- höll Snædrottningarinnar. Hún eignast marga vini á leiðinni, sem gera hvað þeir geta til að hjálpa henni, en hún ein getur bjargað Kára frá Snædrottn- ingunni. Frumsýnt verður í Félags- heimili Hvammstanga 7. desember kl. 19:00. Einnig verða sýningar 8. og 9. des. og eru miðar komnir í sölu á sérstöku forsöluverði fram til 1. desember. Sjá nánar á heimasíðu Leik- flokksins: leikflokkurinn.is. /PF Skagaströnd Magnús persónuverndarfulltrúi Magnús B. Jónsson hefur verið tilnefndur sem persónuverndarfulltrúi Skagastrandar í stað Svavars H. Viðarssonar sem óskaði eftir lausn frá þeim skyldum. Á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku var lagt fram bréf með afriti af tölvupósti frá Persónuvernd þar sem kemur fram að Svavar H. Viðarsson hafi verið tilnefndur persónuverndarfulltrúi. Sveitarstjóri upplýsti hins vegar að Svavar hafi hætt störfum hjá Advania og óskað eftir því að vera ekki skráður sem slíkur. Því hafi þurft að tilnefna nýjan fulltrúa. /PF 42/2018 3

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.