Feykir


Feykir - 07.11.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 07.11.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is U15 í fótbolta Þrír krakkar úr Húnaþingi vestra á úrtaksæfingu Á heimasíðu Grunnskóla Húnþings vestra er sagt frá því að þau Ásdís Aþena Magnúsdóttir, Hilmir Rafn Mikaelsson og Sveinn Atli Pétursson, sem öll eru nemendur í 9. bekk skólans, hafi farið á úrtaksæfingu fyrir U15 landslið í fótbolta helgina 27. og 28. október. Var ein æfing haldin hvorn daginn þar sem þjálfarar fylgdust með þeim. Æfingarnar voru kynjaskiptar og sóttu þær 18 ungmenni af hvoru kyni. Valið verður í landsliðið í lok janúar og er spennandi að sjá hvort krakkarnir komist áfram. Þeim Sveini og Hilmi var boðið að fara með Fjölni til Spánar á fótboltamót í maí sl. og var ánægja hjá Fjölni með frammi- stöðu drengjanna á mótinu og þeim boðið að ganga til liðs við liðið sem þeir gerðu. Á vef skólans segjast strákarnir vera spenntir yfir þessu mikla og góða tækifæri sem þeir fá þó það hafi verið dálítið erfitt gagn- vart vinum þeirra og tilfinn- ingum gagnvart Kormáki. /FE Það var hart barist þegar KR og Tindastóll mættust í DHL-höllinni sl. föstudagskvöld. Stólarnir voru eina taplausa liðið í Dominos- deildinni en Íslandsmeistararnir komu ákveðnir til leiks og ætluðu augljóslega ekki að láta Stólana komast upp með einhverja sirkustakta í sínu húsi. Það reyndist Tindastólsmönnum þungt í skauti að Urald King og Viðar voru snöggir að koma sér í villuvandræði. Ekki hjálpaði til að hinn háaldraði Jón Arnór Stefánsson gaf árunum og slitnum löppum langt nef og hreinlega vann leikinn fyrir Vesturbæinga. Lokatölur voru 93-86 eftir spennandi lokamínútur. Leikurinn fór skarplega af stað og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Fyrstu stigin gerði Urald og var þar að sjálfsögðu um hollíhú körfu að ræða. Eftir þetta voru Pétur og Brynjar mesta ógnin í sókn Stólanna en KR-ingar hófu strax að spila ógnarsterka vörn á Urald King. Heimamenn voru yfir, 22-20, eftir fyrsta leikhluta og þeir hófu annan leikhluta vel, komust í 29-22, en þá tók Pétur sig til og gerði átta stig í röð og kom Stólunum yfir, 29-30. Síðustu þrjár mínútur fyrri hálf- leiks gerðu heimamenn ellefu stig í röð og voru yfir í hálfleik 48-40. Þessi skorpa KR-inga reyndist dýrkeypt Stólunum og ekki batnaði ástandið þegar Urald fékk dæmdar á sig tvær sóknarvillur á fyrstu mínútum síðari hálfleiks og var settur á bekkinn. Helgi Viggós kom inn með feykigóða baráttu en lið KR var enn með átta stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 71-63. Vesturbæingum tókst aldrei að hrista lið Tindastóls af sér í lokafjórðungnum og fór svo að Stólarnir voru aðeins hársbreidd frá því að jafna leikinn. Tvö víti fóru forgörðum hjá Pétri á ögurstundu en Stólarnir náðu muninum mest niður í þrjú stig þegar um 40 sekúndur voru eftir. Stjarna kvöldsins, Jón Arnór Stefánsson, sá til þess að nær kæmust gestirnir ekki. Sem fyrr segir átti Jón Arnór geggjaðan leik. Hann gerði 29 stig, tók sjö fráköst, fiskaði tíu villur og var hreinlega til vandræða fyrir Stólana út um allan völl. Á meðan hann var inn á vann KR leikinn með 19 stigum. Í liði Tindastóls var Pétur stigahæstur með 21 stig, Brynjar Þór var með 19, Danero 17 og Urald King 16 og 12 fráköst en hann spilaði aðeins 25 mínútur vegna villuvandræða. Þá skilaði Helgi Viggós sterkum 10 stigum. Næsti leikur Tindastóls er gegn Grindvík- ingum í Síkinu fimmtudaginn 8. nóvember og hefst kl. 19:15. /ÓAB Jón Arnór á skilið mynd af sér í Feyki eftir glæsitakta í síðasta leik. Það er bara þannig. MYND: HJALTI ÁRNA Dominos-deildin : KR – Tindastóll 93-86 Lengi lifir í gömlum glæðum Ásdís, Hilmir og Sveinn. MYND: GRUNNSKOLI.HUNATHING.IS Nýr leikmaður Tindastóls Alawoya leysir King af Urald King, leikmaður meistaraflokks Tindastóls í körfubolta, hefur óskað eftir því að fá frí frá æfingum og keppni til að vera viðstaddur fæðingu barns síns. King mun halda til Banda- ríkjanna innan tíðar og kemur aftur til liðsins eftir jól. Körfu- knattleiksdeildin hefur gengið frá samningum við P.J. Alawyoa um að leika með liðinu á meðan King er í leyfi. „Stjórn körfuknattleiks- deildar Tindastóls hefur sam- þykkt þessa ósk Urald King enda er fjölskyldan ávallt í fyrirrúmi,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður deildar- innar. „Alawoya þekkir íslensku deildina vel en hann spilaði með KR árið 2017, lék 19 leiki, var með 15 stig að meðaltali í leik og átta fráköst. Stjórn Kkd Tinda- stóls býður Alawoya velkominn til félagsins og hlökkum til að sjá King aftur á vellinum eftir ára- mót,“ segir Ingólfur Jón. /PF P.J. Alawoya. MYND AF NETINU 1. deild kvenna : Njarðvík – Tindastóll 88-70 Lið Njarðvíkur lagði Stólastúlkur Kvennalið Tindastóls spilaði við lið Njarðvíkur fyrir sunnan sl. laugardag. Þetta var fjórði leikur Stólastúlkna í 1. deildinni en síðast lögðu þær ÍR í Síkinu. Þær byrjuðu leikinn vel en heimastúlkur náðu yfirhönd- inni fljótlega og náðu síðan upp góðu for- skoti í þriðja leikhluta. Það náðu stelpurnar ekki að brúa og lokatölur 88-70. Því miður vill það bregða við að enga tölfræði sé að hafa úr leikjum í 1. deild kvenna en samkvæmt frétt á Karfan.is þá byrjuðu Stólastúlkur betur en Njarðvíkurliðið var ekki lengi að koma sér inn í leikinn og taka forystu. Staðan eftir fyrsta leikhluta 24 – 21. og sjö heimastúlkur voru þegar komnar á blað en aðeins þrjár í liði Tindastóls. Heimastúlkur byrjuðu annan leikhluta vel og komust mest níu stigum yfir en staðan í hálfleik var 43 – 36. Lið Njarðvíkur kom svo geysi grimmt til leiks í síðari hálfleik og náðu til að mynda 10-0 kafla þannig að lið Tindastóls átti lítinn séns eftir það. Stelpurnar gáfust þó ekki upp og gerðu atlögu að forystu heimastúlkna í fjórða leikhluta en það dugði ekki til að þessu sinni. Í viðtali við þjálfara Tindastóls, Arnoldas Kuncaitis, þá fannst honum munurinn á liðunum einna helst vera meiri ákveðni í liði Njarðvíkur og að þær hafi verið líkamlega sterkari. Byrjunin hjá Stólastúlkum hafi verið góð en það hafi skort á skynsemina þegar leið á leikinn og þá sérstaklega í þriðja leikhluta. Lið Njarðvíkur hirti miklu fleiri fráköst í leiknum en lið Tindastóls og það gefur sjaldnast góða raun. Næsti leikur Tindastóls er 13. nóvember en þá spila stelpurnar við lið Þórs á Akureyri. /ÓAB Þóranna Ósk verst í leiknum gegn Njarðvík. MYND AF KARFAN.IS Geysis-bikarinn í körfubolta Reynismenn lítil fyrirstaða Lið Tindastóls fór örugglega áfram í Geysisbikarnum sl. laugardag þegar þeir mættu liði Reynis í Sandgerði sem spilar í vetur í 2. deildinni. Leikið var í hádeginu á laugardag eftir svekkelsistapið gegn KR og mættu Tindastóls- menn einbeittir til leiks með það að markmiði að sýna leiknum og andstæðingnum fulla virð- ingu með því leggja sig alla fram. Lokatölur voru 26-100 fyrir Tindastól en allir leikmenn liðsins skiluðu sínu. /ÓAB 42/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.