Feykir


Feykir - 07.11.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 07.11.2018, Blaðsíða 8
Ég er alin upp á Melstað í Skagafirði, og var mikið hjá ömmu minni Dísu og afa Lofti. Frelsið að fá að vafra um sveitina og leika sér, baka með ömmu, vinna í fjósinu og leika við dýr. Ég man ekki eftir mörgum reglum, en ég man eftir tveimur. Númer eitt var að klifra ekki í trjám, þá skemmirðu þau eða dettur og meiðir þig. Oft heyrði maður köllin frá ömmu: „Niður úr trénu!“. Önnur regla var að fara ekki í lækinn, þá myndi ég drukkna. Ég veit ekki hve oft ég braut þessar reglur en það var mjög oft. Ég elskaði sveitina og geri enn. Alltaf þegar ég kem þá finn ég hvernig ég er komin heim. Ég hef tekið eftir því hvað munurinn á fólki sem, til dæmis er alið upp í Reykjavík og svo þeim sem eru aldir upp á sveitabæ, er mikill. Ekki endilega á slæman hátt heldur meira svona skemmtilegan. Ég bjó í Reykjavík í tvö ár og náði aldrei almennilegri andlegri ró, því stressið var svo mikið. En aftur á móti leiðist þeim sem eru úr borginni þegar komið er í sveitina. Alltof hljótt, ekkert að gera. Mín kenning er sú að þau elska stressið og hraðann á öllu, því það er það sem þau ólust upp við. Ég bý núna á Stokkseyri, og elska það, því það er svo lítill og krúttlegur bær með einni sjoppu og kyrrð og ró, og það besta sem ég veit er að drekka kaffi og spjalla, prjóna og horfa á sjónvarpið, labba með hundinn niður í fjöru og dást að umhverfinu. Sveitin mótaði mig þannig að ég vil hafa rólegt og kósý. Og ég gæti ekki hugsað mér að hafa það öðruvísi. - - - - - Ég skora á Ingu Hrönn að koma með pistil. ÁSKORENDAPENNINN Ólöf Rún Ólafsdóttir brottfluttur Skagfirðingur Að alast upp í sveit UMSJÓN Páll Friðriksson Ólöf Rún Ólafsdóttir. MYND AÐSEND Hesteyri 2 . 550 Sauðárkrókur . Sími 455-4570 ERU HÁGÆÐA VETRARDEKK WINTRAC ICE WINTRAC XTREME S SNOTRAC 5 COMTRAC LEITIÐ TILBOÐA HJÁ SÖLUFÓLKI OKKAR Karlakór Hreppamanna, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, heldur tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði á föstudaginn kemur, 9. nóv. kl 20.00. Með kórnum kemur fram söngkonan Kristjana Stefánsdóttir auk þriggja manna hljómsveitar sem skipuð er einvala liði hljóðfæraleikara, þeim Vigni Þór Stefánssyni píanóleikara, Jóni Rafnssyni bassaleikara og Erik Qvick trommuleikara. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af þekktum lögum úr íslenskum kvik- myndum og er tónlistin af ýmsum toga. Til að gefa hug- mynd um það sem í vændum er segir Guðmundur Óli að nefna megi Sveitina milli Karlakór Hreppamanna í Miðgarði Hlakka til að gleðja Skagfirðinga með söng sanda, Vegir liggja til allra átta, Stella í orlofi og Með allt á hreinu. „Okkur þykir svo gaman að koma norður. Við syngjum í Miðgarði á föstudagskvöldið og verðum svo í Bergi á Dalvík á laugardag. En ég stjórnaði lengi vel Karlakór Dalvíkur. Ég hef líka kynnst Heimismönnum, nokkrum sinnum unnið með þeim og þeir ætla að taka á móti okkur. Karlakór Hreppamanna varð 20 ára í fyrra en auk þeirra tímamóta ákvað kórstjórinn að segja gott og ég var ráðinn í staðinn. Hreppamenn eru þakklátir Karlakórnum Heimi fyrir að taka á móti sínum sunnlensku kollegum og hlakka til að gleðja Skagfirðinga með söng í þeirra ágæta tónleikahúsi, Miðgarði,“ segir Guðmundur Óli. /PF Glaðhlakkalegur Karlakór Hreppamanna. AÐSEND MYND 8 42/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.