Feykir


Feykir - 07.11.2018, Blaðsíða 9

Feykir - 07.11.2018, Blaðsíða 9
Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar Stelpur geta allt Þann 13. október síðastliðinn bauð Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar öllum stúlkum í 7. bekk grunn- skólanna í Skagafirði á námskeið sem nefnist „Stelpur geta allt“ og var námskeiðið ætlað til eflingar á sjálfs- mynd stúlkna. Er þetta annað árið sem klúbburinn stendur fyrir slíku námskeiði en það fyrsta var haldið í október 2017 og mæltist vel fyrir. Eitt af markmiðum Soroptimista er að styrkja og efla konur og stúlkur í okkar nágrenni og víðar og því valdi klúbburinn í Skagafirði að bjóða upp á þetta námskeið. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Kristín Tómasdóttir sem hefur í nokkur ár boðið upp á námskeið og fyrirlestra fyrir stúlkur á unglingsaldri þar sem að hún kennir þeim að þekkja og styrkja sjálfsmynd sína. Kristín hefur skrifað fimm bækur um þetta málefni og byggja námskeiðin á þeim bókum. Alls tóku 15 stúlkur þátt á námskeiðinu að þessu sinni sem haldið var í Varmahlíðarskóla. Meðal þess sem tekið er fyrir er að þekkja hugtakið sjálfsmynd, að þekkja eigin sjálfsmynd og að kynnast leiðum til að hafa jákvæð áhrif á eigin sjálfsmynd. Eftir að fræðslunni til stúlknanna lauk var foreldrum þeirra boðið til fundar þar sem þeir fengu góð ráð til að fylgja námskeiðinu eftir heima, til að efla og styrkja dætur sínar. Soroptimistasystur sáu um að sækja stúlkurnar og aka þeim í Varmahlíð ásamt því að sjá um veitingar og afþreyingu - á milli námskeiðshluta. Það voru því sáttar konur á öllum aldri sem héldu heim í lok dags. Soroptimistasystur í Skagafirði vonast til að geta boðið uppá sams- konar námskeið aftur á næsta ári og að verkefnið komi til með að festa sig í sessi. Þeim þykir mjög áhugavert ef hægt væri að bjóða upp á sambærilegt námskeið fyrir drengi og væru tilbúnar til að vinna að slíku í samstarfi við aðra klúbba í Skagafirði ef áhugi er fyrir hendi. /TEXTI OG MYNDIR AÐSENT Frá námskeiði Soroptimistaklúbbsins sem haldið var í Varmahlíðarskóla. AÐSENDAR MYNDIR Talsvert hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að 10 ár eru liðin frá hruninu og þeim ósköpum sem því fylgdu fyrir efnahag þúsunda lands- manna. En undarlegt er það, að miklu frekar virðist þá rætt við gerendur en þolendur. Við hlustun á slíka viðræðu gat ég ekki orða bundist: Ekki þarf hið sanna að sanna, sjást þar skýrt hin stóru brot. Skítlegt eðli æðstu manna Ísland keyrði í bjargarþrot! Og að auki – í tilefni þessara um- ræddu tímamóta – hnykkti ég á: Enn um vegi hrokans hér hrunverjarnir fara. Í sumum mönnum sálin er svartari en tjara! Fyrir nokkru voru heræfingar Nató í fullum gangi uppi í Þjórsárdal. Ekki fannst manni það vonsælt mál þjóðlega séð að erlent herlið sprang- aði þar um eins og það ætti allt og mætti allt: Í Þjórsárdalnum dátar magna dreissugheit mót ferli vonar. Ekki mun þeim ófrið fagna andi Hjalta Skeggjasonar. Og ekki virðist fara mikið fyrir virðingu gagnvart lagagildum smá- þjóða þegar stórþjóðir styrkja kraft- ana: Skaðatólin skaka þeir, skjótt þeim upp er hrannað. Tjúgufánann taka þeir til síns brúks sem annað. Þegar ég heyrði snemma á þessu ári að háöldruð sæmdarkona úti í sveit hefði kvatt jarðlífið varð mér að orði: Gömul kona Króks í seli kvatt nú hefur lífsins grund. Heimatryggðin þar í þeli þótti sérstök alla stund. Öll eldumst við og einn góður frændi minn fékk þessa vísu á tímamótum í sínu lífi: Engin stund er afturkræf, úrvalskostir fáir. Sumir orðnir sixty-five og sæmilega gráir! Stundum vísa ráðamenn til sam- ábyrgðar, einkum þegar allt er farið norður og niður, eins og til dæmis eftir hrun. Þá þykir gott að vísa ábyrgðinni til þeirra sem engu réðu um framgang mála. En samábyrgð á spilltu kerfi er ekki eftirsóknarvert hlutskipti: Kerfið illa í fólkið fer, fylgjur hefur rammar. Margt þar jafnan málið er mér og þér til skammar. Fyrir skömmu lést Björn Þ. Sigurðs- son á Hvammstanga, mikill mann- kostamaður: Nú er Bangsi burtu liðinn, brostið lífs og krafta þor. Sá á skilið foldarfriðinn fyrir gengin ævispor! Las nýlega hressilegt viðtal í Feyki við tiltekinn mann og kvað: Litbrigðin þau leika sér lífs á braut af öllu tagi. Bangsi hennar Biddu er blár með grænu undirlagi. Varð hugsað til Leonardo da Vincis, afburðamannsins sem allt vildi kanna með opnum huga: Naumast gekk að nokkru vísu, naut þess þó við margt að glíma, maðurinn sem Mónu Lísu málaði á sínum tíma. Fjölhæfni þess manns var mann- kynssögulega séð með ólíkindum: Undramaður öll við kynni, einstakur að ferli snjöllu. Langt á undan samtíð sinni sótti hann fram í nánast öllu! Og víða hafa mannkostirnir komið fram. Enn kemur í huga minn manneskja sem stóð sína vakt með mikilli prýði á samfélags-sviðinu og mundi allt sem muna þurfti : Í Syðribúð vann kona klár, Kristín dóttir Sölva, í fjörutíu og fjögur ár, - fyrri daga tölva! Ritað á Skagaströnd fyrsta vetrardag 2018. Rúnar Kristjánsson Rúnar Kristjánsson Þreifað um þjóðleg efni Smellt'á okkur einum... Feykir.is Glaðhlakkalegur Karlakór Hreppamanna. AÐSEND MYND 42/2018 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.