Feykir


Feykir - 07.11.2018, Qupperneq 11

Feykir - 07.11.2018, Qupperneq 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Pottur. Feykir spyr... Hvernig leggst veturinn í þig? Spurt á Facabook UMSJÓN palli@feykir.is „Reyni að vera peppuð fyrir vetrinum og hellingur af fjöri í kortunum.“ Gunnhildur Gísladóttir „Veturinn leggst vel í mig sem og allar aðrar árstíðir. Ég er nýorðinn afi og ætla að njóta þess með mínu fólki. Svo verð ég fimmtugur í des. og held vel upp á það.“ Ingimar Jónsson „Bara ágætlega, engin ástæða til annars. Ég ætla að skreppa erlendis nokkrum sinnum, það veitir tilbreytingu í veturinn.“ Hanna María Sigmundsdóttir „Veturinn leggst alltaf vel í mig, engar leiðinlegar flugur og sjórinn orðinn nægilega kaldur til að hægt sé að baða sig í honum. Það verður farið í helgarfrí til London í desember. Jólin verða haldin á gistiheim- ilinu okkar. Fer á sjó í janúar. Helgarferð til Noregs í febrúar og svo er verið að plana 10 daga ferð til Ísrael síðast í febrúar. Nóg að gera!“ Jón Helgi Þórsson KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Blaðsíður fortíðar þinnar verða ekki endurskrifaðar en blaðsíður framtíðarinnar eru auðar. – Zig Ziglar Su do ku Aðferð: Blandið saman avókadó, söxuðum lauk, limesafa, söxuðum tómötum, kóriander og nokkrum dropum af Tabasco sósu. Stappið vel saman eða blandið í matvinnsluvél RÉTTUR 3 Kjúklingaspaghetti með tómötum og spínati u.þ.b. 250 g spaghetti ¼ bolli sólþurrkaðir tómatar án olíu ¼ tsk chiliflögur ¼ tsk salt 250 g kjúklingakjöt, skorið í bita 4 (roma) tómatar, fræhreinsaðir og saxaðir ¼ bolli fersk basilika 6 hvítlauksrif, pressuð 250 g ferskt spínat Aðferð: Sjóðið spaghettíið eftir leiðbeiningum á pakka. Sigtið vatnið frá og leggið til hliðar. Saxið sól- þurrkuðu tómatana og setjið í skál. Bætið 2 msk af olíunni af tómötunum við ásamt chiliflögum og salti. Setjið blönduna á pönnu við miðlungs hita. Þegar blandan er nægilega heit, bætið þá kjúklingunum á pönnuna og steikið. Bætið tómötum, basil og hvítlauk út í og eldið áfram í u.þ.b. 30 sekúndur. Lækkið hitann, bætið spínati út í og látið það mýkjast. Að lokum er spaghettíinu blandað vel saman við, hitað og borið fram strax. Verði ykkur að góðu! Hrefna skorar á nágranna sinn, Hallgrím Valgeir Yoakum, að taka við sem matgæðingur. Það er Hrefna Samúelsdóttir á Hvammstanga sem gefur lesendum sýnishorn af því sem henni þykir skemmtilegt að elda í þættinum að þessu sinni. Hrefna, sem er þriggja stráka móðir, segir að sér finnist gaman að elda alls konar öðruvísi rétti og sækir sér gjarna uppskriftir á netið en þaðan eru þessir réttir einmitt fengnir. RÉTTUR 1 Pesto kjúklingarúllur 4 kjúklingabringur 8 msk grænt pestó tómatar, sneiddir þunnt rifinn mozzarella ostur 1 msk olía 1 msk smjör 1 box kirsuberjatómatar Aðferð: Kjúklingabringurnar eru klofnar i tvennt, settar í poka og barðar með hliðinni á buffhamri þar til þær eru orðnar hæfilega þunnar. Bringurnar eru kryddaðar á báðum hliðum með hvítlaukssalti og svörtum pipar. Grænu pestói smurt yfir, einni msk á hverja sneið, og tómatsneiðum raðað ofan á, tveimur á hverja bringu. Rifnum osti, 2-3 msk á hverja sneið, dreift yfir. Rúllað upp og fest saman með tannstöngli. Olía og smjör hitað á pönnu (sem má fara inn í ofn ef hún er til á heimilinu) og rúllurnar steiktar þar, (með samskeytin fyrst upp) í u.þ.b. 4 mínútur á hvorri hlið. Sett í eldfast mót (ef pannan má ekki fara í ofninn), rifnum osti stráð yfir og kirsuberjatómötum dreift yfir. Bakað í ofni í 13-15 mínútur við 220°C. Takið tannstönglana úr og skreytið með ferskri basiliku. Borið fram með sósunni sem kemur af rúllunum og meðlæti að eigin ósk. RÉTTUR 2 Risa Fajitas 1 græn paprika í sneiðum 1 rauð paprika í sneiðum 1 gul paprika í sneiðum 1 kjúklingabringa, skorin í strimla 1 laukur paprikuduft ólífuolía 9 tortillakökur 1 poki tortilla flögur 150 g rifinn ostur Aðferð: Paprika, saxaður laukur og kjúklingur sett í ofnskúffu og kryddað með paprikudufti, smá olíu hellt yfir, hrært saman og bakað í 20 mínútur við 180°C. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og leggið sjö tortilla kökur ofan á þannig að helmingurinn af kökunum standi út úr skúffunni til hálfs (tvær við hvora langhlið, ein við hvora skammhlið og ein í miðjuna, sjá https://www.facebook.com/chefclu- buk/videos/2164407310447986). Stráið u.þ.b. helmingnum af rifna ostinum yfir og síðan kjúklinga- og paprikublöndunni. Dreifið tortilla flögum yfir og loks afganginum af ostinum. Leggið síðustu tvær tortilla kökurnar yfir miðjuna og brjótið kökurnar sem út af stóðu yfir þannig að þetta myndi umslag. Leggið örk af bökunarpappír yfir og aðra ofnskúffu ofan á þannig að tortillakökurnar haldist þétt að. Bakið í 20 mínútur við 180°C. Salsa: 1 laukur 2 avókadó (lárperur) 1 tómatur ½ lime kóriander Tabascosósa Þrír fljótlegir og spenn- andi kjúklingaréttir ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Hrefna Samúelsdóttir á Hvammstanga matreiðir Hrefna. MYND ÚR EINKASAFNI 42/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Tootsie Pops er kúlulaga harður sleikipinni með súkkulaðifyllingu fundinn upp árið 1931 af Lukas R. „Luke“ Weisgram, starfsmanni The Sweets Company of America. Þekktur frasi er til um sleikjóinn þar sem spurt er um hve marga sleiki þurfi til að komast inn að miðju. Ótrúlegt, en kannski satt, þá þarf að meðaltali að sleikja 142 sinnum til að ná þeim árangri. Til gamans þá breytti fyrirtækið nafni sínu í Tootsie Roll Industries árið 1969. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Það er augu og eyru á mér. Efnið sama nafnið ber. Við mig kútur kenndur er. Klára skó ég sliti ver. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.