Feykir


Feykir - 07.11.2018, Page 12

Feykir - 07.11.2018, Page 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 42 TBL 7. nóvember 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Þegar allt er eins og það á að vera Saga af sauðburði Stundum rekumst við á skemmtilegar Facebook- færslur og þessi er ein þeirra. Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir, Haddý, sauðfjárbóndi með meiru á Hvalshöfða í Hrútafirði, setti þessa færslu inn þann 22. október og gaf okkur góðfúslegt leyfi til að birta: „Eins og mér finnst nú alltaf gaman að vera bóndi, þá er einn dagur á ári sem mér finnst ömurlegur og það er þegar maður er að taka gömlurnar sínar frá til að fara í hvíta húsið. Ég á mér eina uppáhalds- kind sem var á sínum tíma nefnd eftir ödru uppáhaldi og kölluð Gudda. Gudda þessi er níu vetra og hefði því átt að fara í ferðina löngu í fyrra en sökum þess að hún hugsar svo vel um sig, drekkur helst ekki vatn úr vatnsstokknum, heldur beint úr krananum og gerir svo reglulega teygjuæfingar með því að setja framlappirnar uppá vegginn milli króa og teygir á líkamanum, fékk hún bónus ár og líka vegna þess að bændurna langaði til að fá kannski lífgimbrasett undan henni þetta árið. En í vor tókst svo illa til að Gudda greyið lét tveimur lömbum í apríl þannig að sú von fauk út í vorið með sunnanáttinni. En aftur að deginum. Við rákum inn í gær og fórum svo í gegnum féð í dag og Gudda beið örlaga sinna ásamt fleirum. Við áttum von á fjárbílnum um miðjan dag, en það dróst eins og getur gerst þegar þarf að sækja fé langar leiðir. En svo kom hann um níuleytið og er að bakka að húsunum en ég var ofaní krónni hjá ánum þegar ég heyrði hljóð sem maður heyrir nú yfirleitt ekki nema á vorin. Kumr í kind. Það var hún Gudda mín og út úr henni stóð löpp og haus á lambi. Mikið svakalega varð ég glöð þegar ég kippti henni og lambinu yfir í aðra kró og lá við að ég hoppaði af gleði þangað til ég gat sagt Róbert fréttirnar og hann varð ekki minna kátur. Skömmu seinna fæddist svo önnur drottning.“ Það er ekki að undra að þau hjón, Haddý og Róbert, hafi glaðst enda mátti varla tæpara standa. „Rabbi á rollubílnum var kysstur fyrir að koma svona seint því mig langar ekki að hugsa þá hugsun til enda ef hann hefði verið fyrr á ferðinni. En Guddan verður dekruð í drasl með heyi og fóðurbæti,“ bætir Haddý við. /FE Meiri jákvæðni í íþróttir UMFÍ Breyta þarf orðræðunni í íþróttum til að byggja upp jákvætt andrúmsloft. Þetta segir dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann mælir með því að fólk hætti að nota orð eins og klúður og mistök og skipti þeim út fyrir tilraunir. Viðar var á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni „Jákvæð íþróttamenning“ sem ÍSÍ og UMFÍ héldu undir merkjum verkefnisins Sýnum karakter í síðustu viku. Fjölmargir forvitnilegir fyrirlestrar voru á ráðstefnunni en upptaka af henni verður fljótlega birt á vefsíðunni www.synumkarakter.is. /PF Gudda með drottningunum sínum tveimur. MYND: KARL B. ÖRVARSSON Feykir.isFjörið er á...

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.